Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Vísnakeppni.

Hér kemur fyrripartur........ 

 

Enginn fæst ábyrgð til að axla

og áfram á himni skín tungl

.

north-pole-sun-moon

.

Og botna svo !   Whistling


Misskilningur.

 

Ég á frænku.  Smile

Í dag, þegar ég var að vinna, hitti ég frænku mína og manninn hennar.

Einu sinni bjuggu þau í Vatnsholti.

Foreldrar hennar eiga bústað sem heitir Holtsendi.

------------

Eftir að ég var búin að spjalla við hana, gekk ég inn á lager.

Þar sé ég pakka sem merktur er Vatnsendi.

.

3060000000054344.GIF?0 

.

Ég skokkaði með pakkann fram í búð og leitaði að frænku minni.

Ekki fann ég hana svo ég hringdi.

Ekki kannaðist hún við neinn pakka.  Pouty

Smá misskilningur hjá mér.  Blush

----------

Ætli ég hafi unnið of lengi við bókhald fyrst ég finn það út að;

Vatnsholt + Holtsendi   =    Vatnsendi.  Whistling

.


Það tekur því ekki.

 

Í kvöldfréttunum var meðal annars rætt um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Dóttir mín, 12 ára, horfði á.

Svo gall í henni;

Af hverju er hann að bjóða sig fram ?   Hann er 71 árs !   W00t

Góð spurning hjá henni.  Joyful

-------------------

Þegar ég var 19 ára var ég kölluð KERLING af nokkrum unglingum.  Pouty

Það er því í hæsta máta eðlilegt að McCain sé útrunninn í augum dóttur minnar.

.

McCain 

.


Íslenskt mál - svo einfalt, svo einfalt.

 

 

Hamstur í flíspeysu

fékk flís,

varð hamslaus 

og fór þá að hamstra

 flísar og hamsa.

 

cute_animal

 


Færsla til kvenna.

 

Þetta blogg er til þess fallið að vekja öfund. 

Í þessum hraðrituðu orðum er bóndi minn að elda humarsúpu eftir uppskrift sem hann fékk hjá lærðum kokki.

Í þessum sömu orðum er hann að baka sesambrauð.

Gott ef hann er ekki að strokka smér í leiðinni.  Joyful

Nei, ég segi svona.

.

Le-Chef-et-le-Pain-Print-C10117798 

.

Það sem hann er nú myndarlegur þessi maður !

.


Geymast betur, rétt eins og matvæli.

 

Það hefur löngum verið vitað að ýmis matvæli geymast mun lengur, séu þau í frysti.

Núna og fyrst núna,  kemur á daginn að peningar geymast líka miklu betur í frysti.

En það liggur samt svo í augum uppi !  Þú eyðir ekki peningum sem eru í frystikistunni.  Pouty

Já og svo ef greiðsluseðlarnir eru að sliga þig og þú átt ekki fyrir næstu afborgun....... þá hendirðu þeim bara í frysti og frystir lánin.  Gæti þetta verið auðveldara ?  Happy

.

freezer 

.

Starfsmenn Hæfingarstöðvarinnar á Akureyri eiga auðvitað að fá orðu fyrir þessa nýsköpun.

Á sama tíma hrósa ég happi.  Sökum þeirrar staðreyndar að ég er bara með pínulítið frystihólf fyrir ofan ísskápinn, þá mun ég teljast lukkunnar pamfíll að eiga bara lítið af peningum.  Wizard 

Eða eins og ég segi;  ég er alltaf að græða.  Whistling

 


mbl.is Innstæður frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga Gardínubrúns frá Breta-smálandi.

.

Fyrir langalöngu, í eldgamalli fyrndinni fæddist barn eitt lágvaxið í Breta-smálandi.  Þetta var krumpaður drengur sem nefndur var Gardínubrúnn.  

Gardínubrúnn var seinn til máls og ennþá seinni til klósettferða.  Hann hætti reyndar ekki að nota bleyju fyrr en móðir hans setti apa á koppinn og sagði smámælt;

"Sjáðu bara Gaddi litli.  Apinn kann að pissa í kopp" !

Gardínubrúnn leit yggldur á aparæfilinn........ og ullaði svo á hann. 

Daginn eftir skrönglaðist hann sjálfur á klósettið, enda orðinn sex vetra gamall.

.

55054201 

.

Leið svo og beið.........

..............

..............

uns kominn var októbermánuður 2008.

Sólin var hulin skýjum þennan morgun.

Gardínubrúnn vaknaði úrillur og fór auk þess öfugu megin framúr.

Hann rann til í vanilluís á gólfinu.

Arfavitlaus öskraði hann;  "What the fuck...... is this some Iceland"?  W00t

---------------

Restina þekkið þið.  Wink

.


Þegar vorar.

 

Halldór, uppáhaldsfrændi minn, sendi mér ljóð í tölvupósti;

Þegar kemur hrímkalt haust
og húmið leggst á dalinn
elskast næstum endalaust
ærnar, kýr og smalinn.

.

Mér finnst vísan mjög góð.  

En síðan fór ég að hugsa um afleiðingar þess að "elskast næstum endalaust" og þá datt þetta út um fingurna og á lyklaborðið;

 

Er vorið aftur birtist hér
og grænkar undan hjarni
kýrin getur af sér smér
en smali á von á barni.

.

happy_cows 

.

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband