Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Frétt úr Skessuhorni.

 

Uppsagnir í Borgarnesi eru reiðarslag fyrir samfélagið

28. nóvember 2008

Athafnasvæði Loftorku í Borgarnesi. Ljósm. TÞ
Fjöldauppsögn starfsmanna varð í Loftorku Borgarnesi ehf. í dag þegar 66 af 120 starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt um uppsögn starfa miðað við næstu mánaðamót. Auk þess var 4 af 37 starfsmönnum Borgarverks ehf. sagt upp störfum nú síðdegis.

Í Loftorku jafngildir þetta því að starfmönnum fækkar um 55% þegar uppsagnirnar taka gildi. Flestir þeirra sem fengu uppsagnarbréf nú hafa þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest, en sá tími ræðst af starfs- og lífaldri viðkomandi og sýnir að margir þeirra hafa starfað lengi hjá fyrirtækinu. “Verkefni fyrirtækisins hafa dregist mikið saman á þessu ári og sérstaklega á síðustu vikum og er þetta því miður óhjákvæmileg aðgerð af okkar hálfu. Við munum áfram leitast eftir verkefnum til að hafa störf fyrir þann reynda og góða hóp starfsmanna sem áfram verður hjá okkur í fyrirtækinu. Vonandi getum við dregið eitthvað af þessum uppsögnum til baka ef við fáum verkefni á næstu vikum og mánuðum,” sagði Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Loftorku í samtali við Skessuhorn. Aðspurður segir hann að þeir sem sagt hafi verið upp störfum komi úr öllum deildum fyrirtækisins.

 

Þreföldun á atvinnuleysi

“Við áttum fund með framkvæmdastjórum Loftorku og Borgarverks fyrr í vikunni og gerðum okkur grein fyrir að ástandið væri alvarlegt í þessum fyrirtækjum. Engu að síður er það reiðarslag fyrir samfélagið þegar hópuppsögn af þessari stærðargráðu eins og í Loftorku á sér stað. Lauslega reiknað þýðir þetta að atvinnuleysi í Borgarbyggð fer í einu vetfangi úr 2% í 6% eða um þreföldun í tölu þeirra sem verða án vinnu ef uppsagnirnar ganga eftir,” segir Páll S Brynjarsson sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn. Hann segir að fyrir hafi legið að byggingariðnaðurinn væri í þrengingum og vikulega að undanförnu hefði uppsagnir verksamninga átt sér stað. Hann kvaðst engu að síður vonast til að verkefnastaða Loftorku myndi styrkjast áður en uppsagnir þessa fjölda starfsmanna myndu taka gildi.

“Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra sem missa fyrirvinnu sína. Hugur okkar er hjá því fólki en við verðum að vona að úr rætist sem fyrst í efnahagsþrengingum þjóðarinnar,” segir Páll S Brynjarsson.

.............................................

Það verður sífellt erfiðara að vera glaður þessa dagana.  Samfélagið er einhvern veginn að hrynja og margir sem eiga í erfiðleikum.  Ég ætla að leyfa mér að vera dauf í smástund. 

Áslaug mín.... ég hugsa til þín, vitandi ekkert í hvorum hópnum þú lentir.

 


Ég er frá Grímsey - og er stolt af því.

 

.

prúðuleikarar 

.

Hi folks !

Undanfarna daga hef ég verið svo upptekin við að hafa það huggulegt, að ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga.  Blush

En þrátt fyrir vanrækt blogg - eða kannski vegna þess að ég hef vanrækt blogg - eru leti minni takmörk sett og hér hefur verið dugnaður á öðrum sviðum.  Jólin næstum því tilbúin á þessu heimili.  Flestar gjafir keyptar, búin með allar stórhreingerningar sem voru á dagskrá og smákökubakstur fer fram á næstu helgi.

Hlakka mikið til að sjá jólaljósin,  heyra jólalögin og finna ilminn af kökunum.  Það getur vel verið að ég smakki líka.  Hálf hallærislegt að þefa lengi af kökum.  Joyful

.

Inn á milli dett ég í pólitískar hugsanir, eins og líklega allir landsmenn.  Mér finnst hræðilegt að einhverjir Davíðar úti í bæ hafi haft mannorðið af okkur Íslendingum, bara sisvona.  Næst þegar ég fer til útlanda, ætla ég að plata;  "I am from Grims island".  Það er sko ansi nærri því að vera rétt hjá mér.   Ég er að segja Gríms-Ísland á rituðu máli, þótt ég beri það fram sem Grims-æland.  Tounge 

Spillingin á þessari litlu eyju fer svo fyrir brjóstið á mér að ég fæ brjóstsviða !    Það er kannski aðeins orðum aukið að ég fái brjóstsviða en það hljómaði ágætlega, fannst mér - svona eins og það kom á lyklaborðið. 

Er ég kannski að smitast ?  Er ég að verða spillt, lítil, plötuskjóða ?  Pouty

 


Þessi hlustar aldrei á fréttir.

.

Hann er enda alltaf glaður.  Smile

.

algjör sveppur 

.

Við þurfum að passa að festast ekki um of í neikvæðri umræðu.

Munum að leika okkur, brosa og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða, þrátt fyrir allt.

Allavega af og til.   Wink

--------------

Gaman væri að fá sveppavísur.  Joyful

 

 


Getraun.

.

Hérna eru myndir af nokkrum húsgögnum.  Hvað er athugavert við eina myndina ?  Joyful

.

funny-bookshelf 

.

modern-chair-design-furniture_big 

.

chickenlamp 

.

12[1] 

.


Er ég orðin klikkuð ?!!

 

Ég þykist vita að þetta sé ekki alls kostar venjulegt.  Woundering

.

Það fyrsta sem ég hugsaði um, þegar ég vaknaði í morgun var

- ekki kreppan

- ekki sólarlandaferð

- ekki jólin

- ekki fjölskyldan

- ekki peningar

 

...................................

heldur sellerírót    1550

 

og steinseljurót   1560

 

Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush   Blush

.

Til að lágmarka asnalegheitin á þeirri hugsun, læt ég hér fylgja uppskrift;

.

250 g kartöflur skornar í báta
250 g gulrætur skorið í 1,5 cm sneiðar
250 g steinseljurót skorin í 1,5 cm kubba
250 g sellerírót, skorin í kubba
200 g ólífur
250 g laukur, skorinn í báta
5 stk hvítlauksrif, söxuð
60 ml ólífuolía
ítölsk steinselja, söxuð
salt og pipar

ofn_ofnbak_kart2

.


Innihaldslaus pakki.

 

Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar fyrir íbúðareigendur er pakki með litlu innihaldi. 

Hálfgert prump.  Frown

Hér er frétt um málið.

.

Empty_Box_Person_Looking_In

.

Í fyrsta lagi þarf hver og einn að sækja um lánið.  Ég hefði haldið að hin gríðarlega hækkun verðtryggingar yrði leiðrétt á einhvern hátt - fyrir alla.  Woundering

Í annan stað lækkar lánið ekki um eina krónu, sækir þú um - heldur, þvert á móti, er líklegt til að hækka.  Með öðrum orðum;  Þarna er verið að plata fólk til að kaupa  að öllum líkindum hærra lán með þeirri gulrót að greiðslubyrðin sé lægri til að byrja með...... en verði síðar hærri. 
Hvers hagur er það ?  Eða er ég ekki að skilja þetta rétt ?

Æ....... mér finnst vera komið nóg af pólitískum afglöpum.

Fjölskyldurnar í landinu eru það mikilvægasta af öllu mikilvægu.

Grunnþarfir fjölskyldunnar eru fæði og húsaskjól.

Ef til stendur að setja fjölskyldur landsins á hausinn með aðgerðarleysi - og engum til hagsbóta, þá kýs ég að kjósa eitthvað annað í næstu kosningum en ég gerði í þeim síðustu.

-----------------

Sparisjóður grínista og nágrennis - banki fólksins.   Halo

.

P.s.  Ef enginn verður búinn að axla ábyrgð og segja af sér fyrir jól.......

..........  þá segi ég bara af mér !  W00t   


Geir og Grani.

Nú er ég orðin örlítið pirruð á þeim karlskunkum Geir stýrimanni og Grana (lesist Davíð) skipstjóra.

 GetLost

Þeim hefur verið treyst fyrir þjóðarskútunni í langan tíma og það fór nú ekki betur en svo að þeir sigldu henni á fylleríi á Hollensk/Breskan dall og koleyðilögðu bæði skútuna og dallinn.

Skipstjórinn situr ennþá í matsalnum og úðar í sig kleinum, ropar og horfir á sólsetrið.  Á sama tíma kennir stýrimaðurinn flugumferðarstjórn um allt saman.

Þetta var altså alls ekki þeim að kenna.  Bara einhverjum öðrum.

Þeir sjá því enga ástæðu til að taka einhverja ábyrgð.  Iss, þetta var þó ekki nema ein þjóðarskúta og eitt orðspor.  Who gives a shit ?  Whistling

Því sitja Geir og Grani sem fastast í björgunarbátnum og ætla, af sinni alkunnu snilld, að stjórna honum en samt hafa þeir ekki haft nokkurt vit á,  að taka með sér árar eða ákveða í hvaða átt þeir ætla !

...........

CartoonWholeyBoat 

.

Mig langar svo svakalega að vita;

Hvað gæti hugsanlega verið nógu slæmt til að Davíð segði af sér ?  Woundering

Allavega ekki eitt stykki þjóðargjaldþrot og annað stykki ónýtt orðspor Íslendinga.

.

Æjæjæjææææ.  Pouty


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Ágúst.

 

Nú skil ég ekki.  Pouty

Fyrir hálfum mánuði sagði Geir harði að við fengjum líklega lánið frá IMF fimmtudaginn 30. október.

Síðan, þegar það kom ekki, hélt hann að það kæmi á mánudeginum 3. nóvember.

Allt í góðu með það....... nema hvað........

Samkvæmt fréttum í gær sendu þeir umsóknina frá sér fyrir viku síðan.... 4. nóvember.  Shocking

.

Skilningsleysi mitt verður líklega að skrifast á litla hagfræðikunnáttu mína.

Ég hef bara alltaf haldið að venjan væri að senda inn umsókn fyrst og fá afgreiðslu svo.

Stjórnmálamenn í dag....... dæs.  Pinch

...........................

.

.

Einn fyrir svefninn;

.

Allir strákarnir voru að dansa við stelpur nema Ágúst

hann var að dansa við strákúst. 

.

1010_woman_dancing_while_mopping_a_floor

.


Ómótstæðilegt bros.

.

bundle-of-joy 

.

Tillaga dagsins;  Að ganga til næsta manns og senda honum þitt fallegasta bros - án skýringa.  Grin

Koma svo aftur og segja frá viðbrögðunum.  Wink


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband