Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ekki arfavitlaus heldur vita arfalaus.

 

Nú er ég ekki lengur arfavitlaus heldur vita arfalaus.  Þessi fallegi sólskinsdagur fór semsagt í arfahreinsun.  Ég komst að því í dag að íbúar á lóðinni minni eru öllu fleiri en ég hafði áður talið.  Ekki það að ég sé búin að telja þá samt en maður segir bara svona.  Woundering  Þessir áður óþekktu íbúar halda sig mest neðanjarðar en kíktu þó upp, einn og einn í dag.  Sumir þeirra eru extra large og allt að því king size.  Því get ég reiknað með að þeir hafi það allverulega huggulegt í nábýli við mig, feitir og pattaralegir.

Ég er að tala um ánamaðka.

.

joke-worm-breath 

.   

Tilraun dagsins;  Prófaðu að segja upphátt ÁNAMAÐKUR á norðlensku.

Við sunnlendingar segjum ánamaþþkur en norðlendingar segja ánamaððkur.  Ferlega fyndið að heyra það þannig.  LoL   Eða það finnst mér.


Ljóð.

.

426362238_701dbc69a6 

.

Guðdómlegir litir ljóma
ljúfir tónar birtast mér á ný
Skyldu englaraddir óma
á bakvið gullin himnaský ?


Allt í blóma í Oklahoma.

 

Það er af sem áður var.

Einu sinni hefði ég þrætt eins og sprúttsali ef einhver hefði fullyrt að ég væri með græna fingur.

Nú er öldin önnur og það er ekki nema sanngjarnt að þið fáið að sjá afrakstur ræktunar minnar þetta sumarið.  Cool    Ég meina það.  Þetta spratt bara lífrænt upp úr moldinni, án allra aukaefna.  Það eina sem þurfti var spjall mitt úti í garði við blómin og býflugurnar.  Wink

.

grfingur 

.

Verst að ég lærði ekki að vera plöntusálfræðingur.  FootinMouth    Árans !


Tilvist og heimspeki.

 

Mér finnst heimspekileg lífssýn Ólafs Stefánssonar afar falleg.

Hann segir í Fréttablaðinu í dag að hann aðhyllist svokallaða Listaverkakenningu:

"Samkvæmt henni ert þú að mála flott verk sem verður ekki tilbúið fyrr en þú deyrð.  Þá er bara að sletta á það sem flestum litum, sumir eru dökkir, aðrir eru litir sorgarinnar og enn aðrir litir eru frábærir.  Svo er bara að reyna að búa til "harmóníu" úr þessu öllu, vinna eins vel úr hverjum lit og hægt er og gera þetta sem fallegast.  Listaverkasamlíkingin byggir á því að taka óhamingjuna inn sem hluta af verkinu jafnt sem hamingjuna og gera litríkt, fallegt listaverk sem er bara þú".

Abstract_Oil_Painting__Group_Oil_Painting__Gallery_Wrapped 

Hér koma svo mínar eigin pælingar; 

Samkvæmt minni trú erum við öll peð í einu stóru tafli og öll skiptum við jafn miklu máli.  Ég hef kynnst sorg og tel að sorgarúrvinnsla sé töluvert auðveldari, nái maður að sjá hlutina í því ljósi að öll séum við ódauðlegar sálir - og að þeir sem farnir eru, séu staðsettir í annarri vídd, mætti jafnvel segja öðru "herbergi" og að við munum hittast þegar þar að kemur.   Hvort sem þessi kenning mín er rétt eða ekki, er ljóst að hún hjálpar mér í þessu lífi.  Ég er samkvæmt þessu, tímabundið aðskilin þeim sem ég hef elskað og eru látnir.  Sú trú hjálpar mér líka til að hræðast ekki dauðann. 

Að tileinka sér trú sem hjálpar manni í gegnum lífið, er ekkert nema gott.  Ef mín tilgáta reynist röng og ekki er líf eftir dauðann,  þá verð ég hvort eð er steindauð þegar það kemur í ljós og hef ekki hugmynd um það.  Joyful  Þessvegna ætla ég að trúa þessu fram í rauðan dauðann.

 

 


Það þarf nú að kenna borgarstjóra að kyssa mömmukoss.

 

Það er auðvitað ekkert nema frábært að taka svona vel á móti strákunum okkar - EN.... við hefðum getað gert betur að mínu mati.  Og ..... Whistling ..... Gerum okkar gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta !

Hefst þá lesturinn;

Þjóðsöngurinn..... hvar var hann ?  Ég vildi heyra hann í flutningi karlakórs.

Páll Óskar var engan veginn viðeigandi og persónulega fannst mér hann kæla fagnaðartilfinninguna.

--------------

Ef ég hefði skipulagt móttökuna, þá hefðu íþróttafréttamenn tekið á móti strákunum upp á pallinn og forsetinn ásamt sinni ektafrú heilsað köppunum.

Hvað í andsk.... eru stjórnmálamenn að baða sig í ljóma handboltastrákanna ?  Það fer meira en í taugarnar á mér að þegar Ísland vann Spán, voru hvorki meira né minna en 5 sjálfstæðismenn sýndir fagna í fréttatímanum um kvöldið.

Í móttökunni í kvöld voru ráðherrar í röðum á pallinum og borgarstjóri Reykvíkinga með skakkan stút á vörum stóð þarna eins og stútkanna.  Kommon....... þetta er hátíð allrar þjóðarinnar og af hverju var þá ekki oddvita Raufarhafnarhrepps boðið upp á pall ?  GetLost  Ef Ólafur væri borgarstjóri í dag, hefði honum þá verið boðið ?  Ætli það.  FootinMouth  

En nóg af rausi.

Velkomnir heim strákar mínir.  Þið eruð laaaangbestir.  Wizard


mbl.is Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Móðurást.

.

AA992~Mothers-Love-Posters 

.

Svo sterk sú taug á milli barns og móður
magnaðir þræðir - ósýnilegur fjársjóður
móðurást sem regnbogans fegurstu litir
Ég elska þig - og gjarnan vil þú vitir.
  Heart

 

Elskið líka ykkur sjálf, makann, náunga ykkar, nágranna og skattstjóra. (Alltaf fer ég yfir strikið) Pinch 



Hef ekki hundsvit.

 

Í vor fluttu sonur minn og tengdadóttir að heiman.  Dálitlu seinna varð ég sjampólaus en sá að tendadóttirin hafði skilið eftir sjampó og hárnæringu á baðinu.  Ég hugsaði með mér að hún hlyti að hafa gert það viljandi.  Henni þótti kannski þetta sjampó ekki nógu gott eða eitthvað.  Því tók ég slurk af sjampóinu og notaði það í neyð minni.  Ekki kom ég því í verk fyrr en nokkru seinna að kaupa nýtt sjampó svo ég notaði sjampóið nokkrum sinnum og fannst það bara nokkuð gott.

.

Áðan, þegar dóttir mín er að fara í sund, spyr hún mig hvaða sjampó hún megi taka ?  Ég bendi á sjampóbrúsann góða sem ég hafði notað nokkrum sinnum.  Dóttir mín horfir þá á mig stórum augum og segir;  "En mamma, þetta er hundasjampó."

.

Ég get hikstalaust mælt með Pet Silk Moisturizing Shampoo.  Wink 

.

 

.hundasjampó

.

En viðurkenni jafnframt að ég hef ekki hundsvit á snyrtivörum.


Hef aldrei grátið svona mikið af stolti.

 

Á föstudaginn var komu vissulega tár í augun, þegar Íslendingar unnu Spánverja.  Það reyndist þó bara vera æfing hjá mér fyrir daginn í dag.  Tárin streymdu niður kinnarnar allan tímann sem að verðlaunaafhendingin var.  Ég er bara alveg útgrátin og þakka næstum því fyrir að við fengum ekki þjóðsönginn líka.  Þá hefði ég sennilega fengið ekka líka !  Smile

Mér fannst strákarnir spila alveg ágætan leik í dag en markvörður Frakka reyndist okkur ofjarl.  Það er nánast ekki hægt að sigra leik þegar markvörður tekur 23 skot og restin af franska liðinu spilar jafn glimrandi vel og það gerði.  Ég held að ekkert annað lið í keppninni hefði getað unnið það franska í dag.

Ég er alveg drullustolt af strákunum okkar.  InLove

TIL HAMINGJU !

.

landslidid 

.


mbl.is Voru afar stoltir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndagáta.

.

Scubapro%20Gloves 

.

PL107~Teddy-Bear-Drying-Posters 

.


Færeyingar halda líka með strákunum okkar.

.

c_documents_and_settings_karl_th_birgisson_my_documents_my_pictures_vefur_landsli 

.

50 þúsund Færeyingar munu fylgjast með úrslitaleik Íslendinga og Frakka á sunnudaginn kemur. Þetta segir Georg Eystan sem sendi þetta fallega skeyti til Íslands eftir sigur okkur á Spánverjum.

Ísur og sól:

Tað fullu mørg gleðistár úr augum tá frændur okkar, Ískaldu handbólta-víkingar sendu spánverja heim til sóllanda.

Veit ekki, um Danir og hinir norðbúðar halda með Íslandi, tó veit eg, að 50.000 manns með hjarta á rettum staðið, halda með bræðratjóð okkar, og Sunnudaginn komandi, stendur allt stillt í Færeyum, tá Ísland vonandi fær gullið.

Til hamingju Ísland

Georg Eystan

(tekið af vísi.is)


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband