Aurar

Ég fékk í morgun póst frá Páli nokkrum Georgssyni frá El Salvador.  Kauđi er bankastjóri í London og hann á í nettum vandrćđum núna.  Hann ţarf semsagt ađ losna viđ 26 milljónir punda í hvelli.  Samkvćmt myntbreytu munu ţetta vera ţrírmilljarđar og fjögurhundruđ og fimmtán milljónir.  Ţannig er mál međ vexti ađ einhver Michael McGuigan stofnađi hjá honum reikning áriđ 1998 og síđan áriđ 2002 hefur engin hreyfing veriđ á ţessum reikningi og Mikki bara finnst ekki ţótt búiđ sé ađ leita fjórum sinnum í kringum allt húsiđ.  Nú langar Palla ađ vera góđur og vill gefa mér 30% af ţessum aurum - slefar yfir milljarđ.  Ţađ eina sem ég ţarf ađ gera er ađ taka viđ ţeim og setja ţá í ţvottavélina og senda honum svo aftur 70 prósentin.  Ekki flókiđ.  Mér var hins vegar kennt ţegar ég var yngri ađ ég ćtti ekki ađ tala viđ ókunnuga.  Svo vantar mig heldur ekki milljarđinn ţví mig langar ekki ađ vera Formađur öryggisráđs S.Ţ.  Ţessvegna hef ég, eftir örlitla umhugsun, ákveđiđ ađ áframsenda ţennan póst á Dóra.  Ef hann er nú ţegar orđinn Formađur og vantar ekki aura, ţá getur hann kannski áframsent ţetta til Elliheimilisins á Bolungarvík og bćtt ađeins fyrir brot Sivjar vinkonu sinnar.

Skil samt ekki hvar Salvador-Palli fékk emailiđ mitt ?

 

Skyldi ég nú ţegar hafa spurst út út !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfiđ

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 342779

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband