Stríðinn.

 

Fyrrverandi tengdafaðir minn var mjög stríðinn eins og ég hef áður komið inn á.

Eitt sinn átti hann í rökræðum við mann, sem staddur var í Ólafsvík, á vörubíl með fullfermi af möl.  Tengdó var staddur í Borgarnesi. 

Þá greindi á um hve mikið bílfarmurinn vóg.  Eftir nokkrar þrætur um þyngd hlassins, sagði tengdó:

"En þú veist að það er mælt í Farenheit hér en Celsius þarna" ?

Hinn, snöggur upp á lagið og þóttist yfirleitt vita allt, hnussaði;

"Já, veit ég vel, veit ég vel,  en ég er samt viss um að þyngdin er rétt hjá mér" !

 

escalatemp

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Kíló - Celsius - Fahrenheit... hver er munurinn... hún snýst nú samt... 
má ég vera smá forvitinn, þú ert Snæfellingur segir þú... ertu frá Ólafsvík?

... brummm... skítaverður hér á Akureyri... ert þú  ekki í kvöldsólinni?

Brattur, 13.7.2007 kl. 20:25

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Það er búið að klukka alla í kringum mig..... hvað á ég að gera?

Eva Þorsteinsdóttir, 13.7.2007 kl. 20:28

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eva:  Mér finnst þú vera búin að gera meira en nóg, hafandi verið í feluleik í viku.

Brattur Ástríkur:  Neibb, er úr Miklaholtshreppnum.  ÁFRAM Í.M. !! 

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 20:36

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó...... ég er eins og karlmaður, get gert eitt í einu.    Klára að svara hérna: 

Borgarnes:  skýjað, gola, hiti 14 stig.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Brattur

... Miklaholtshreppir hmm... frægir fyrir eggjabú m.a. - ég er alltaf svo óklár á suðurlandsundirlendinu... hvernig liggur þetta aftur hmm... ég vann einu sinni í Aratungu... er það ekki einhversstaðar í námunda hmm...

... ég verð eiginlega að rísa upp fyrir karlpeninginn og svara fullum rómi... að við getum sko alveg gert fleira en eitt í einu... einu sinni reimaði ég t.d. mig skóna og klappaði Káti í leiðinni....

Brattur, 13.7.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Brattur Ástríkur Rugludallur Kexlákur Sultukrukka !

Miklaholtshreppur er á Snæfellsnesi.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 21:15

7 Smámynd: Brattur

hmm jaháá... af hverju hefur enginn minnst á það fyrr... eru nokkrar veiðilendur þarna sem þú hefur aðgang að

Brattur, 13.7.2007 kl. 21:20

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvað þarft þú að veiða ?

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 21:24

9 Smámynd: Brattur

... bara eitthvað girnilegt í kvöldmatinn...

Brattur, 13.7.2007 kl. 21:32

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er verslun þarna !

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 21:33

11 Smámynd: Brattur

... neibb... ég lifi mest á villibráð...

Brattur, 13.7.2007 kl. 21:38

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég gæti nú leyft þér að veiða rabbarbara í garðinum hjá mér.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 21:42

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú klæði ég mig úr bullgallanum..... bíddu.........

Heyrðu vinur minn...... ég skal bara athuga hvort ég get reddað þér veiðileyfi, ha.   Lofa engu, en reyni mitt besta.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 21:45

14 Smámynd: Brattur

... now we´re talking... ég er svo veikur fyrir sultum... að ég myndi leggja á mig mikinn krók fyrir góða rabarbarasultu... bakar þú þá ekki pönnukökur meðan ég sulta hmm?

Brattur, 13.7.2007 kl. 21:45

15 Smámynd: Brattur

... í alvöru... ég er nefnilega hálf sjúkur... á ekki veiðileyfi fyrr enn 21.ágúst og það er lannnngt þangað til...

Brattur, 13.7.2007 kl. 21:48

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú jú, ég kann það.

Við getum sultað og bakað pönnsur á daginn, meðan við ferðumst um landið með "Tiny little Bratt show" og sýnum steppdansa á kvöldin.

What a business ! 

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:02

17 Smámynd: Brattur

... og lifum "happily ever after..." þetta er málið... varstu hvort sem er nokkuð að spá í eitthvað annað....

Brattur, 13.7.2007 kl. 22:23

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jæja !

Þú ert greinilega OF mikill veiðimaður.   Sjálf hef ég ekki hundsvit á veiðum þar sem ég geri ekki einu sinni flugu mein.  Skv. upplýsingum sem ég viðaði að mér, er bannað að veiða núna, nema kannski sjófugl.  Því sting ég upp á því, að þú kaupir þér veiðileyfi í vatnasvæði Lýsu og veiðir fisk þar.  Síðan er ég búin að tryggja þér leyfi í gæs þegar það verður leyft í ágúst.

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:34

19 Smámynd: Brattur

noh... er hægt að vera OF miklill veiðimaður... ég veiði mér bara til matar og sleppi silungum ef þeir eru of litlir og magrir... veiði ekki fugla og er á mót hvalveiðum... vildi stundum að ég væri aðeins harðari af mér... og pínulítið meiri töffari...

Brattur, 13.7.2007 kl. 22:38

20 Smámynd: Brattur

... en (lenti í því að klappa Káti og gleymdi að klára) Vatnasvæði Lýsu.. hvernig ber maður sig að... hvar pantar maður veiðileyfi og hvað stendur til boða...

Brattur, 13.7.2007 kl. 22:40

21 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Veiðir þú ekki fugla ?   En þú sagðir "villibráð".  Ruglar mig alveg í rímíníinu.

Hérna eru allar upplýsingar:

http://www.lax-a.is/islenska/island/stangveidi/silungsveidi/vatnasvaedi-lysu-svaefellsnesi/

Anna Einarsdóttir, 13.7.2007 kl. 22:51

22 Smámynd: Brattur

... nei eiginlega ekki... mér finnast fuglar svo fallegir... þú veist að ég er hálfur villimaður og háflur rómantíker... en allt sem er villt og ótamið heillar mig samt... wish I could fly but I can´t even  swim...  (en samt er ég rosa góður sundmaður...)...

Brattur, 13.7.2007 kl. 22:57

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok, ég skal taka gæsaveiðina fyrir (boru) Brattan  , get líka slitið upp nokkra silunga í leiðinni

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.7.2007 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband