Brúðkaupsferðin.

 

Jæja folks.

Á morgun förum við í brúðkaupsferðina.  InLove  Bróðir minn gekk í hnapphelduna í gær og það lukkaðist betur en elstu menn muna.  Brúðurin var með eindæmum flott og þau bæði svo lukkuleg að unun var á að horfa og með að fylgjast.  Happy

.

Leið okkar mun liggja til London á morgun en á þriðjudagskvöld fljúgum við til Egyptalands.  Fyrst þegar brúðhjónin buðu okkur að koma með, héldum við að það væri af þeirri ástæðu einni að við værum svo skemmtileg.  En svo fórum við að lesa okkur til um Egyptaland og þá kom ýmislegt í ljós.  Það eru 3 tegundir af banvænum snákum í landinu og þeir leynast í sandi, klettum og háu grasi.  Ok, þá er skýringin komin.  Við eigum að ganga á undan brúðhjónunum, hvert sem þau fara.  Pouty

.

En það gerir Egyptaland bara ennþá meira spennandi !

.

eygpt-homes1_000 

Við ætlum að ríða út á Salemdýrum.   Já, nema bróðir minn.  Hann fer á Salem light.  Wink

Svo þarf auðvitað að skoða þessa frægu þríhyrninga.......

....... og barina.  LoL

Það er víst einn þrusugóður bar í Egyptalandi.  Hann heitir Ara-bar.

.

Vink vink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vúppí! Góða ferð og skemmtun - sérstaklega á Ara-bar

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Viltu skila hamingjuóskum til Þorgeirs. Aðeins þeir sem þora að taka áhættu upplifa eitthvað skemmtilegt, góða ferð og skemmtið ykkur vel með snákunum.

Kristjana Bjarnadóttir, 11.5.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Höfuðáhyggjur mínar voru náttúrlega í því fólgnar að þú værir að hugsa um að fara að giftast einhverjum Bröttum bloggvini mínum, sem að væri að fara á hausinn.

Ég veit,

Minn vandi er að ég hraðles of hratt...

Steingrímur Helgason, 11.5.2008 kl. 22:41

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góða ferð og skemmtun, ykkar verður sárt saknað.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 22:46

5 identicon

Óska Togga og frú til hamingju.

Númi (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 00:31

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

LOL Nú hló ég upphátt! Þú ert alveg meiriháttar kynjaskepna.. í þess orðs bestu meiningu. Góða ferð og skemmtun í brúðkaupsferðinni hehe ég hef ekki einu sinni komist í mína eigin, hvað þá annara.  Sakna þín strax, komdu heil heim, skella mín.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 00:52

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vaá það er bara ekkert annað! Knús á ykkur öll og til hammó með brósa !

Edda Agnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 01:28

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mæli með Arabar. þar er líka fínn matseðill. bæði marineraðar og léttreyktar úlfaldakryppur.

eigðu góða ferð.

Brjánn Guðjónsson, 12.5.2008 kl. 03:02

9 Smámynd: Einar Indriðason

Góða ferð og góða skemmtun.  Ekki láta snákana bíta ykkur.  (Ráðið nokkra af ara-barnum til að ganga á undan með prikum.... þá ættu snákarnir að bíta þá, en ekki ykkur.... nema ef þetta eru sofandi og latir snákar, sem eru lengi að taka við sér....)

Einar Indriðason, 12.5.2008 kl. 03:32

10 Smámynd: Ragnheiður

Góða ferð Anna mín , rosalega held ég að þetta verði skemmtileg ferð

Ragnheiður , 12.5.2008 kl. 10:19

11 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Góða ferð og góða skemmtun, knús knús

Svanhildur Karlsdóttir, 12.5.2008 kl. 10:43

12 Smámynd: Dísa Dóra

Góða ferð.  Hefur alltaf verið draumur minn að fara til Egyptalands

Dísa Dóra, 12.5.2008 kl. 10:55

13 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

بالتوفيق ان شاء الله

Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.5.2008 kl. 12:20

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

 Góða ferð og skemmtið ykkur vel á arabar

Ásgeir: Good luck with the Will of God

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 13:57

15 identicon

Þetta verður geggjuð ferð!  Til hamingju með brósa, frúna hans og glaðlyndi þitt sem á eftir að halda þessari ferð uppi  Hlakka til að heyra meira! Gúddbæ.....

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:34

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Vonandi verðið þið komin fyrir ammmmælið mitt

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.5.2008 kl. 18:15

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góða ferð og skemmtun!! Ta,ta.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.5.2008 kl. 21:42

18 identicon

Ég sendi Þorgeiri og frú mínar bestu hamingjuóskir og segi góða ferð og góða skemmtun.  Egyptaland, það hlýtur að vera ótrúleg upplifun!

Þorbjörg (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 09:13

19 identicon

Ekki gleyma þegar þú kemur á Ara bar að spyrja hver rak Ara rakara?

Góða skemmtun!

Ásdís (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:15

20 Smámynd: Linda litla

Æði pæði.... vonandi verður þetta flott ferð, sem er víst örugglega víst.

Linda litla, 13.5.2008 kl. 12:04

21 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Ég þekki hjón sem giftu sig á netinu, það er kallað e-gifting.  Þau fóru líka til e-gifta-lands í brúðkaupsferð

Þorsteinn Sverrisson, 13.5.2008 kl. 20:49

22 identicon

Sæl Anna, alltaf svo gaman að lesa hérna Góða skemmtun á ara-bar   og í e-gifta-landi...hahaha

Alva Kristín Ævarsdóttir.







alva (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 00:31

23 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Góða ferð og góða skemmtun....... bið að heilsa þeim á Ara-bar.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 15.5.2008 kl. 23:12

24 identicon

Langaði að kasta á ykkur kveðju ef það skildi gerast að þríhyrningarnir séu með netkaffi og þið kýkjið á bloggið :D En stór knús og kossar... og ég var að sjá commentið á "stórt í vændum" bloggið hjá mér... hmmm ekki alveg strax :) ertu nokk farinn að bíða ??? haha

Kristín Sif (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 17:12

25 Smámynd: halkatla

mundu eftir myndavélinni þegar þú skoðar þríhyrningana

halkatla, 16.5.2008 kl. 23:21

26 Smámynd: Brynja skordal

æðislegt góða skemmtun og njóttu hlakka til að heyra sögur af Ara bar og fl

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 11:59

27 identicon

HÆ Mamma mín....

ég héllt þið ætluðuð að gefa okkur blogg meðan þið væruð úti, er ekki netið komið í þríhyrnings húsin þarna???

common það er komið 2008;)

bestu kv úr 101 rvk Binninn þinn...

Binni (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 14:12

28 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er þetta ekki orðið gott, farið þið Brattur nú að koma heim, okkur fer að leiðast bráðum fjarveran.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.5.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband