Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Vildi bara segja ykkur að.......

 

198

 

.......greidd skuld er glatað fé.  Wink


Hremmingar

 

Það er ekki lengur óhætt fyrir konur að vera einar á ferli í Reykjavík.

 

Fyrir nokkrum dögum, gekk ég eftir Kleppsvegi að kvöldi til og varð fljótlega vör við að það var maður á eftir mér.  Minnug allra fréttanna af nauðgunum og misþyrmingum ýmiskonar, herti ég gönguna.  Lít aftur fyrir mig og sé að hann hefur líka hert á sér.  Ég var farin að strunsa og þakkaði mínum sæla fyrir að vera ekki á háum hælum.  Maðurinn dró samt á mig.  Nú leist mér ekki á og fór að hlaupa.  Hann hljóp líka. Gasp  Vóóó,, ég hljóp eins hratt og ég gat en samt heyrði ég að hann nálgaðist mig, heyrði þungan andardrátt hans rétt fyrir aftan mig.  Skelfingin var yfirþyrmandi.  Ég fann hönd snerta bakið á mér, opnaði munninn til að öskra þegar hann stundi..........

 

 

 

 

 

 

 

 

.......... KLUKK.  Tounge


Skrýtinn samningur.

 

Alltaf á milli jóla og nýárs förum við hópur úr Borgarfirði, til Blönduóss að spila bridge.  Mjög skemmtilegt mót þá, þar sem léttleikinn er í fyrirrúmi og keppnisskapið dempað.   Fyrir þá sem ekki vita, eru allir með makker í bridge..... félaga sem þú lærir á og þarft að láta þér lynda við... ekki ósvipað og í hjónabandi.   Síðan færðu spil og átt með sögnum að lýsa spilunum þínum eins og best þú getur fyrir makker þínum og þið í sameiningu að finna rétta sögn.  

Í fyrra voru, meðal annarra, tveir briddsarar sem aldrei höfðu spilað saman áður.  Annar þeirra fékk ótrúleg spil á hendi...... 7 lauf og 6 spaða og ekkert annað.  Þessi spil voru það góð að bæði var hægt að taka alla slagina með lauf sem tromp, sem og spaða.

Þeir félagar hefja nú sagnir en eitthvað vantaði uppá samskiptamátann því þeir enduðu í 2 hjörtum Pinch í stað slemmusagnar í laufi eða spaða.

Í rútunni á heimleiðinni var mikið hlegið að þessari fáránlegustu sögn ever og til varð þessi vísa:

 

SPAÐAR SEX OG LAUFIN SJÖ

SÁ HANN FRAMTÍÐ BJARTA

EN SIGGI MELDAR....SKRAMBINN, DJÖ ! Crying

ÁTTA SLAGI Í HJARTA. LoL

 


Óttast stubbaflóð í borginni !

 

 

Á Vísi.is var það fyrsta sem ég sá í morgun: "ÓTTAST STUBBAFLÓÐ Í BORGINNI".

Og pólsk yfirvöld eru á sama tíma að rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir.

Flóð af samkynhneigðum ! Gasp

 

lisa-simpson

 

 

Vink vink.........

ég verð að drífa mig áður en flóðið kemur.  Kissing


Buddl.

 

Gillí frænka mín segir að ég hafi sérstakan áhuga á málsháttum og orðatiltækjum - sem er alveg rétt hjá henni.

Sumir málshættir eru gamaldags. 

Með smá nútímavæðingu gæti þessi t.d. litið svona út:

 var:

Allt er hey í harðindum

verður:

Allt er fé í blankheitum.


Ekki vissi ég þetta.

 

Jahérna.

Í fasteignablaðinu í dag er auglýst eign:  Hallakur 4b í Graðabæ.

GRAÐABÆ !

Er ég að missa af einhverju eða er þetta stafsetningarvilla ?

Ég les lengra:

"Opin og rúmgóð 3ja herbergja íbúð í viðhaldsfríu fjölbýli á góðum stað í Akralandinu í Graðabæ".

LoL

Það er ekki um að villast.  Kannski ég flytji þangað.  Gæti orðið fjör. Wink

 

ps.  Ég veit að sum ykkar haldið að ég sé að bulla. Blush  Kíkið bara sjálf í Fréttablaðið í dag, opnið það nákvæmlega í miðju og flettið einu sinni.  SKO !

 


Hundurinn reynir að hafa vit fyrir mér.

Aa001

 

Dóttir mín fékk að gista hjá vinkonu í nótt.  Þar sem ég er í feikna formi, gekk tæpa 10 kílómetra í fyrradag, ákvað ég að ganga með henni til vinkonunnar.  Það er eins og að pissa í skóinn sinn að ganga 4 kílómetra.. pís of keik. 

Hundurinn fékk auðvitað að koma með. 

Á áfangastað kvaddi ég dótturina og lagði af stað heim aftur.  Gekk hálfa leiðina heim með hágrenjandi hund.  Vúúúúhúúúú.  Úhúúhúú.

Og ég heyrði hundinn hugsa: 

"Hvurslags móðir er hún þessi kjelling að gleyma barninu sínu í miðjum göngutúr" ?  


Lífið er leikrit.

 

Í dag skúraði ég og þreif baðherbergið.

Svo settist ég niður, opnaði bjór og horfði á fótboltaleik.

 

Svona er lífið.

Ég er bæði karlinn og konan á mínu heimili. LoL

Mér finnst skemmtilegra að vera karlinn. Wink

 


Staðarskáli.

180px-Organic_Heinz_Tomato_Ketchup

Einu sinni þegar ég var að koma úr Laufskálarétt ásamt samferðafólki, stoppuðum við í Staðarskála til að fá okkur snæðing.  Þetta var á sunnudegi eftir stanslausa gleðihátíð alla helgina.  Ánægt fólk en þreytt og þvælt. 

Í matinn voru hamborgari og franskar.

Ég gekk að skenknum og náði mér í hnífapör, salt og tómatsósu.

Eins og allir vita, kemur tómatsósan sjaldnast með góðu úr flöskunum.  

Smá verkfræðikunnátta dugir...... hrista flöskuna áður en hún er opnuð og þá rennur sósan ljúflega á diskinn.

Það gerði ég þarna í Staðarskála en var á sama tíma að spjalla við ferðafélagana.  Stóð á miðju gólfi og hristi flöskuna eins og mér væri borgað fyrir það.

Skildi ekki af hverju þau æptu. FootinMouth

Tappinn hafði verið laus.

Salurinn leit út eins og eftir mikið blóðbað.  Ég hafði hrist alla sósuna úr flöskunni.  Það var tómatsósa á gólfi, veggjum, borðum og stólum. Blush

 

Úps !  Smile 

 

fyr_hunathing

Staðarskáli á góðum degi.


Föstudagsgrín.

 

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og
einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?"

Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á
þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig
Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna
skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum
svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað
barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina.

Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og
saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem
pabbi hans sagði honum.

Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn
í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af
henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína
sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst.
Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni.
Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði.

Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji
hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá
sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er
Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum
skít...


« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 342812

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband