Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hvað skal til bragðs taka ?

 

Ég reif upp njólahelvítið og setti síðan gróft salt í sárið.  Gamalt húsráð.

.

 plan_0012L

.

Þá sagði njólinn;

Það er nú óþarfi að strá salti í sárið !!!

.

Og nú velti ég fyrir mér..... FootinMouth...... á ég kannski að sleppa saltinu ?

.


Hver bankar klukkan 10 á sunnudagsmorgni ?

 

Hver bankar klukkan 10 á sunnudagsmorgni, sagði ég við sjálfa mig þegar bankað var nett á útihurðina í morgun.  Ég gekk til dyra í náttfötunum og opnaði.  Fyrir utan stóð heimilishundurinn sem hafði greinilega sloppið út án okkar vitundar.  Ég skimaði yfir svæðið og sá engan annan.  Hundurinn leit lymskulega á mig og rölti svo inn. 

Notaðu dyrabjölluna næst, sagði ég við hundinn.  Wink

.

Fem 

.

Annars er bara sól í heiði og leti í koti í dag........

.

Depill 

.

....... enda Hvítasunnudagur.   Hverjum datt annars í hug að kalla daginn Hvítasunnudag ?  
Það er svo margt sem maður veit ekki.  Woundering

.

Ég hef t.d. ekki hugmynd um hvað varð um bloggfærsluna sem ég skrifaði í morgun.

Hún bara hvarf !

Ef þú finnur bloggfærslu á víðavangi sem eitthvert vit er í...... þá er það örugglega ekki mín.

Alexandra og Natalía.

kettlI kettlIII

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                                                              Alexandra, Tevez, Natalía.  Ronaldo sefur.

 Ronaldo.                                                                

kettlIIIIkettlV

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Tevez.


Bara ef allir væru svona góðir vinir.

 

Værð og ró, vinátta og ást.  

Þeir fá allir líf...... þótt við verðum þá með 6 kisur í heimili.  Joyful  

.

kisurI 

.

KisurII 

.

KisurIII 

.

kisurIV 

.


Ömmubörnin.

 

Myndir af litlu krúslunum fyrir Írisi, Finn og fleiri kattavini.

.

A 

.

B 

.

C 

.

d 

.

En lífið er hverfult.  Í morgun týndist köttur sonar míns nálægt Landspítalanum í Reykjavík.   Ef einhver sér hann Ronna okkar sem er ómerktur, endilega að hafa samband eða fara með hann í Kattholt.  Heart   Hér er mynd af Ronna sem er frekar hávaxinn ungur fressköttur;

.

Ronni 

.


Það er kominn kettlingur !

 

.

katla 

.

Má ekki vera að þessu........ ég er ljósmóðirin............

Viðbót;

Yngsta dóttir mín gaf mér kettling í afmælisgjöf fyrir rúmu ári síðan.  Hann hefur nú fjórfaldað sig.  Það má því segja að dóttir mín hafi skrambi gott viðskiptavit.  Wink

.

kettlingar 

.


Fara kettlingarnir í vaskinn ?

 

.

Katla 

.

Katla2 

.

Katla heldur til í vaskinum þessa dagana en á meðan brosir Depill sínu blíðasta.

Það væri munur ef við mannfólkið værum jafn áhyggjulaus og dýrin.

.

Depill 

.


Ólétt !!!

 

Litla barnið mitt er ólétt.  Gasp

.

Katla 

.

Hrafnkatla Himinbjörg Gustavsberg er kasólétt.  Þetta litla grey sem dóttir mín færði mér í afmælisgjöf fyrir ári síðan.  Sakleysinginn sjálfur. 

Henni hefur verið nauðgað.  GetLost  Pottþétt.  Hún gerir ekki svona lagað.

Ég var á leiðinni með hana til dýralæknisins til að fá pilluna en mig bara grunaði ekki að kattarómyndirnar í nágrenninu væru svona illa innrættar.

Sveiattann.  Angry

Þegar kettlingarnir koma ætla ég að fá DNA og síðan geng ég hús úr húsi og ber það saman við steggina í nágrenninu.  Sá seki skal fá að mjálma til saka.   Police

.

KatlaII 

.

Vantar einhvern kisu í vor ?  Halo

.


Geri allt fyrir hana.

 

Besta vinkona mín hringdi í gærkvöldi.

Hún spurði;  "Hvað má ég ganga langt"?

Þú mátt ganga alla leið sagði ég.  Nefndu það bara og ég geri það sagði ég kokhraust og vonaði að hún ætlaði ekki að biðja mig að skipta við sig um mann.  Blush  

Ekki það að maðurinn hennar er mjög fínn.  Ég hef bara meiri smekk fyrir mínum.

Hún bar upp erindið;  "Það eru tveir þjóðverjar veðurtepptir í Hyrnunni.  Viltu hýsa þau fyrir mig í nótt"?

Jíhhhhh.  Happy  Ekki málið !

Feginleikinn helltist yfir mig. 

Ég fæ að eiga manninn minn áfram.  Joyful

.

a0009 

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 342784

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband