Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Minning.

 

Kær bloggvinkona, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir,  lést í gærkvöldi.

Það er ótrúlegt hversu sterkum böndum hægt er að tengjast á þessum samskiptamiðli, blogginu.  Guðrún Jóna sýndi mikinn karakter í veikindum sínum.  Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og greind hennar skein í gegn en eftirminnilegust verður hún mér fyrir stuðning og hjartagæsku við þá sem þurftu þess með.  Hafi hún þökk fyrir það.  Heart

Ég votta börnum hennar og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð.

.

candle 

.


Spegill, spegill, herm þú mér.......

 

.

spegill 

.

Mig langar svo að sýna ykkur þennan spegill sem ég fékk í jólagjöf.

Hann er búinn til úr keramik og listamaðurinn er dóttir mín, 12 ára gömul.


Gillí - minning.

 

Gíslína Erlendsdóttir.

Fædd 12. janúar 1961

Dáin 8. nóvember 2007

.

Gillí 

.

Yndisleg persóna.  Heart

.

Í tónlistarspilaranum er lag sem Björgvin Halldórsson syngur, Tvær stjörnur eftir Megas.

Þetta fallega lag mun alltaf minna mig á Gillí.

Mér þætti vænt um ef þið spiluðuð lagið og tileinkuðuð það Gillí um alla framtíð.

.

 


Fyrir 18 árum.....

..... kom lítil stúlka í heiminn.  Stúlkan sú reyndist vera mesti dýravinur í heimi, ljúf, góð og hjartahlý.  Hún fór fyrir tæpum mánuði sem skiptinemi til Bandaríkjanna, þar sem hún ætlar að dveljast í eitt ár.  Daman er ekki bara góð, hún er hugrökk líka. 

Með stolti kynni ég dóttur mína.  Cool

.

Image1      _Image2

.

 

 

 

 

 

.

Image3   Image4

 

 

 

 

 

.

Image5  _Image6 

 

 

 

 

.

Image7  Image8 

.

.

 

 

 

 

 

 

.

_Image9  Image10 

.

 

 

 

 

.

_Image11 

.

 

  _Image12

 

 

 

 

 

.

_Image13 

.

 

   029

 

 

  

 

 

.

 

Til hamingju með 18 ára afmælið Íris mín.  Wizard

Allir að senda henni kveðju !  Wink


Mig dreymdi að ég ætti að skrifa þessi orð hérna;

 

.

Ekki vera sorgmædd þegar ég dey.

.

Ég er bara að fara í kollhnís á annað tilverustig.

.

 

kollhnís

.


Minningarmót um Gillí.

 

Um helgina var haldið golfmót að Görðum í Staðarsveit, Minningarmót um Gillí.

Þar kom saman fjölskylda Gillíar ásamt mörgum af hennar bestu vinum.  

Úrslit í golfmótinu voru eins góð og hugsast gat;

Í þriðja sæti var Egill, bróðir Gillíar.

Í öðru sæti var Þór, vinur Gillíar.

Sigurvegari var svo Ásgeir, sonur Gillíar, sem sést hér taka við farand-verðlaunagrip, sem er horn af Rauðku frá Dal, umvafið silfri og með áletrun um Gillí.

.

ásgeir

Um kvöldið grilluðum við og spjölluðum.  Yndisleg kvöldstund með frábæru fólki. 

Það vantaði bara Gillí.  InLove

 

 


Til hamingju með daginn :-)

.

Sonur minn, Brynjar, kom í heiminn fyrir 21 ári síðan.   Wizard

Hér koma nokkrar myndir úr lífshlaupi hans.   Mamma gamla er auðvitað drullustolt.  Cool

.

Image0004 

bb lítill  .

 jólaball

 

 Image0002

.

Image0003 

.ferming

.

IMG_1602       3

.

 

 

 

 

.


Skopskynið er fast í henni.

 

Maðurinn er svo lítill í samanburði við náttúruöflin.  Þessvegna ber okkur að virða náttúruna.  Um leið og maður þakkar æðri öflum fyrir að enginn skyldi slasast alvarlega í hamförunum í gær, er hugurinn hjá Hrönn bloggvinkonu, sem missti allt sitt innbú í gær en heldur því sem mestu máli skiptir...sínu yndislega skopskyni.  Smile  Blessunarlega virðist ekki hægt að hrista það úr henni.

Þegar svona stórir atburðir eiga sér stað, finnst manni að við Íslendingar séum ein stór fjölskylda.  Næstum því allir.  Einn og einn er ekkert skyldur mér.  Woundering

Knús á línuna.  Wink

.


Vindmylla föður míns.

 

Faðir minn heitinn, hafði mikið hugvit.  Hann var bifvélavirki í sveit og það komu tímar, þar sem hann þurfti að finna sér verkefni.  Oft sátum við saman við eldhúsborðið og hugsuðum hvað hann gæti gert til að afla tekna yfir háveturinn, þegar lítið var að gera á verkstæðinu.  Meðal þess sem hann bjó til í hjáverkum voru dráttarkúlur, snúrustaurar, blómastandar, garðhlið og garðslöngur.

Fyrir um 30 árum datt honum í hug að smíða sér vindrafstöð.  Rafmagn var dýrt á þessum árum og verkstæðið notaði mikið rafmagn.  Næstu 10 árin,  eyddi hann stórum hluta frítíma síns í að byggja vindmylluna.  Jarðhýsi byggði hann utan um rafalinn.  Blöðin á vindmyllunni voru mjög stór.  Ef ég hef skilið rétt er öxull látinn snúa rafal sem getur framleitt rafmagn.  Vindmyllan hans pabba gat framleitt 12kW.  Vindmyllan var tilbúin, að mig minnir, árið 1988.

.

Vindmylla

 

.

Vindmylla I 

.

Vegna óstöðugleika í veðri, hafa vindmyllur yfirleitt hemlunarbúnað til að blöðin snúist ekki of hratt.  Slíkur búnaður var á þessari vindmyllu.  Ég sá föður minn nokkrum sinnum hlaupa upp mastrið til að stöðva vindmylluna ef þess þurfti.  Afar misvindasamt er á þessum æskuslóðum mínum.  Áttir geta breyst á örskotsstundu.  Það gerðist einn daginn með þeim afleiðingum að vindmyllan fór að snúast öfugt, náðist ekki að stöðva hana og spaðarnir fóru af. 

Pabbi fékk nýja spaða en þegar þeir fóru af í annað sinn, alllöngu síðar, gafst hann upp.  Áratugs vinna farin í súginn.  Draumurinn búinn.  Hann var hnípinn þann daginn.

Í dag getur pabbi vonandi kíkt niður af himnum á dóttur sem er ennþá stolt af honum fyrir eljuna og hugvitið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 342840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband