Saga fyrir briddsara.

Það er ekki fallegt að gera grín að öðrum en ég er nú ekki alveg fullkomin svo ég ætla að leyfa mér að gera pínulítið grín að manni einum ónafngreindum. 

Maður þessi spilar bridge, er nýbyrjaður og annálaður fyrir að vera lítið skemmtilegur.  Ég var satt að segja búin að hlakka dálítið til að spila við hann og sjá hvort hann væri eins leiðinlegur og af var látið.   Fyrir þá sem ekki þekkja bridge, þá er EITT LAUF lægsta sögn sem til er og hún þýðir að það er lauf tromp og sagnhafi á að taka sjö slagi.  Nú, þessi maður sagði eitt lauf og það var sagt pass allan hringinn.   Svo spilar hann spilið og tautar allan tímann við sjálfan sig:  "nú læt ég hjartaáttuna"  "já, ég drep með tíguldrottningu" "þú setur spaðatvistinn"  "Nú svína ég og set hjartagosann".......... en þetta er auðvitað kostur því maður getur verið staurblindur að spila við karl með svona nákvæmri lýsingu á öllu sem gerist við borðið.  Jæja, hann spilar sitt eina lauf, fær bara fimm slagi og segir þá þessa brilljant setningu: 

"Það er heldur ekki hægt að ætlast til að maður standi svona GLANNASÖGN" !!

 Grin  Ég gat ekki með nokkru móti þurrkað af mér glottið meðan ég spilaði við karl.  Þetta heitir að vera skemmtilega leiðinlegur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 342834

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband