Sláttur er hafinn í Borgarfirði.

 

Þar til fyrir nokkrum árum notaði ég sjálfvirkar garðsláttuvélar, samtengdar skítadreifurum, afar hentug tæki sem bera vinnuheitið hross.  Í garðinn minn fóru þessar græjur reglulega og inntu af hendi (væri kannski réttara að segja inntu af hófum)  garðvinnuna. 

 

Síðan flyt ég og eignast garð sem er svo stór, að virðulegir lögbýliseigendur líta mig öfundaraugum.  Ekki má í þennan garð sleppa hrossum sökum nálægðar við nágranna.  Því fór  ég á stúfana og festi kaup á garðsláttuvél..... eða svo hélt ég þar til sonur minn upplýsti mig um annað.  Eftir miklar hláturrokur hans og bendingar á nýja tækið, lét hann í té þá skoðun sína að þetta væri ekki meira en sýnishorn.  Leikfangasláttuvél !  Svona Bubbi byggir útgáfa.  Pouty

 

slattuvel

 

Í gær tók ég upp "dótið" mitt og hóf slátt.  Fór semsagt að leika mér.   Sprettan góð og það verður að viðurkennast, með semingi, að leikfangasláttuvélin réði heldur illa við blettinn.  Hún drap á sér nokkuð oft og neitaði ítrekað að fara í gang aftur.  Þá greip ég til gamals húsráðs og hristi hana duglega til, sneri henni í hálfhring og gaf henni drag.  Man að heima var sjónvarpið alltaf lamið í gamla daga.  Þetta virkaði vel og blettinn sló ég. 

 

Hann fékk nýtískulega klippingu í þetta skiptið..... pönk. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Tók enginn eftir fyrirsögninni:

SLÁTTUR HAFINN Í BORGARFIRÐI !

Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá hljóp ég inn þegar ég var búin að slá og þvoði mér í framan og tannburstaði mig, tilbúin fyrir pressuna sem situr fyrir þessari frétt á hverju ári.  Ég var örugglega fyrst !  Þeir eru ekki enn komnir.   Ekki einu sinni einn papparass.  Ég er þolinmóð.

Anna Einarsdóttir, 12.6.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ha, ha....

Góður kjúklingur hjá þér í færslunni á undan. Var einmitt rétt í þessu að reyna að sannfæra Huga Hrafn son minn um að borða kjúkling. Hann borðar fisk en ekkert kjöt = myndi auðvelda MÉR lífið ef hann útvíkkaði mataræðið og tæki með fugla. En ég held ekki að myndin þín hjálpi mér í þessu stríði!

Ég læri að lifa með þessu. Hann er jú bara 18 ára og á eftir að vaxa uppúr þessu. Að vísu 193 cm. svo hann vex kannski ekki uppúr einu eða neinu meira?

Ásgeir Rúnar Helgason, 12.6.2007 kl. 19:15

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

1,93 !  Það er nóg Ásgeir.  Gefðu honum bara lítið að borða næsta árið.

Anna Einarsdóttir, 12.6.2007 kl. 19:59

4 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Já er sláttur hafinn í Borgarfirði?????

Arnfinnur Bragason, 12.6.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki bara hafinn Arnfinnur, fyrri slætti er lokið.

Anna Einarsdóttir, 12.6.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Arnfinnur Bragason

...og göngur og réttir á næsta leit?

Arnfinnur Bragason, 12.6.2007 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 342812

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband