Ábót á róbótasögu.

 

Þegar ég átti afmæli síðast, gaf mamma mér sóp-róbót í afmælisgjöf.  Það gerði hún líklega af vorkunsemi við mig.  Ómögulegt að dóttirin þurfi alein að sjá um öll húsverkin.  Enda kom það á daginn að ég var hæstánægð.  Mér fannst svo heimilislegt að hlusta á "kallinn" minn sinna húsverkunum meðan ég lá í baði og svoleiðis. Grin 

Já, ég var ánægð í einhvern tíma.  Síðan lá leið mín til Reykjavíkurhrepps.  Í Kringlunni sá ég aðra tegund af sóp-róbót.  Sá var þeim eiginleikum gæddur að hann ekki bara sópaði rusli og ló saman, hann ryksugaði beinlínis allt upp.   Ó ó !  Ekki get ég nú sagt að mamma hafi haft mikinn metnað fyrir dótturinnar hönd. Blush   

Hún gaf mér VERKAMANNA-SÓP-RÓBÓT !  En þarna sá ég VERKFRÆÐINGS-SÓP-RÓBÓT.  Frown

 

MAMMA !!! Gasp  Hvað ertu að pæla ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha ... þetta er frábært hjá þér. Verkamanna-sóp-róbót ...

Kannski mamma þín upgrade-i í framtíðinni ? 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 00:39

2 Smámynd: Hugarfluga

Hélt mamma þín í alvöru að hún kæmist upp með þetta!!??  hehe

Hugarfluga, 19.6.2007 kl. 08:24

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mamman er greinilega ekki með stórar "ambissjónir" fyrir hönd dótturinnar í vélmennismálum.  Btw. gleðilega hátíð dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 13:12

4 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Já, hver ruglast ekki á verkfræðings og verkamanna, hendir eflaust alla.

Arnfinnur Bragason, 19.6.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Brattur

... vissir þú að ég er ... að ég er ... að ég er róbót... en fyrir utan það að ryksuga og sópa, þá fer ég í búðir og versla í matinn, þá elda ég, vaska upp, þvæ þvotta, læt renna í baðið fyrir eigandann, sæl garðinn, sem ljóð og lög og syng eins og engill... og svo... og svo... nei það er ekki hægt að segja frá öllu... það er verst að það hefur enginn efni á mér...

Brattur, 19.6.2007 kl. 19:30

6 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Jóna Stína vinkona okkar var með konu sem skúrar hjá henni vikulega eða svo.. og heitir sú Veiga. Einhverntíman í forföllum Veigu fékk svo Jóna Stína lánað svona robot eða moppudýr eins og hún kallar hann og var hrifin af. Síðan kíkti hún í kaffif til okkar og tjáði konunni  minni að moppudýrið væri á fullu heima. "Já hvað segirðu" svaraði mín... "er Veiga að skúra hjá þér?" - Síðan er Veiga þessi ævinlega kölluð Moppudýrið. 

Þorsteinn Gunnarsson, 20.6.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 342811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband