Húsráð.

cats_sleeping_positions6

 

Hver kannast ekki við það að vera  á æsispennandi stað í draumi einmitt þegar vekjaraklukkan hringir ?

 

Mig dreymir kannski að ég sé að fara að hitta Elton John og Phil Collins.   Alla nóttina er undirbúningur í gangi... ég greiði mér og fer í mitt fínasta púss.  Stóra stundin nálgast.  Ég keyri heim að húsinu þar sem þeir dvelja.  Spennan magnast og tilhlökkunin ólgar í mér.  Ég geng óstyrkum skrefum að útidyrahurðinni.... dyrnar opnast.... og þá.............

hringir helv. vekjaraklukkan.  W00t

 

Nú er ég búin að finna lausn á þessu vandamáli.  Wink

 

Ég er vön að vakna klukkan 7.00 en núna stilli ég vekjaraklukkuna mína einfaldlega á 7.05 .... og ég næ að klára drauminn minn.  Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð hugmynd.. þú ert svo sniðug .................

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.2.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Bráðsnjallt... en skyldi þetta virka? Ég kannast einmitt við svona vonbrigðavakningu og aldrei þýðir neitt að snúa sér á hina og reyna að klára drauminn. Hann er farinn. Láttu endilega vita hvernig þetta gengur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:08

3 identicon

Þú ert náttúrulega BARA klár sko! 

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég á mér enga drauma , dreymir aldrei neitt  - eða bara sef svona vel , kannski bara of jarðbundin

Kristjana Bjarnadóttir, 13.2.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Að þér skyldi detta þetta í hug, þú ert auðvitað snillingur.  Ég á í talsverðu basli með bænirnar mínar, sofna alltaf áður en ég kem að brauðinu.  Kanntu einhver ráð handa mér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.2.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jájá Ingibjörg.  Farðu með morgunbænir. 

Anna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:31

7 identicon

HA HA HA HA HA HA Annað snilldar ráð í boði Önnu Einars!! 

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 21:37

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er líka lausn á martröðum, stilla klukkuna á 06:30.

Þú ert einstakur snillingur Anna

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.2.2008 kl. 22:00

9 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehe þú er frábær

Svanhildur Karlsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:06

10 Smámynd: Brattur

... Anna, vantar smá ráð hjá þér varðandi drauma... mig dreymir oft að ég sé að fara í veiðiferð... en gleymi alltaf veiðistönginni heima... hvernig á ég að muna eftir stönginni???

Brattur, 13.2.2008 kl. 22:18

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Farðu fyrr að sofa en þú ert vanur.... uppgötvaðu að þig vantar veiðistöngina og hafðu þá tíma til að sækja hana, koma þér á staðinn aftur og veiða. 

Anna Einarsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:25

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

snilldarráð....aldrei hefði mér dottið þetta í hug.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:32

13 identicon

Brilliant ráð, þetta á eftir að gagnast mér vel ...

Brattur þú gætir líka tekið veiðistöngina með í rúmið .. ég stalst einu sinni til að fara í stígvélunum í rúmið ... soldið langt síðan reyndar ... ... mamma skammaði mig daginn eftir ...

Maddý (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 07:42

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ekki komið tómum kofanum hjá þér Anna mín, þegar fólk vantar góð ráð.

Halldór Egill Guðnason, 14.2.2008 kl. 08:50

15 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Nú er ég klædd og komin á ról,

Kristur Jésús, veri mitt skjól.

Í Guðsóttanum gangi ég,

í allan dag svo líki þér.

Anna, þetta er auðvitað alveg frábært, svo bæti ég við í hljóði bæninni sem Drottin kenndi oss. Svona fyrirfram kvöldbæn, og síðan munu allir postularnir raða sér í kringum mig, þegar ég fer að sofa.  Hvernig var versið?

Pétur og Páll á miðri mér,

og Markús til fóta. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.2.2008 kl. 09:39

16 Smámynd: halkatla

hehe, kannast alltof vel við þetta hvimleiða vandamál.

halkatla, 14.2.2008 kl. 10:05

17 Smámynd: Dísa Dóra

haha góð.  Eins gott að þeir verði þá ekki seinir

Dísa Dóra, 14.2.2008 kl. 11:11

18 Smámynd: Brynja skordal

Alveg snildar ráð En æðisleg kisa vildi alveg láta hana kúra hjá mér og dreyma kisudrauma

Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 18:21

19 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað ætli kisur dreymi?

Halldór Egill Guðnason, 15.2.2008 kl. 00:14

20 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Harðfisk.

Anna Einarsdóttir, 15.2.2008 kl. 00:18

21 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Með smjöri?

Halldór Egill Guðnason, 15.2.2008 kl. 00:36

22 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 342780

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband