Norskt Rommý á Íslandi.

 

Í gærkvöldi var land lagt undir bíldekk (fót) og Edda bloggvinkona og hennar maður voru heimsótt.  Ekki var að spyrja að móttökunum.... höfðinglegar í alla staði.  Við spjölluðum, átum, drukkum og öttum kappi í Norsku rommýi.

Í Rommýinu kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.  Félagar í skákklúbbi bloggara með tattoo, virðast ekki eins fjölhæfir og áður var talið.  Þeir töpuðu fyrir eina "ekki félaganum", manninum hennar Eddu, sem spilaði af öryggi og sigraði með glæsibrag.

Sérstaklega slaka frammistöðu sýndi Brattur.  Hann var ekki brattur þegar stigin höfðu verið talin og er ekki ofmælt að hann hafi verið mér til skammar.  LoL 

Við Brattur (sem ég mun framvegis kalla "fúll á MÓTI") þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til næsta móts.  InLove

Hvaða mót skyldi verða fyrir valinu næst ?  Hverjir munu mæta ?  Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað í næsta þætti.  FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe æj úpps....Brattur óheppinn að ég var ekki með, ég hefði þá tapað hehe

Ragnheiður , 16.3.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ja hérna! Ekki vissi ég þetta.

Edda Agnarsdóttir, 16.3.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Brattur

Ég fór fullur bjartsýni á Rommýmótið... enda í góðu spilaformi að ég hélt... en oft snúast spilin í höndunum á manni og þau gerðu það svo sannarlega í gærkvöldi... ég bara tapaði hverju spilinu á eftir öðru og lenti kylliflatur á botninum... í neðsta sæti... þar sem ég er baráttuhundur og keppnismaður þá voru þessi úrslit náttúrulega kjaftshögg...
...ég sem er annars svo góður að spila...

Annars er ég bara orðinn Brattur aftur... formaðurinn hefur hlúð að mér í allan dag...
Óheppinn í spilum, heppinn í ástum... það er mín lukka

Ég þakka Eddu og hennar sigurvegara,fyrir góðar móttökur og skemmtilegt kvöld

... en koma tímar og koma ráð...

Sting upp á að næsta mót verð SUNDMÓT.... tel mig eiga nokkuð góða möguleika þar, a.m.k. í kafsundi... hvað segir fólkið?

Brattur, 16.3.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég skal keppa í björgunarsundi   .... og er þá sú sem þarf að bjarga.

Anna Einarsdóttir, 16.3.2008 kl. 15:35

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já mér líst vel á það! Þá er hægt að hafa það í Borganesi og borða í nauthól.

Edda Agnarsdóttir, 16.3.2008 kl. 18:08

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Já, til hamingju með það!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.3.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 342818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband