Ég er ólétt.

 

Í dag er ég búin að velta fyrir mér, hvaða hroðalega hrekk ég eigi að fremja.  LoL

.

Ég byrjaði reyndar í morgunkaffinu og tók vinnufélaga "á teppið".  Kallaði á hann og bað hann að fylgja mér á skrifstofuna mína, grafalvarleg á svip.

Síðan lét ég hann bíða meðan ég svaraði í símann og sá að hann varð ögn óstyrkur.  Þegar ég hafði lagt á, liðu 10 sekúndur í nærri óbærilegri þögn þar sem ég horfði á hann með hrukkað enni.  
Síðan sagði ég "1. apríl".  Tounge

Hann hló og við gengum niður aftur.  Ég kallaði á næsta vinnufélaga og endurtók leikinn.  Sá viðhafði verulega ljótt orðbragð þegar ég sagði honum erindið.  Það er ekki hafandi eftir.  Joyful

Þasso gaman að stríða.

.

Pouty  En það er ekki allt búið enn.  Vinnufélagi minn, pólskur, sendi mér sms. (ritað með hans hætti) 

"Godan daginn Ania.  How are you?  I have a question about new 4 new guys to work.  How long time they will live in us apartment ?  This is problem, because it´s 8 guys there together.  Can you ask Siggi?  Takk.  Have a good day".

.

Já, hugsaði ég.  Þeir voru bara 4 í íbúðinni síðast þegar ég vissi.  Nú hefur einhver í fyrirtækinu alveg gleymt að tjá sig.  Ég hringi í Sigga og spyr hann.  Hann, eins og ég, hefur ekki hugmynd um hvaða fjórir gæjar þetta eru og hann segir mér að hringja bara í pólverjann og spyrjast nánar fyrir um þetta.  Rétt í sama mund og ég hringi, hringja bjöllur í kolli mínum.  Við höfðum bæði verið plötuð. Blush

.

-----------------------------

Ég ákvað fyrr í dag að segja opinberlega frá því hér, að ég er ólétt.

ÓLÉTT.  Grin

 

.

-----------------------------------------

En það eeeer ljótt að plata.

Ég segi því bara satt;   

Ég er létt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hva...... trúir því enginn að ég sé létt ? 

Anna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Þórunn Ella Hauksdóttir

Nei, ég held að þú sért bæði.

Þórunn Ella Hauksdóttir, 1.4.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þú ert geggjuð - ég fékk vægt áfall og hugsaði vaá hún er ekki lengi að þessu! En ég segi bara eins og einhver þekkt sagði um daginn við ráðum þessu ekki alveg! Samt hefði þetta verið spennandi með tilliti til þess að Þráinn Bertelsson var eikkað að tjá sig í kvöld að besti aldurinn til að eiga börn væri líklegast á aldrinum 38 til 42 ára. Sumir ala upp börn í eldri kantinum og yfirleitt verða þau börn allt að því göfug!

Edda Agnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Tófulöpp

Létt og slétt brandarakerling!

Tófulöpp, 2.4.2008 kl. 01:15

5 Smámynd: Tiger

  Þú hefur átt þokkalega skemmtilegan dag greinilega, létt eða ólétt - þannig séð. Jamm, þú ert nú meiri brandarakerlingin ljúfust.. knús á þig.

Tiger, 2.4.2008 kl. 01:35

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.4.2008 kl. 06:04

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hvort sem þú ert, þá ertu allavega mjög nett og pen Anna. Þetta minnir mig á þegar ég átti súkkulaði molann minn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.4.2008 kl. 07:24

8 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 2.4.2008 kl. 08:34

9 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Samkvæmt "biluðu" vigtinni í Vesturbæjarlauginni er ég "ólétt"

Erna Bjarnadóttir, 2.4.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 342817

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband