EM í fótbolta.

 

EM í fótbolta er nú hafið eins og allir vita.  Þá taka menn sér jafnvel frí til að geta horft á hvern einasta leik. 
Sumir skilja við konurnar sínar af þessu tilefni, þ.e. ef konurnar eru ekki búnar að drepa mennina sína áður.... af sama tilefni.
Það hefur allavega gerst í útlöndum.  EM er því örlagavaldur í lífi fjölda fólks um allan heim.
Við mannfólkið erum nú alveg furðuleg, það verður ekki frá okkur tekið.  FootinMouth

.

Með hvaða liði heldur þú ?

.

1769665627_71f472bf45

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Get ekki valið á milli; Frakklands, Þýzkalands eða Hollands.........

En þú?  

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fatta þeir það nokkuð þó maður haldi með þeim öllum þangað til þeir detta út einn af öðrum og þá get ég valið mér nýja - eins og algjör dræsa......

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Hrönn, þeir fatta það örugglega ekki.      Nema þú sendir liði Frakklands aðdáendabréf í tölvupósti með cc til Þýskalands og Hollands. 

Ég held með Portúgal.

Anna Einarsdóttir, 10.6.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Öll lið sem að vinna ítali eru í 'átófav' hjá mér.

Niðurlandamennirnir ljúgandi fljúgandi, mínir menn.

Steingrímur Helgason, 10.6.2008 kl. 14:18

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð!

Spánn!

En ætli fleira hafi ekki hangið á spýtunni hvað varðar þessa skilnaði en bara boltinn og jafnvel þótt hann valdi einvherjum sambúðarusla, þá skorar það nei varla hátt, fjöldin svo gríðarlegur sem fylgist með og það ekki bara í Evrópu heldur um allan heim.

Magnús Geir Guðmundsson, 10.6.2008 kl. 15:21

6 Smámynd: arnar valgeirsson

þó mann langi stundum að eiga tjellingu sko þá er ég gríðarlega hamingjusamur piparsveinn annaðhvort sumar....

ekkert verið að ryksuga seinni part dags og svona. ekkert múður.

takk.

arnar valgeirsson, 10.6.2008 kl. 18:17

7 Smámynd: Ragnheiður

Get ómögulega valið lið en í dag voru vinnufélagar mínir að vorkenna mér þessi ósköp..hvort ég væri ekki að verða vitlaus á þessum bolta ? Nei nei, mest þreytt á að þramma inn í borðstofu með matinn kallsins svo hann geti horft og borðað...

Það datt af þeim andlitið, annars sýnist mér best að Hrönn velji bara lið fyrir mig. Hún er sko með þetta aaaaaalveg á hreinu !

Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 19:35

8 Smámynd: Brattur

Það er Portúgal hérna... Ronaldo spilar miklar rullu með þá ákvörðun... annars sakna ég Tjallanna...

Brattur, 10.6.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 342802

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband