Gefið okkur afnám verðtryggingar í jólagjöf.

 

Góðir Íslendingar !

Oft höfum við, alþýðan í þessu landi, leyst öll möguleg vandamál við eldhúsborðið heima.

Ég hef hlustað á hagfræðinga sem segja að vextir verði áfram að vera háir svo við eyðum ekki öllum gjaldeyri jafnóðum og við fáum erlent lán.  Ég er ósammála.

Við eldhúsborðið heima hjá mér var ákveðið að verðtryggingu þarf að afnema strax.

Vextir þurfa að vera lágir.  Aðeins þannig komum við í veg fyrir fjöldagjaldþrot sem er engum til hagsbóta. 

Þeir sem voru svo heppnir að eiga sitt sparifé á bók, ættu ásamt öðrum að geta tekið þátt í björgunaraðgerðum með því að fá minni vexti á sína inneign.

Varðandi gjaldeyrinn, þá er lausnin sú að Davíð Oddsson má núna fara á sinn eðal-lífeyri.  Í stað þeirra Seðlabankastjóra sem við höfum, þurfum við að ráða menn eins og Jón Sigurðsson og Þorvald Gylfason og konu eða tvær eins og mig.  Blush   Eitt af þeirra hlutverkum á að vera að skammta gjaldeyri áfram.  Hafa smá vit fyrir okkur á meðan við erum að brotlenda.

Við þolum alveg að geta ekki keypt allt mögulegt og ómögulegt í einhvern tíma en þjóðin myndi ekki höndla að verða húsnæðislaus ef allir færu beint á hausinn.  Þangað stefnum við að óbreyttu í þeirri óðaverðbólgu sem spáð er.  Frown

Því biðla ég til stjórnvalda;  Afnemið verðtrygginguna strax og lækkið vexti.  Tryggið að fólkið í landinu fari ekki allt á götuna því það græðir ENGINN á því.

.

Enigma 

.

Ef þið farið ekki eftir mínum ráðum og við missum öll húsnæðið, þá standið þið frammi fyrir ennþá erfiðara verkefni;

Þá þurfið þið að laga veðrið á Íslandi.  W00t 

 

Með ljúfum sunnudagskveðjum,

Anna plat-sparisjóðsstjóri.  Cool

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Heyr heyr!! Þú færð mitt atkvæði í Seðlabankann, Anna sparigrís!!

Hugarfluga, 19.10.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Einar Indriðason

Þú færð sennilega mitt atkvæði líka.  Það er*allt* betra í seðlabankann, heldur en núverandi kóngur.  Afsakið... þetta er prentvilla... á að sjálfsögðu að vera... "kóni".

Einar Indriðason, 19.10.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Anna AÐAL-BANKASTJÓRI...já...þú færð sko mitt atkvæði...

Burt með verðtrygginguna og vaxtavesenið...það væri stór hjálp í því...

Ég meina...ekki einu sinni Siggi stormur hefur stjórn á veðrinu...hvað þá að Dabbi drusla geti eitthvað átt við það þó hann telji sig einhvern OFURgaur...það er ekkert val hérna....hó hó hó....jólagjfin í ár er FUNDIN!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 19.10.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Anna! Ég skal vera hin konan í bankastjórastólnunum

Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Dísa Dóra

Sammála um að verðtrygginguna þarf að fjarlægja - allavega í 1-2 ár svo að einhver heimili hérlendis hafi séns til að sleppa við gjaldþrot.

Dísa Dóra, 19.10.2008 kl. 14:48

6 identicon

Alls ekki afnema verðtrygginguna. Vil alls ekki sjá spariféð mitt og lífeyrissjóðina brenna upp og verða að engu.

Kv. Á.J.

Gústi (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Af tvennu illu Gústi, er betra að sjá sparifé brenna upp en þakið yfir höfðinu.

Og svo förum við bara á elliheimili og spilum bridge þegar þar að kemur. 

Dont worry, be happy. 

Anna Einarsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:24

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

2 lauf ....

Steingrímur Helgason, 20.10.2008 kl. 00:15

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

.....!!! Færð mitt atkvæði fína bankastjórafrú. Það er allavega vit og viska við eldhúsborðið þitt sem er meira en má segja um ....humm. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 08:25

10 identicon

Góð tillaga. Mitt atkvæði til þín. Þá sæjum við framm á betri tíma. 

Lovísa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 342797

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband