Ef ég væri forsætisráðherra í einn dag....

 

Þeir sem mig lesa, hafa um langan tíma vitað að ég er anti-sjálfstæðiskona.

Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera flokkur eiginhagsmuna, græðgi og valdsýki.

Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það að kosningamaskína flokksins virkar afar vel.

Þeir tyggja á því rétt fyrir kosningar að;

"merkir þú ekki við Dé-ið, fer allt til andskotans" ! og að "Vinstri menn setji allt á hausinn"

Nú fer vel á því að draga upp gamlan málshátt;

Margur heldur mig sig.

Þeir fáu sem enn styðja Sjálfstæðisflokkinn, eru að mínu mati fólk sem hefur fengið væna bitlinga frá flokknum..... góð störf eða annað slíkt.  Fólk sem hefur eiginhagsmuna að gæta. 

Vitið þið annars að flokkurinn gefur unglingum bjór fyrir kosningar.... þótt þau séu bara 17 ára !

Það hefur öllum brögðum verið beitt.  Pinch

EN...... það verður fróðlegt að sjá kosningabaráttu þeirra fyrir næstu kosningar.

Menn sem hafa státað sig feitt af góðærinu.... að það sé tilkomið vegna þeirra stefnu....þeir hljóta líka að eiga "vondærið".   Flokkurinn undirbjó jarðveginn og plantaði í eftirlitsstörfin og þetta er uppskeran.  Verra en kartöfluuppskeran mín !  Gasp

Ég trúi því að "Fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott" og að næsta ríkisstjórn verði mynduð af Samfylkingu og Vinstri grænum. 

Jafnaðarstefna þeirra er mun mannúðlegri, að ég tali nú ekki um grasvænni.  Joyful

.

Ef ég væri forsætisráðherra í einn dag myndi ég afnema eftirlaunafrumvarpið fyrir hádegi og segja síðan Davíð upp eftir hádegi.   Og fyrst hann vill ekki standa upp úr stólnum þá má hann eiga stólinn og taka hann með sér. 

  Whistling

 

 


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Og Hana nú!

Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert kosin!!

Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er ég nú komin í Sjálfstæðisflokkinn ?     Ok, gefum okkur að svo illa sé fyrir mér komið Hólmar.... þá segði ég mig úr flokknum fyrir morgunkaffi..... síðan tæki ég til við að vinna verkin... 1.  Eftirlaunafrumvarp, 2. Davíð og stóllinn.   

Ef maður hefur bara einn dag, þarf að vinna hratt og örugglega. 

Anna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:08

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

væri ég forsætirráðherra í einn dag, myndi ég reka seðlabankastjórnina og fjármálaeftirlitið. hafa svo þann manndóm að segja af mér.

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ef ég væri forsætisráðherra einn dag, þá á ég auvitað við að ég væri Geir Haarde, þá gæti ég bara ekki sagt ykkur hvað ég myndi gera, ég væri ekki til frásagnar.

En ef ég fengi einhverju ráðið sem ég sjálf, þá réði ég þig til að afgreiða þessa kóna.  Að því verki loknu byði ég þér á kaffibarinn upp á heitt súkkulaði til að ráðgera um hverjir tækju við batteríinu. 

En kannski myndum við bara efna til kosninga og láta þjóðina ráða, svo lengi sem við værum öruggar á því að hvorki Davíð, Dóri né Geir yrðu fyrir valinu. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.11.2008 kl. 18:25

6 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 2.11.2008 kl. 18:52

7 identicon

Hólmar góður

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 00:23

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

X- ÞÚ!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 3.11.2008 kl. 15:01

9 identicon

Sagði Binni þér það

Skúli (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:52

10 identicon

(þetta með bjórinn) ???

skúli (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband