Steinríkur er smáhneta.

 

Hér áður fyrr var ég skrifstofublók.  Sat á skrifstofustólnum mínum allan daginn og gerði ekki handtak í orðsins fyllstu merkingu.  Pikkaði bara inn og hugsaði dálítið.

Síðan venti ég mínu kvæði í kross - snarsneri mínu ljóði við - og vann mig niður í verslunarstarf.  Ykkur að segja er miklu auðveldara að vinna sig niður en að vinna sig upp.  Wink  Nú sé ég um að fylla á grænmetistorg með tilheyrandi burði og göngu.  Það eru ekki allir sem fá greitt fyrir að stunda líkamsrækt.  Joyful

Í morgun fór ég að spá í hvað ég lyfti mörgum kílóum á viku.  Daglega tek ég af stóru bretti af grænmeti og ávöxtum,  fæ nokkur hundruð kíló af kartöflum og rófum vikulega og síðan ber ég allt dótaríið fram í torg og fylli þar á.  Lauslega áætlað reiknast mér til að ég lyfti um 3 tonnum vikulega.  Cool

Ég er næstum því satt að segja farin að ganga með hendurnar hálfan meter frá skrokk vegna umfangs allra nýju vöðvana.  Þarf meira að segja að skáskjóta mér inn um dyr.  Blush

.

kin-0184 

.        Steinríkur er "pínöts" við hliðina á mér.

 

 

 

 

 

 

 

Nú, þar sem ég vil ekkert vera að misnota þessa síðu og grobba mig, ætla ég að sleppa því að minnast á alla hlutina sem ég hef brotið og bramlað vegna minna óbeisluðu krafta undanfarið og láta hér staðar numið með einu frumsömdu kvæði í kross;

.

.

Þrjú tonn af grænmeti,

Anna fær nóg

aaaaf kálhausum

já heilan skóg.   Whistling

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAhehe!!! ætla að taka eftir því á mánudaginn hvort handleggirnir hafi ekki lengst soldið, annars áttu hrós skilið mín kæra,alltaf gaman að geta gefið smá hrós,, það er of rólegt hinu megin við glerið svo maður tekur eftir hehe. Takk fyrir að vera þú,alltaf hressandi að stelast inn á bloggið þitt. Kveðja.

sæa (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 6.12.2008 kl. 19:50

3 Smámynd: kop

Þetta er alveg öfugt við það sem ég gerði, eftir að hafa unnið líkamlega vinnu í ca. 25 ár ákvað ég að snúa mínu kvæði í kross. Nú vinn ég bara þægilega vinnu og mun gera hér eftir.

Held bara kroppnum í formi með að éta grænmeti í staðinn fyrir að lyfta því.

kop, 6.12.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

haj mamma Eg var ad gera al islenskt skinkusalat sem heppnadist rosalega vel
Gaeti bara komid heim sem alger kokkur annars alltaf frekar upptekin her endilega lattu mig vita tegar tu faerd jolagjafirnar knus a tig

Íris Guðmundsdóttir, 6.12.2008 kl. 22:52

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 11:16

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jess Íris, ég læt þig pottþétt vita þegar gjafirnar koma.   Úúúúú ég er orðin spennt.    Merkilegt að þú lærir mest í íslenskri matseld í Bandaríkjunum.    Kannski held ég áfram að skrifa þér og senda uppskriftir eftir að þú ert komin heim..... sendi þá bréf í næsta herbergi.  Ég gæti jafnvel borið það sjálf út. 

Love you. 

Anna Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 342782

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband