Traust efnahagsstjórn.

 

Það mætti halda að Íslendingar líti samskonar augum á stjórnmálaflokka eins og enskir líta á fótboltalið.  Það er haldið með liðinu - sama hvað !

Sumir eru svo miklir sjallar að þótt flokkurinn seldi ömmu kjósandans, myndi kjósandinn samt halda áfram að setja x við dé-ið.  

Af því bara.  Hef alltaf gert það.  Afi gerði það líka.  Og pabbi.

.

Sjálfstæðisflokkurinn lagði það pólitíska landslag sem leiddi til efnahagshruns þjóðarinnar.  Þeir einkavæddu og settu reglurnar og áttu að sjá til þess að eftirlit væri fullnægjandi.  Og þeir brugðust illilega.

Kjörorð þeirra fyrir síðustu kosningar var Traust efnahagsstjórn.  JoyfulSmileLoL

Hahahahahaha  LoL

Fyrirgefið.... mér finnst þetta bara svolítið fyndið.

.

Kæru Íslendingar.

Með því að kjósa sjálfstæðisflokkinn aftur eruð þið að leggja blessun ykkar yfir efnahagslegt hrun landsins.  Leggja blessun yfir ærumissi okkar á alþjóðavettvangi.  Leggja blessun yfir spillinguna. 

Ekki gera það.... plís.  Heart

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þegar ég sá þessa frétt hugsaði ég: "Nú leggst ég í þunglyndi, fólk er fífl"

En það bjargast nú ekki mikið með þeim hugsunarhætti. Oft var þörf en nú er nauðsyn.................nú er mikilvægt að þeir sem hafa séð í gegnum sjáflbirgingslegan áróðurinn þeirra leggist á árarnar, alltaf og alls staðar. Í vinnunni, meðal vinanna og á blogginu.

Mér er eiginlega (næstum) sama hvað fólk kýs í næstu kosningum.....................bara ekki Sjálfstæðisflokkinn.............það bara má ekki koma honum aftur að kjötkötlunum.

Burt með þá.

Kristjana Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mér hefur fundist stjórnarfar hér á landi búið að vera býsna gott undanfarin 18.ár Nú hefur það hinsvegar gerst að hópur manna hafði ekki stjórn á græðgi sinni ásamt alheimskreppu í fjármálum.

Ekki voru sjálfstæðismenn við völd t.d. í Bretlandi ástandið þar er lítið betra en hér,nema einstaklingar eru kannski ekki eins skuldsettir og hér,enda íslendingar þektir fyrir að sleppa fram af sér beislinu þegar vel ára,í stað þess að safna til mögru áranna.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.2.2009 kl. 20:53

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragnar.

Mér finnst ég ætti ekki að þurfa að útskýra það sem margir virtir fræðingar, íslenskir og erlendir, hafa sagt í fjölmiðlum undanfarið;  að kreppan okkar er að stærstum hluta heimatilbúin.  Og það voru örfáir einstaklingar sem eyddu milljörðum á milljarða ofan í fáránlegar fjárfestingar út um allan heim - á okkar kostnað.

Og það voru einmitt D og B sem réttu þessum sömu mönnum bankana.  Og það voru B og D sem settu reglurnar og sem áttu að sjá um að þeim yrði framfylgt.  Reglur sem voru götóttari en sigti.  Því bera, samkvæmt mínum skilningi, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn meginábyrgð á því hvernig komið er.  

Anna Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:02

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það fór í taugarnar á mér hvað Samfylkingin og fleiri studdu þetta lið, og forseti vor.

Ragnar Gunnlaugsson, 3.2.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég lofa.... ég skal ALDREI kjósa sjálfstæðisflokkinn. Ég var næstum búin að því.....einu sinni.... en það reddaðist fyrir horn. Blessaðir þeir sáu alveg um það sjálfir í það skiptið.

Ég hef hugsað mér að sjá alveg um það sjálf í næstu skiptin!

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 21:07

6 identicon

Ég tek undir með Ragnari. Ég hef haft það fínt undanfarin 18 ár og flestir í kringum mig. Vinstri menn komnir í hár saman og voða fjör núna.

Magnús (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:11

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég get alveg tekið undir það með ykkur að Ísland hefur verið ágætisland að búa í undanfarin 44 ár eða svo..... en hvernig er það í dag ?

Getur unga fólkið okkar keypt sér húsnæði ?

Fær unga fólkið okkar vinnu ?

Eða er svo komið að fólk sjái sér hag í að flýja drulluskuldsett land ?

Anna Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:15

8 identicon

Já, ég er svo algerlega sammála þér Anna. Það mætti halda að hluti þjóðarinnar sem auðvitað kýs Sjálfstæðisflokkinn, þó hann sé búinn að misnota þjóðina og svipta hana frelsinu, sé haldinn Stockholm syndrom. Takmarkalaus virðing sama hvað á gengur og ekki til sjálfstæð hugsun (enda hugsar flokkurinn fyrir mann). Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að ráða í 18 ár, og er ekki kominn tími til að skifta um nærföt og þvo þau gömlu? Það hefur reynst flestum nágrannaþjóðum okkar vel. Enginn flokkur hefur gott af að vera svona lengi við völd.

Gulla (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:41

9 identicon

Fyrirsögnin er blekking. Þeir snúa út úr tölfræðinni. Fyrirsögnin hefði átt að vera: "40% fylgi við stærsta flokkinn", sem eru óákveðnir og gáfu frat í flokkasamfélagið í þessari könnun. Flokkarnir eiga ekkert inni svo flöktandi er fylgið. Ein axarsköft hjá stjórninni gæti dregið stórlega úr fylgi stjórnarflokkanna. En þetta hlutfall sjallanna er kjarninn í flokknum. Sem kýs hann alltaf. Þó þeir séu á móti flestu innan flokksins. Pabbapólítíkin er á undanhaldi. Sjálfstæðismenn eiga að vera reiðir sinni forystu og ráðherraliði. Eins og stuðningsmenn fótboltaliðs eru þegar það kúkar á sig inn á vellinum. En samlíkingin við enska boltann er góð hjá þér Anna. Og flesti skilja það líka.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 21:41

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Á meðan hugsandi fólk eins og þú bloggar um staðreyndir málsins, ein og þú gerir hér í pistlinum þínum, og heldur umræðunni áfram, þrátt fyrir barnalega vanhugsaðar athugasemdir eins og þeir Magnús og Ragnar skrifa hér fyrir ofan. -  Þá eygi ég meiri von um bjartari  framtíð barnabarna minna en ég gerði fyrir lestur pistilsins.  Þessvegna vona ég að þú og þínir líkar haldið áfram að skrifa, tala,  og blogga um skoðanir ykkar og framtíðarsýn. Takk fyrir þennan skemmtilega pistil.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.2.2009 kl. 21:47

11 identicon

 

Íslendingar kusu aftur og aftur thá gjörspiltu flokka sem stydja ránid á audlind thjódarinnar, kvótakerfid. 

Thad er ekki vid ödru ad búast en ad thetta audtrúa og heimska fólk sem fellur fyrir hraesnislegum og algjörlega innihaldslausum slagordum eins og thessum: 

STÉTT MED STÉTT    Á RÉTTRI LEID    KLETTUR Í HAFINU  

Ég geri rád fyrir ad thetta fólk sé jafn thrjóskt og thad er heimskt og vilji hvorki vidurkenna fyrir sjálfu sér né ödrum ad thad sé ad kjósa gegn sínum hagsmunum og haldi thví áfram ad kjósa sidlausa apaketti og drulluhala í anda Halldórs Ásgrímssonar og Davíds Oddssonar.

Jói eitthvad (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:01

12 identicon

Er fólk ekki að dramatisera þetta einum of. Í fyrsta lagi veit enginn hvernig dæmið kemur til með að líta út á endanum. Sumir virðast þjást af blindu hatri í garð Sjálfstæðisflokksins. En það er nú bara eins og það er. Eflaust eru einhverjir sem eru haldnir óstjórnlegu hatri í garð VG.

Þetta minnir á söguna af hjónunum sem voru hamingjusamlega gift í 40 ár. Komu sér upp börnum og fallegu heimili. Þau voru í vel launuðum störfum og leyfðu sér að njóta lífsins lystisemda. Fóru til útlanda tvisvar á ári. Þegar karlinn fer á eftirlaun byrjar hann að halla sér að flöskunni. Til að gera langa sögu stutta, drekkur maðurinn frá sér og konunni húsið, bílinn og spariféð.

Getur konan sagt með góðri samvisku að öll árin 40 hafi verið mistök? Dæmir maður öll góðu árin út frá slæmu ástandi dagsins í dag? Á að henda karlinum á haugana eða er von til þess að hann hafi lært sína lexíu og sé reynslunni ríkari? Það er spurning.

Magnús (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 00:11

13 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

god ar? tau voru ad svindla a kerfinu med tvi ad lana ollum odrum peninga, tad var haegt ad fordast tetta! vid urdum falslega rik. og svo kom ad tvi ad vid turftum ad borga tetta...ef kallinn hafi alltaf verid ad lauma ser i sopan oll arin hefdi tessi saga verid annad mal... (afsakid islenskuna)

Íris Guðmundsdóttir, 4.2.2009 kl. 04:35

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Magnús.  (Komment 13)

Það á að senda kallinn í meðferð og láta hann axla ábyrgð.  Konan átti auðvitað að fara frá honum áður en hún missti allt sitt....    

Finnst þér virkilega að hann eigi að fá að sukka óáreittur áfram ?  Vilt þú kaupa fyrir hann flösku til að svo geti orðið ?  Konan á götunni á sínum efri árum.    Af hverju gat maðurinn ekki hugsað um fleiri en sjálfan sig ?  Var það kannski af því að hann var sjúkur ?   Eru ekki þeir, sem kjósa "kallinn" yfir sig áfram meðvirkir ?  Kallinn er ekkert endilega vondur en hann hefur tekið hræðilega rangar ákvarðanir.  Nú þarf hann frí í afvötnun.

Veistu.... ég er ánægð með dæmisöguna þína. 

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 07:45

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Komment 12 meinti ég Magnús. 

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 07:46

16 identicon

Það sem ég var aðallega að draga fram með þessari dæmisögu var að benda á hamingjusömu árin. Þótt illa fari um stund er ekki hægt að dæma allt sem á undan er gengið út frá því. Það er of mikil einföldun að skella skuldinni á einn flokk. Ef fólk gerir það er næsta víst að þjóðin á eftir að fara sömu leið aftur síðar.

Það er mikil umræða um það í evrópu að herða þurfi regluverkið í kringum fjármálastarfsemi. Vel flest ríki í evrópu eiga undir högg að sækja. Ætli íslenska Sjálfstæðisflokknum verði kennt um það líka? Ég veit ekki betur en að vinstri menn séu við stjórn á Bretlandi. Þeir eru að sigla inn í eina dýpstu kreppu í 60 ár.

Hvað varðar konuna, þá að sjálfsögðu stendur hún með sínum manni. Enda man hún öll góðu árin með honum. Karlinn er laus við búsið og byrjaður að byggja upp aftur reynslunni ríkari. 

Það er líka merkilegt þegar sumir furða sig á og líkja saman stuðningi fólks við Sjálfstæðisflokkinn og fóltboltafélög. Það má nefnilega snúa þessu upp á þá sjálfa. Það er þekkt syndrome hjá mörgum, sama hvar þeir standa í félagi, að hata KR.

Magnús (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 08:17

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég kaus Samfylkinguna og var í henni.  10 dögum fyrir stjórnarslit sagði ég mig úr flokknum.  Það gerði ég vegna þess að ég var ósátt við að þeir "coveruðu" Sjálfstæðisflokkinn, sem enga ábyrgð tók á neinu.  Ég er á þeirri skoðun að hver einasti kjósandi eigi að meta stöðuna á hverjum tíma.... horfa á það sem vel er gert og það sem illa er gert og endurmeta stöðuna reglulega.  Lífið er síbreytilegt og einn flokkur getur verið ágætur í einhvern tíma en orðið afleitur á öðrum tímapunkti.  Síðan má nú alveg fara að huga að þeim sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi í stað þess að hlaða alltaf undir einhverja vel valda vini.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið duglegur við að hreykja sér af öllu góðu sem gert hefur verið.  Af hverju á hann þá ekki sök á því hversu illa komið er ?

Spyr fávís kona !

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 08:26

18 identicon

Ég veit ekki betur en að forsvarsmenn Sjáfstæðisflokksins hafi viðurkennt að bera sinn hluta ábyrgðarinnar. En þetta eru og verða bara hártoganir. Ég efast ekki um að fjölmargir sjálfstæðismenn séu óánægðir með ástandið og vilja breytingar á flokksforystunni. Og ætli það sé ekki stærsta ástæða aukins fylgis við flokkinn að nú er ljóst að skipt verður um forystu. 

Magnús (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 08:42

19 Smámynd: Einar Indriðason

Viðurkennt?  Ef ég man rétt þá var það orðað svona:  "Ef ské kynni að við höfum eitthvað gert rangt, þá er það miður".  Engin viðurkening.  Engin afsökun.

Einar Indriðason, 4.2.2009 kl. 08:45

20 identicon

Heyr,heyr Anna!!!  Er svo hjartanlega sammála þér.  Og eins og Einar segir hér að ofan og ég segi að hann muni rétt, þá hefur forusta sjálfst.flokksins aldrei viðurkennt að þeir beri neina ábyrgð, hafa alltaf sagt  EF  EF, aldrei auðvitað berum við líka ábyrgð!!!  Enda meira að segja ennþá í algjörlega BULLANDI AFNEITUN.  Verið kært kvödd. Sæa.

Sæa (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:56

21 Smámynd: Þór Jóhannesson

Að sjálfstæðismenn séu að fá fylgi af því ljóst er að það á að skipta um forystu í flokknum - m.ö.o. þeir eru sáttir við að fara frá Lenín yfir í Stalín!!! - Það verður ekkert réttlæti fyrr en þegnar þessa lands refsa þessum flokki fyrir að hafa klúðrað framtíð barna landsins með því að hætta alveg að kjósa hann - til samanburðar við aðra flokka og lönd í sögunni má benda á:

Ísland - Sjálfstæðisflokkurinn

Ítalía - Fasistaflokkurinn

Þýðskaland - Nasistaflokkurinn

Sovétríkin - Kommúnistaflokkurinn

Þó pólitíkin sé að vísu önnur í síðast nefnda dæminu var spillingin eins.

Þór Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 19:23

22 identicon

Mikið geta nú sumir verið fordómafullir eins og Þór hér að ofan. Meiri öfgamann hef ég nú bara ekki rekist á hér á blogginu. Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju ég rekst aldrei á ritsóða á hinum endanum. Getur verið að vinstrimenn séu meiri öfgamenn en þeir sem eru hægra megin við miðjuna? Mér er spurn.

Magnús (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:54

23 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hahahaah, sannleikurinn svíður hjá flokksdindlum eins og Magnúsi ofsatrúarmanni sem kallar heiðarlegt og réttsýnt fólk öfgamenn ef þeir benda á blákaldar staðreyndir.

Talar svo ekki um að "hinum megin" sem væntanlega þýðir Sjálfstæðismenn (og það er auðvitað með Magnús eins og hina ofsatrúarmennina á þeim bænum - þeir sjá lífið í "Við gegn þeim" svona líkt og Bush! Ef hann hefur ekki séð neina öfgamenn á blogginu sem eru hinum megin er augljóst að hann er einn slíkur sjálfur en til að auðvelda ykkur hinum að skilja hversu blindur þessi dindill er vill ég benda á þessa öfgafullu ofsatrúarmenn Sjálfstæðisflokksins á blogginu:

Gísli Freyr Valdórsson

Stefán Friðrik Stefánsson

Hannes Hólmstein Gissurarson

Björn Bjarnason

Sigurður Sigurðusson (SISI)

og fjöldi fjöldi annara!

Dæmigert líka fyrir þessa greindarskertu dindla að þeir þora nánast aldrei að koma fram undir nafni í perónuárásum sínum.

Þór Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 22:17

24 Smámynd: Þór Jóhannesson

Og ekki má gleyma bókstafstrúarmanninum

Ólafi Hrólfssyni

sem hefur bókstaflega hvatt til að stofna sveit svartstakka til að berja mótmælendur sem risu gegn Ný-frjálshyggjunni.

Magnús þessi er ekki mjög vel lesinn á blogginu sem hann er að vitna í - en það eru þessir ofsatrúarmenn í Sjálfstæðisflokknum sjaldnast.

Þór Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 22:20

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þótt ég reyni að setja mig algerlega í hlutlausa gírinn Magnús þá verð ég að vera ósammála þér varðandi staðsetningu öfgamanna í pólitík.  Ég hef aldrei á ævinni séð annað eins skítkast og kom frá sjálfstæðismönnum fyrir síðustu kosningar.   Bíddu....... ég ætla að reyna að finna einn slíkan og copera hingað. 

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 22:24

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hérna fann ég óskaplega áhugaverðar hugrenningar mínar í gamansömum dúr með grafalvarlegu ívafi um muninn á sjálfstæðismönnum og öðru fólki....... sjáum hvort þeir verða eins æstir núna og einn sem kommentaði hjá mér þá. 

En allavega...... hér er orðbragð sem bragð er að.

http://annaeinars.blog.is/blog/annaeinars/entry/425640/

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 22:39

27 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Endilega skoðið komment Vilhjálms númer 13.  Það er verulega áhugavert. 

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 22:44

28 identicon

Ég er að meina ritsóðaskapinn og heiftina Anna. Það er í lagi að hafa skoðanir og viðra þær en það er góð regla að virða skoðanir annarra. Ég hvet alla þá vilja kynnast þráhyggju af eigin raun að skoða bloggsíðu Þórs Jóhannessonar. Annan eins orðaviðbjóð hef ég bara ekki séð. Maðurinn kemst ekki í gegnum eina setningu án þess að minnast á Sjálfstæðisflokkinn. Þessi síða er fínt rannsóknarefni út af fyrir sig. Hér eru nokkur gullkorn frá Þór:

"þá skríður auðvitað spilltasta kvikyndið af þeim öllum út"

"forheimskt fólk á þessu landi"

"Þetta siðspillta pakk"

"siðspilltustu gerpi sunnan heimsskautsbaugs"

Hvað er þráhyggja ef þetta er það ekki? 

Þór virðist lifa eftir lífsspeki George Bush vinar síns; "If you´re not with us, you´re against us". Allir sem ekki eru á sama máli og Þór, eru níddir niður. 

Kveðja,

Flokksdindillinn  

Magnús (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:05

29 identicon

Ég er búinn að lesa komment Vilhjálms númer 13 Anna. Mér finnst þetta nú bara ansi kurteisislega orðað hjá honum. Þarna eiga sér stað rökræður. En berðu þetta saman við færslurnar á heimasíðu Þórs sem skrifar hér. http://thj41.blog.is/

Magnús (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:11

30 identicon

Veistu það Anna að ég held að bananarnir mínir hafi eitthvað slæðst með sumum hérna og flækst eitthvað fyrir þeim. Þeir sem vilja bananalýðveldi taki þá bara til sín. En það vantar ekki fróðlegheitin hér. Sagðir þig úr Samfylkingunni Anna? Hvernig líst þá frúnni á nýja hjónabandið þeirra?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:12

31 Smámynd: Þór Jóhannesson

Magnús ef þú ætlar að nýðast á minni persónu hér afhverju kemurðu þá ekki fram undir nafni? Vegur úr launsátri eins og bleyðan sem þú afhjúpar þig að vera. Hver heldurðu að taki mark á svona rugludöllum sem ráðast á fólk með látum og þora ekki einu sinni að koma fram undir nafni.

Þú ert týpískur oflátungur frjálshyggjunar sem þolir ekki sannleikann og ræðst því á fólk með persónuárásum - sem betur fer tekur hugsandi fólk ekki mark á svona viðbjóðslegum nafnlausum persónuárásum eins og þú stundar og ég hef sterk bein til að taka svona kjánalegum guttum eins og þér.

Þór Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 23:20

32 Smámynd: Þór Jóhannesson

Skítlegt eðli nafleysingjans dæmir sig sjálft - enda hefur hann viðurkennt að hann styðji Siðspillingarflokkinn sem kennir sig við bókstafinn D.

Tek ekki þátt í svona barnaskap lengur enda auðvelt að þykjast stór kall á bak við "grímu" - ræfilstuskan sem þessi Magnús er, er í raun ekki svara verð.

Þór Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 23:25

33 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Magnús.  Finnst þér í lagi að bendla fólk við nasisma eins og Vilhjálmur þessi gerir; 

"Lýðræði veitir skoðunum þinum ekki siðferðislegt vottorð ekki frekar en nasisma eða öðrum helstefnum eða gæti verið að þú skrifaðir upp á nasisma ef þeir kæmust lýðræðislega til valda?"

Mér fannst það a.m.k. afar ósmekklegt.

Ég er kunnug síðu Þórs og veistu..... ég bað hann nýlega um bloggvináttu vegna þess að mér hugnast vel skoðanir hans.    

Einar.  Já, sagði mig úr Samfylkingunni og mun skoða hug minn fram að kosningum.  Mér líst þó vel á fyrstu daga nýju ríkisstjórnarinnar.  Ég get  tilkynnt hér og nú að aldrei mun ég kjósa x-d.  Helst vildi ég henda þessu handónýta flokkafyrirkomulagi og hafa hreina persónukosningu.   Við Íslendingar erum bara að skemma fyrir okkur með því að flokka okkur í hópa;  Hægri/vinstri/snú.  Það væri nær að búa til einn hóp manna á Alþingi sem ætti að hjálpa einni þjóð út úr þessum vanda.  Í dag finnst manni eins og það séu tvær þjóðir í þessu landi. 

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:26

34 identicon

Anna, hverjir mega bendla aðra við nasista? Ef þú skoðar komment númer 21 er engu líkara en að Þór sem þú baðst nýlega um bloggvináttu vegna þess að þér hugnast skoðanir hans, bendli suma við nasista. 

Hér eru nokkur vel valin orð úr orðaforða Þórs: Bleyða, rugludallur, oflátungur, gutti og ræfilstuska. Mikið hlýtur að vera erfitt að vera svona reiður 24/7. Ég óska Þór alls hins besta.

Magnús (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:37

35 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Magnús.   Hættum nú að benda hvert á annað og snúum okkur að því að leysa málin.  Hvernig fáum við þig til að kjósa eitthvað annað en flokkinn sem setti okkur á vonarvöl ?    Hefurðu aldrei íhugað að kjósa t.d. Nýtt Lýðveldi ?

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:46

36 identicon

Ef satt skal segja er ég ekki búinn að ákveða hvað ég kem til með að kjósa. Það er gott fólk að finna í öllum flokkum. Ég býð spenntur eftir að sjá hvaða málefni verða á oddinum hjá framboðunum. Málefnin koma til með að ráða hvar mitt atkvæði lendir. Ég ætla ekki að dæma neinn flokk úr leik fyrirfram. Öfgafólk fær þó rauða spjaldið hjá mér án hiks.

Magnús (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:54

37 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er ánægð með alla sem hafa opinn huga og meta málefni, gjörðir osfrv.  áður en þeir fara í kjörklefann.  Það skiptir okkur svo miklu máli að hæft fólk stjórni til að vel takist til með endurreisn landsins.

Að því mæltu býð ég góða nótt. 

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:59

38 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bíddu, bíddu, svo eru líka þeir sem að trúa á Manchester United, ekki gleyma þeim fólum !

Steingrímur Helgason, 5.2.2009 kl. 01:25

39 Smámynd: Þór Jóhannesson

Veistu Anna þegar maður fær svona persónuárásir yfir sig eins og frá þessari nafnlausu bleyðu sem kallar sig Magnús að þá dettur mér ekkert betra í hug en ljóð eftir snillinginn Jóhannes úr Kötlum:

Landráð

Þú ert ekki Íslendingur!
æpa þeir að mér,
ef ég sára saklaust vitni
sannleikanum ber.

Ekki mega iljar mínar
íslenskt snerta grjót,
ef ég blekktum bróður mínum
bendi á svikin ljót.

Ekki má mitt auga skoða
íslenskt blóm í hlíð,
ef ég harma örbrigð vora,
ómenningu og stríð.

Ekki má mitt eyra hlusta
á íslenskt lindarhjal,
ef ég þrái að þekkja og boða
það, sem koma skal.

"Báran kveður eins og áður
úr við fjörusand -
en ég á orðið einhvernveginn
ekkert föðurland".


Úr ljóðabókinni "Eilífðar smáblóm" frá 1940
eftir Jóhannes úr Kötlum

Þór Jóhannesson, 5.2.2009 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband