Sjáumst í Kaupfélaginu.

 

Í hádeginu á kassa ég sat
meðan hin afgreiðslukonan fór heim í mat
þá kom til mín kona
og sagði sísvona;
"ég er með undarlega spurningu en heitir þú Anna,
ertu þessi á blogginu eða hverra ertu manna"?

 

Ég horfði á hana með augun svo tóm,
hún var mér ókunnug...  gat verið frá Róm !
en þá kom í ljós
sá draumur í dós
að þetta var bloggvinkonan mín,  hún Auður
og ekki í fyrsta sinn sem að ég er mikill sauður.  Whistling

WhistlingWhistlingWhistling

 

 

.

Gaman að sjá þig Auður.  Smile

Sjáumst í Kaupfélaginu !

.

efra_pakkhus 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

HA HA HA,góður þessi,en getur verið að hesturinn lengst til vinstri sé hesturinn minn.???ef svo er væri gott ef þú Anna mín sendir mér hann í fötu,o Hrossakjöt með uppstúf er svo gott,þú færð helming fyrir tilstandið.Góða helgi.

                                                                                                                Kær kveðja.

                                                                                                                <<<<<<<<<<<jóhannes >>>

Jóhannes Guðnason, 13.3.2009 kl. 08:32

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hhaha góð! Þú ert sumsé eins og ég! Þekkir engan :)

Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 08:41

3 identicon

Auður kaupfélagsins liggur í hádegiskassadömunni.

..........gerir kaupfélagsstjórinn   sér grein fyrir því hve gömul sál þessi hádegiskassadama er ?

..........og auk þess er hún stjóri í Sparisjóði grínista   sem byggir rekstur sinn ekki á áþreifanlegu (  ) peningarusli heldur  andlegri gleði fyrir alla sem hana vilja þiggja.   Anna Einars er sú eina sem er ómissandi á blogginu    hún er frábær og hreinlega galdrar   fram gleðina.  Flott hjá þér Anna ég þarf ekki hrossakjöt til að nærast, þín andlega gleði nærir mig   

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Ragnheiður

Haha jemundur minn, erum við þá allar þrjár svona ómannglöggar ? Það væri nú eftir öllu saman haha....

Myndin er æði á eftir skemmtilegustu færslu sem ég hef lengi lesið í bloggheimum...

Ragnheiður , 13.3.2009 kl. 12:51

5 identicon

Þú ert frábær Anna!!! flott þessi gamla mynd,tek undir hvað varðar að vera ómannglögg,það kom til mín kona í fyrrasumar í búðina,gekk beint til mín og knúsaði mig,ég hugsaði GUÐ Á HIMNUM HVER ER NÚ ÞETTA hehe,en reddaði mér áður en ég varð mér til skammar.Er sammála Jóhannesi hér fyrir ofan,að hrossakj.er gott,Má til að segja ykkur að þegar barnabarnið mitt átti 9.ára afmæli í sumar bauð hún upp á saltað hrossakj.með uppstúfi og glænýjum kartöflum m/smjöri ummm. En semsagt þetta þótti henni gott og þá var sjálfsagt að bjóða upp á það. Kveðja á ykkur, Sæa.

Sæa (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 15:37

6 identicon

Vá, ekki oft sem maður verður þess heiðurs aðnjótandi að vera efniviður í ljóð... Nú hættir maður alveg að fara í Bónus! En gaman að sjá þig sömuleiðis

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 342784

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband