Ég sprakk.

 

Þegar maður vinnur við þjónustustörf, geta komið upp augnablik, þar sem manni er ómögulegt annað en að hlægja eins og vitleysingur.  Blush

.

Eitt sinn kom maður inn á veitingahúsið, sem ég vann á.  Þetta var um vetur.  Ég stend í afgreiðslunni.  Fyrir framan afgreiðsluborðið var langur dregill.  Maðurinn gengur að dreglinum en þegar þangað er komið, byrjar hann að taka skref afturábak...... reynir áfram og síðan afturábak... en er fastur.  Ég kíki og sé að hann er á mannbroddum.  Pikkfastur í dreglinum.  Hann juggar sér fram og aftur, án árangurs.... fram og aftur...  Ég reyni og reyni að fara ekki að brosa....... en skyndilega finn ég að mér var ómögulegt að halda andlitinu....er gjörsamlega að springa.  Átti engra kosta völ, hleyp úr afgreiðslunni og inn á kæli, sem er með mjög þykkri hurð og öskra úr hlátri. LoL  Slapp fyrir horn, eins og sagt er.

.

Í annað skipti kemur maður inn í banka sem ég starfa í á þeim tíma.  Hann talar við mig... mjög dimmum rómi.  Ég byrja að afgreiða hann.  Maðurinn talar mikið.  Allt í einu skiptir hann um gír og röddin fer algerlega upp á háa C-ið... með viðkomu á nokkrum nótum.  Vá.. þvílíkt raddsvið !!  Ég finn að ég var orðin rauð í framan.... alveg að missa mig.  Þá fer maðurinn aftur í bassaröddina og svo upp í skræk...... og ég spring !!  LoL  Hroðalega neyðarlegt. Blush

.

Dííííí....... maður hlær sko mest þegar maður reynir að hlægja minnst !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Líst þér vel á mig ?   ......................................   Djók !

Anna Einarsdóttir, 14.9.2007 kl. 23:53

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

LOL

Bjarndís Helena Mitchell, 15.9.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: arnar valgeirsson

dóni.........

arnar valgeirsson, 15.9.2007 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 342818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband