Unglingsárin standa enn.

 

Unglingsárin fara misjafnlega í krakka og sum ţeirra verđa illa haldin af svokallađri unglingaveiki.

Á mínum unglingsárum var ýmislegt prófađ eins og gengur og gerist.  En allt sem hugsanlega gat veriđ hćttulegt var jafnan fyrst prófađ á Bjarna.  Hann var međal annars látinn prófa ađ drekka kardimommudropa en ţar sem hann varđ ekkert skemmtilegur eftir drykkjuna, fannst okkur hinum engin ástćđa til ađ reyna ţetta.  

Viđ unglingarnir fundum einhverju sinni fullt af "nćstum ţví tómum" vínflöskum í Veiđihúsinu.  Viđ helltum öllum afgöngunum í eina flösku og smökkuđum síđan á veigunum.  Drykkurinn sem kom út úr ţeirri blöndun var alveg hrođalega forvondur.  Pinch

 

Ţađ var mjög gaman ţegar viđ fórum á rúntinn í sveitinni.                   picture_037massey_fergusonws
Ţađ hamlađi okkur ekki ţótt ađ enginn okkar hefđi bílpróf. 
Viđ rúntuđum ţá bara á yfirbyggđum Massey Fergusson.  Smile

Hversu kúl er ţađ ?  Cool

 

 

Jćja, nú er ég búin ađ játa á mig einhver heimskupör.  Blush

Mig langar svo ađ vita hvađa prakkarastrik bloggvinir mínir gerđu af sér á unglingsárunum.  Wink


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Valur Baldvinsson

Hér er eitt af fjölmörgum uppátćkjum mínum, ađ sjálfsögđu allt í trúnađi eins og í sjónvarpi er sagt. 

Rétt fyrir gelgju, var mikiđ um byggingarframkvćmdir í Kópavogi, viđ strákarnir vorum líka ađ byggja dúfnakofa á sama tíma og fengum oftast "lánađar" spýtur sem búiđ var ađ henda til hliđar hjá svona fínum byggingum.

Ţetta var orđiđ illa séđ og í eitt skiptiđ renndi lögreglubifreiđ upp ađ okkur viđ spýtufrelsun og út stigu 2 lögregluţjónar, annar mjór og yfir 2 metrar á hćđ en hinn stuttur og digur, Kallađir langa spýta og Sullivan af okkur strákunum.

Hópurinn tvístrađist en minn vildi ekki sleppa spýtunni strax og var króađur af upp viđ nýbygginguna, ţá kastađi ég spýtunni og hljóp međ lögregluţjónana á hćlunum upp stiga hússins og á ţakplötu annarrar hćđar, ţarna stóđ ég afkróađur á ţakbrúninni, en Sullivan og Langa spýta glottu viđ góm og settu fingur í belti, sigur vissir valdsmennirnir ţá og Sullivan teygđi sig eftir svörtu vasabókinni, ţar sem syndir pörupilta voru skráđar.

Ţú hefđir átt ađ sjá skelfingar svipinn á ţeim félögum, ţegar strák skrattinn stökk fram af ţakinu.

Ţađ var nefnilega timburhrúga fyrir framan húsiđ og voru spýturnar sitt á hvađ, ţannig ađ ţćr mynduđu fína fjöđrun fyrir lendinguna, ég hljóp ađ spýtunni sem ég hafđi hent frá mér upphaflega, greip hana og hljóp sem fćtur toguđu međ fenginn ađ dúfnakofanum okkar.

Ég mann alltaf eftir ţeim félögum ţarna upp á ţakbrúninni og undrunarsvipnum, Langa spýta sagđi, ja hérna, og hallađi derhúfunni aftur á hnakka en Sullivan stóđ gapsmynntur međ svörtu bókina og penna í hönd.

Ég slapp náttúrulega ekki, ţegar ég kom heim til fóstru, sátu ţeir Sullivan og Langa spýta í kaffi eins og oft áđur.

Ţetta voru nefnilega heimilisvinir, Lögreglan í Kópavogi. Gamlir vinnufélagar fóstur föđurs og komu reglulega viđ í kaffi. En ţeir skömmuđu mig hrođalega fyrir óţekktina og svo fékk ég málshátta frá Fóstru til ađ hugsa um á međan útgöngubanniđ var í gildi.

Ţeim svíđur er undir mígur.

Ţorsteinn Valur Baldvinsson, 9.3.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Alveg vissi ég ađ ţú hefđir veriđ óţekktarormur, Ţorsteinn Valur. 
Lýsingin á lögregluţjónunum minnir mig á Geir og Grana í Spaugstofunni.
Frábćrlega útfćrđur málsháttur hjá fóstru ţinni.   

Anna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Ţorsteinn Valur Baldvinsson

Var alinn upp međ málsháttum Anna, ef ég gerđi eitthvađ af mér ţá var ég nefndur fullu nafni, og svo skilinn eftir međ málshátt, og fullt af ósvöruđum spurningum og útlistunum um, hvađ ég var búin ađ gera nákvćmlega rangt.

Varđ ađ fylla sjálfur upp í eyđurnar og ţetta svínvirkađi, fannst fóstra vera göldrótt og skyggn, ţví minn eigin hugur var notađur af einskćrum klókindum, gegn mér sjálfum.

Manneskjan er snillingur í sálfrćđi.

Ţorsteinn Valur Baldvinsson, 9.3.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég stundađi ţađ ađ brjótast inn í bíla, taka ţá úr handbremsu og láta ţá renna úr bílastćđinu. Allt var ţetta helber kjánaskapur og í sjálfu sér ekkert "vođalaga" glćpsamlegt. Ţetta var ađalega gert sem sýndarmennska fyrir félaganna og til ađ hafa gaman af lífinu. Einu sinni fór ég inn í bíl sem var í gangi og var ćtlunin ađ keyra bílnum nokkra metra í burtu og sjá svo hvađ eigandin myndi gera ef hann kćmi aftur úr í bíl. Ekki fór svađilförin betur en svo ađ fíleldur mađur var í einu farţega sćtinu og greip um mig. Skólafélagarnir rásuđu af stađ og var enn ţá í greipum steradrumbsins en náđi ţó ađ losa mig á lokum. Einn vinnur minn sagđi ađ ég hafi veriđ svo snöggur ađ ná ţeim ađ ég hafi örugglega set heimsmetiđ í 100 metrahlaupi.

Brynjar Jóhannsson, 9.3.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Eitt gott viđ ellina, er búin ađ gleyma öllum mínum prakkarastrikum   en .ţađ var gaman ađ alast upp í Kópavoginum

Svanhildur Karlsdóttir, 9.3.2008 kl. 16:42

6 Smámynd: Ţorsteinn Valur Baldvinsson

Svanhildur, ţetta er ekki elli, ţetta er kallađ afneitun.

Komdu nú međ eina sögu, ţetta er allt í trúnó, spurđu bara Önnu

Ţorsteinn Valur Baldvinsson, 9.3.2008 kl. 16:47

7 Smámynd: Ragnheiđur

Ég er náttlega hrakfallabálkur og bjó í Kópavogi. Var nú samt ekkert ađ smíđa en lúslagin ađ ţramma beint ofan á naglaspýtur. Einn daginn festist ein heljarlöng undir fćtinum og ţá hófst mikiđ bras ađ brölta inn stigaganginn heima međ ferlíkiđ fast, mamma varđ náttlega ađ bjarga ţessu .

Svo lćrđi ég ađ hjóla, niđur brekku töldum viđ heppilegast. "ökukennararanum" hafđi láđst ađ kenna mér ađ stoppa farartćkiđ og ég endađi í garđinum heima međ snöggri viđkomu á girđingunni.

Annars bara góđ

Ragnheiđur , 9.3.2008 kl. 16:58

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var mikill prílari í ćsku, mátti helst ekki sjá bílskúra eđa stillansa nema ađ klifra í ţeim og nóg var af leikfélögum viđ ţessa iđju. Ég fékk margar skrámur og göt víđsvegar á líkamann eftir ţetta príl og mamma var fastagestur međ mig hjá nunnunum á Landakoti ađ sauma saman götin.

Ég man ekki hvađa ár ţađ var - ćtli ég hafi ekki veriđ ca. 11 eđa 12 ára - ţegar veriđ var ađ byggja "nýja" salinn í KR heimilinu sem er, eins og íţróttasalir gjarnan, stórt og mikiđ hús. Salurinn var ekki orđinn fokheldur, t.d. voru bara ţverbitar komnir yfir efst, ekkert ţak. Einhverju sinni var ég ţar ađ leik ásamt hópi krakka og hvernig sem ţađ byrjađi endađi međ ţví ađ ég og einhver strákur skoruđum hvort á annađ ađ klifra upp og ganga yfir ţverbita sem lágu eins og orđiđ gefur til kynna ţvert yfir bygginguna, efst uppi. Ég sló til, klifrađi upp og gekk yfir einn ţverbitann. Ég veit ekki hvađ hann var breiđur, kannski um 30 sm. Ef ég hefđi dottiđ niđur hefđi ég auđvitađ steindrepist ţví falliđ var mjög hátt. En yfir fór ég og beiđ ţar eftir ađ strákurinn léki ţetta eftir. Ekkert gerđist og hann sást hvergi. Ég klifrađi niđur og ţá kom í ljós ađ hann hafđi ekki ţorađ ţegar til kom og látiđ sig hverfa. Ţađ fannst mér ekki stórmannlegt. Verst finnst mér ađ muna ekki hver ţetta var.

Ég sagđi mömmu ţetta ekki fyrr en um 30 árum seinna og hún hló. Seinna varđ ég mjög lofthrćdd og gćti ekki leikiđ ţetta eftir ţótt lífiđ lćgi viđ.

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2008 kl. 17:01

9 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég var alger engill, gerđi aldrei neitt  

Ekki alveg satt. Hef ţegar sagt nokkrar sögur á minni síđu. Sumar sögur eru hins vegar ekki prenthćfar.  Mín uppáhaldssaga međal ţeirra prenthćfu er hér. Stutta útgáfan kemur hér ađ neđan:

Í stuttu máli ţá skrifađi ég í ritgerđ sem átti ađ fjalla um ţađ hvađ ég hefđi lćrt í heilli bók í eđlisfrćđi "ađ ég hefđi einfaldlega ekkert lćrt". Kennarinn tók ţetta eitthvađ illa upp og var skrifađ heim međ mér fyrir vikiđ. Mér varđ í framhaldinu uppsigađ viđ viđkomandi kennara og hleypti upp tímum međ baunabyssum sem ég útbjó úr ţvottaklemmum og nöglum, kom međ birgđir í skólann og dreifđi međal bekkjarfélaga.

Kristjana Bjarnadóttir, 9.3.2008 kl. 17:30

10 Smámynd: Brattur

... einu sinni vissum viđ ađ dönskukennarinn var í vondu skapi... ţađ hafđi veriđ próf í dönsku og útkoman EKKI góđ... hann var vanur ađ koma inn í stofuna međ látum, svipti upp hurđinni og kom eins og stormsveipur inn... viđ undirbjuggum innkomu hans í ţetta skiptiđ... tókum hurđina af hjörum og komum henni fyrir aftur í falsinu og lokuđum... síđan sátum viđ krakkarnir inni spennt ađ sjá hvađ gerđist...

... jú, fótatak á ganginum og litli dönsku kennarinn hratt upp hurđinni međ látum... hann kom svífandi inn í stofu međ hurđina í fanginu... eins og hann vćri á töfrateppi... ţađ var dauđaţögn í bekknum...  og ţađ bókstaflega rauk úr kennaranum ţar sem hann lá á gólfinu ofan á hurđinni...

... viđ fengum aldrei ađ vita útkomuna úr ţessu prófi... allur bekkurinn sendur til skólastjórans og í stafrósröđ voru allir yfirheyrđir... enginn játađi... enda allir samsekir... en ţó mismikiđ

Brattur, 9.3.2008 kl. 17:40

11 Smámynd: Tiger

  ég var nú enginn grallari sko... enda átti ég engin unglingsár. Fór yfir í fullorđins árin strax ţegar ég var 12 ára og missti ţví af öllu sem kallast unglingavandrćđi og unglingaskemmtilegheit. Er ađeins farinn ađ prakkarast núna hin síđari ár, međ misgóđum undirtektum nánustu sko...

Tiger, 9.3.2008 kl. 18:23

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mín saga er of sorgleg....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.3.2008 kl. 18:39

13 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Eitt af ţví versta sem ég man eftir ađ geti talist "slćmt afspurnar" var ţegar ég ásamt Denna í nćsta húsi betlađi eldspýtur handa mömmu af biskupsins yfir Íslandi frúnni á Tómasarhaganum. Falleg kona í upphlut hvern dag. Háriđ greitt í fléttur og góđmennskan uppmáluđ. Gaf okkur eldspýtur, en viđ klúđruđum öllu međ ţví ađ brenna fullmikla sinu rétt viđ garđinn hennar og grindverkiđ brann. Grét mig vitlausan i margar vikur á eftir. Fannst ég hafa brugđist bestu konu sem ég hafđi nokkru sinni hitt. Gleymdi meira ađ ađ segja ađ byđja hana afsökunar. 

Halldór Egill Guđnason, 10.3.2008 kl. 00:29

14 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 Já ţetta voru góđir tíma ég er frá Reykjavík og var á tíma Tónabćra og hallóplan

mađur gerir Ýmislit ţar berari ađ drekka 13 14 ára

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 10.3.2008 kl. 00:36

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţetta gerđist ţegar ég var 4 ára og átti heima í sveit.

Kunningjafólk foreldra minna úr Reykjavík kom eitt sinn í heimsókn. Međ í för var dóttir ţeirra á svipuđum aldri og ég. Ég var beđin ađ fara međ stelpuna út í fjóshlöđu og sína henni kettlinga sem ţar voru nýfćddir. Ţetta var á sunnudegi og stelpan var klćdd í vođalega fínan hvítan kjól og svo var hún međ bleika slaufu í hárinu. Eitthvađ var ég ekki alveg ađ fíla ţessa pjattrófu, mér fannst hún ekki nógu hrifin af ţví sem ég var ađ sýna henni. Ţegar viđ komum út úr hlöđunni og gengum fram hjá fjóshaugnum sem var í blautara lagi, ţá hrinti ég henni í hauginn. Ég hlýt ađ hafa veriđ skammađur hressilega fyrir ţetta, en man samt ekkert eftir ţví. Bara stelpunni ađ velta sér upp úr haugnum og hlaupandi svo grenjandi heim á bć.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2008 kl. 01:01

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir snilldarsögur !

Ekki vildi ég hafa veriđ mamma ykkar. 

Lára Hanna..... ţú ert alveg ótrúleg.... hćttir lífinu til ađ sýna ţessum strákgemsum ađ ţú sért ekki minna en jafnoki ţeirra.  Vá !!!   

Anna Einarsdóttir, 10.3.2008 kl. 17:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfiđ

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 342862

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband