Kartöflustappan.

 

Ég bloggaði um einu uppfinninguna, sem oltið hefur úr kolli mínum, einhvern glaðan dag í október.  (sjá hér)

Já, það er ekki eins og maður fái góðar hugmyndir daglega.  LoL

Þessi uppfinning, að þurfa ekki að skræla kartöflurnar við tilbúning á kartöflustöppu, olli allt að því straumhvörfum í lífi mínu.

Tíminn er dýrmætur og nú get ég eytt skræl-tímanum í tóma vitleysu.  Sideways

--------------------------------------

EN !!!  Hversu margir lesendur hafa nýtt sér þetta tækniundur ?

ENGINN ?  W00t

Er ég þá að blogga til einskis eða hvað ?  Frown

Ekki trúi ég að nokkur maður, með heilbrigða bragðlauka, borði gervi-kartöflu-pakka-mús.  JAKK. Pinch

Hvernig væri nú að nýta sér, að fá svona úthugsað húsráð ?

050

Upp með svuntuna:

Sjóða kartöflur....
stappa þær með hýðinu í kartöflupressu sem fæst í flestum matvörubúðum.....
mjólk....
sykur....
smá salt.....
smjör ef vill.......

ALVÖRU KARTÖFLUMÚS  -  BRÆÐIR HVERS MANNS HJARTA.  InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Var rétt í þessu að borða plokkfisk og notaði uppfinninguna þína, sem gafst svona líka vel og með kartöflum og alles ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.3.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takk kærlega, þetta hafð mér ekki dottið í hug, þrátt fyrir, þessa líka fínu kartöflupressuna, úr búsáhaldabúðinni í Kringlunni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.3.2008 kl. 17:32

3 Smámynd: Þórunn Ella Hauksdóttir

Mamma myndi æla ef þú reyndir að bjóða henni upp á þetta ;)

Annars er ég með betri hugmynd, sniðganga kartöflustöppur nema ef einhver annar býður upp á svoleiðis... 

Þórunn Ella Hauksdóttir, 11.3.2008 kl. 17:36

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Kartöflupressa ? HVAÐ ER NÚ ÞAÐ ? Ég hef alltaf skrallað og pressað sjálf, alltaf lærir maður eitthvað nýtt, þó gömul sé

Svanhildur Karlsdóttir, 11.3.2008 kl. 18:51

5 Smámynd: Ragnheiður

hey það er langt síðan ég prófaði þetta en hinsvegar borða ég líka platmúsþ

Ragnheiður , 11.3.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mig langar svo að stríða þér Ragnheiður.    Jájá, læt það bara eftir mér;

Þú skrifar platmúsþ.  Þetta er bein afleiðing af áti á platkartöflumús... maður verður smámæltur og ómögulegur.  Nú þarftu að taka þig saman í eldhúsinu og gera alvöru kartöflustöppu. 

(Þessi auglýsing var í boði kartöflubænda.  )

Anna Einarsdóttir, 11.3.2008 kl. 20:33

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

verður ekki músin öll í brúnum flyksum eftir hýðið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.3.2008 kl. 22:31

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei Gunnar...... það er nefnilega heili galdurinn.  Kartöflurnar koma í mauki í gegn en hýðið situr eftir í pressunni.    Svo skefur maður hýðið af með hníf og pressar næsta skammt.

Anna Einarsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:38

9 Smámynd: Brynja skordal

Takk nú verða Eldhús störfin leikur einn syngjandi kát

Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 342862

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband