Sonur minn var tekinn.

 

Tveir teknir fyrir fíkniefnaakstur í Borgarnesi (sjá hér)

Þetta er fyrirsögnin á Vísi.is.  Síðan kemur;

Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna. Ökumennirnir eru báðir á þrítugsaldri. Þá var annar ökumaður á fertugsaldri tekinn í morgun vegna ölvunaraksturs.

Fram kemur í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra að í síðasta mánuði hafi 96 ökumenn verið teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna á landinu öllu eða að meðaltali 3,3 á dag.

------------------------------------------------

Sonur minn er annar þeirra sem var stöðvaður.  Það eru engin tíðindi hér á bæ, því hann var um tíma tekinn í dópleit þrisvar í viku.  Hann gat ekki um frjálst höfuð strokið og ef hann átti að mæta í vinnu í Reykjavík á tilteknum tíma, þurfti hann að fá bílinn minn lánaðan til að vera viss um að vera ekki tekinn og koma þar með of seint í vinnu.  Sonur minn, eins og margir aðrir unglingar, hefur fiktað við einhver efni, einhvern tíma..... en hann er hreinn núna og hefur verið það nánast í ár.  Lögregluyfirvaldið í Borgarnesi er hins vegar ekki á því að gefa unglingum sem vilja bæta ráð sitt, tækifæri. 

.

Mér finnst sjálfsagt að lögregla taki menn í tékk..... en hversu oft má lögregla stöðva sama einstakling ?  Er í lagi að taka einn einstakling í 50 dópleitir á þremur árum.... og finna nánast alltaf ekkert ?  Eru engar vinnureglur um þessi mál innan lögreglunnar ?

.

Hér eru lögregla, sýslumaður og sýslufulltrúi margoft búnir að sýna, bæði mér og honum, að þá skortir alveg þroska í mannlegum samskiptum.  Ef lögregla brýtur á honum.... t.d. með því að eyðileggja eigur hans eða með því að láta hann standa úti í kulda og frosti í hálftíma á skyrtunni einni saman, meðan þeir leita í bílnum hans..... þá er ekki viðlit að kvarta til sýslumanns því hann frussar bara á mig í símann, snýr útúr og er dónalegur.  Það eru mörg vitni af dónalegri framkomu hans við mig.  Sýslufulltrúi bætir um betur og öskrar í símann þegar ég tala við hann. 

.

Þetta er allt sami grautur í sömu skál og mér finnst grauturinn vondur.

.

Borgarneslögreglan virðist hafa það markmið að verða fræg fyrir að taka flesta fíkniefnanotendur.  Þeir senda ALLT í fréttirnar.  Það gleymdist þó að geta þess í síðustu frétt, að prufan kom út hrein, utan smá litabreyting á eitt efni sem fæst ekki einu sinni á Íslandi.  Sonur minn fór því fram á að tekin yrði blóðprufa í kjölfarið.

Ef Reykjavíkurlögreglan sendi inn samskonar fréttir af öllum málum sem upp koma... þar sem grunuðum, jafnt og þeim sem teknir eru með nánast ekki neitt, yrðu alltaf gerð góð skil.......  þá erum við væntanlega að tala um að gefið yrði út heilt  aukafréttablað á Íslandi um þessi mál.

.

Ég gæti skrifað langan texta um einelti lögreglunnar gagnvart syni mínum, sem staðið hefur í 10 ár....eða frá því að hann var 11 ára gamalt barn.... en ég nenni því ekki núna.

.

Þess má samt geta, að þegar tveir erlendir menn réðust á son minn og börðu,, annar þeirra hafði áður hótað honum lífláti vegna þess að sonur minn var á föstu með fyrrv. kærustu hans,,  var hringt á lögregluna og beðið um aðstoð en lögreglumaður á vakt sagðist upptekinn við annað og skellti á.  Sonur minn komst undan á hlaupum.... bólginn, marinn og með glóðarauga.

.

Það er afleit staða að geta ekki treyst lögreglu, sýslumanni né sýslufulltrúa, ef eitthvað alvarlegt kemur uppá. 

 ---------------------------

Sonur minn er núna í skóla, stundar AA fundi og er á allan hátt að standa sig vel í lífinu.  Ég er mjög stolt af honum.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það máttu líka vera Anna mín og hann af sjálfum sér að standa af sér slíkar ofsóknir. Þetta er oft galli, sérstaklega í smábæjunum...en menn mættu vel læra umburðarlyndi með dashi af skynsemi

Ragnheiður , 20.3.2008 kl. 12:10

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Held að það fari lítið fyrir réttindum þolenda, og hef ekki séð marga talsmenn þeirra, Lögreglan verður að hafa verklagsreglur eins og aðrar starfstéttir, en það vantar aðhald.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.3.2008 kl. 12:10

3 identicon

það getur tekið allt uppí tvö ár að fá frið.Við fíklar þurfum að ávinna okkur traust uppá nýtt.Gott að strákurinn er hreinn og hvert sinn sem hann er tekinn hreinn sannar hann sig.En ca 2 ár tekur það.Gangi ykkur vel.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 12:14

4 identicon

Sæl Anna

Var að renna yfir bloggið og sá þessi skrif þín um meðferð á syninum sem er hreint ekki til fyrirmyndar.

Það þarf undirritað samþykki hans til líkamsleitar og leitar í ökutæki sem hann er umráðamaður yfir/einn á ferð svo einfalt er það.Hann á að neita þessu hiklaust.

Séu veður válynd eins og nú og hann settur utan ökutækis á skyrtunni einni saman og buxum þá er þetta klár niðurlæging og verulega aðfinnsluverð.

Ef þín lýsing á samskiptum við yfirmenn hans er rétt eftir þér höfð þá skalt þú bara kæra málið til Dómsmálaráðuneytisins á því átt þú fullan rétt sem foreldri.

Rökstuddur grunur þarf að vera til líkmamsleitar og leitar í ökutæki og neinti hann því þarf úrskurð dómara og rétt að hafa það í huga.Þá ber samkvæmt lögum að gera þér viðvart sé hann undir 20 ára aldri og þér sé gefin kostur á að mæta á staðinn strax sem talsmaður hans.

gangi þér vel

Þór Gunnlaugsson

fyrrv.uppl.fltr.

LR Reykjavík

þór gunnlaugsson (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 12:23

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þór.

Kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar.  Hann er farinn að neita leit, í hvert skipti og er þá jafnan handtekinn.  Þá verða þeir að skrifa skýrslu og það er okkar leið til að verjast.... því við munum fara fram á afrit af öllum skýrslum, haldi þeir þessu áfram.   Við munum líka hafa samband við Dómsmálaráðuneytið. 

Hann er nú orðinn 21 árs en fyrsta áreiti lögreglunnar gagnvart honum var á þessa leið:

Hann var 11 ára.  Ég var stödd erlendis en móðir mín var hjá börnunum mínum.  Lögreglan hringdi heim kl. 11 að kvöldi.... og skóladagur daginn eftir.  Lögreglumaður kynnir sig og spyr móður mína hvar sonurinn hafi verið þá fyrr um kvöldið.  Hún segir sem er, að hann hafi verið heima allt kvöldið.  Þá biður lögreglumaður um soninn í símann.  Lögreglumaður úthúðar syni mínum fyrir meint einelti fyrr um kvöldið.  Samt var amma hans búin að segja hvar hann hafði verið !   Ömmunni og syninum var mjög brugðið við þetta.  Þegar ég kem heim og frétti þetta, hringi ég í sýslumann.  Hann bregst ókvæða við og segir að ég sé að hindra að þeir upplýsi eineltismál.

Lögregla má ekki tala við svo ungt barn - einn við einn.

Og þetta er bara eitt dæmi af mörgum um framkomu þeirra gagnvart honum.

Anna Einarsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Þú og sonur þinn eigið alla mína samúð,kannast við svona  löggu-einelti vegna eins fjölskyldumeðlims, hér í þessum litla bæ

Svanhildur Karlsdóttir, 20.3.2008 kl. 13:41

7 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Illt er að heyra - þetta er hrein og klár mannvonska af hálfu yfirvalda. Fyrst  þeir geta farið með sitt í fjölmiðla, þá myndi ég gera það sama.  Gangi ykkur vel.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.3.2008 kl. 13:57

8 identicon

Sammála Ásgeiri!!!

Maddý (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 15:28

9 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Anna, þetta eru ófagrar lýsingar. Gangi þér vel í baráttunni. Smávarnaðarorð: Þín orð mega sín lítils, þú verður að hafa eitthvað í höndunum ef þú ferð lengra með þetta.

Kristjana Bjarnadóttir, 20.3.2008 kl. 15:58

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hrikalega finnst mér írónískt að fyrstu afskiptin hafi snúist um einelti, en framhaldið farið síðan að lykta eins og einelti sömuleiðis. Svona verklag á ekki að líðast. Vonandi fer þessu að linna, en ég er ansi hrædd um að það þurfi afskipti frá dómsmálaráðuneytinu til. Ég er líka sammála Ásgeiri, ef þið hafið hugrekkið sem þarf í slíkan pakka. Gangi ykkur allt í haginn

Bjarndís Helena Mitchell, 20.3.2008 kl. 16:01

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek undir hvert orð hjá honum Ásgeiri þarna.

Marta B Helgadóttir, 20.3.2008 kl. 16:08

12 identicon

Þetta er einelti að hálfu lögreglunnar, ég þoli ekki svona einelti. Ég get ekki sagt að sonur þinn sé "saklaus" en mér heyrist á þér að hann er ekki heldur neinn glæpamaður. Það hafa margir prufað ýmis vímuefni án þess að verða glæpamenn fyrir vikið. En svona er þetta því miður á smærri stöðum út á landim, og oft í reykjavík. Menn eru stiplaðir glæpamenn fyrir hluti sem mér finnast ekki vera glæpsamlegir.

Mér finnst þetta líka sýna vott um að lögreglan þarna er illa upplýst. Þeir halda kannski að þeir séu að taka aðalglæpamennina á svæðinu þegar þeir eru að níðast á fórnarlömbum aðstæðna.  Þessir lögreglumenn hafa líka ætlað sér að útrýma dópi á svæðinu og ráðast á nokkra saklausa neitendur. Lögreglan virðist ekki hafa neina þekkingu á því sem þeir eru að gera.

Svo getur sonur þinn alltaf neitað og krafist þess að læknir meti hann og dæmi hann undir áhrifum. Málið er að fíkniefni eru mikið lengur á leiðinni úr blóðinu en fólk er svo undir áhrifum, lögin viðurkenna það, það gæti verið að hann hafi fengið sér eitthvað fyrir nokkrum dögum og efnin eru enn í líkamanum. Sonur þinn þarf að játa að vera undir áhrifum og það þarf að vera staðfest af lækni svo það sé hægt að dæma hann sekan.

Það þarf að breyta kerfinu svo að saklausir neitendur verði ekki hafðir að glæðamönnum.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 16:30

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er ekki einelti, þetta eru ofsóknir!

Edda Agnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 18:39

14 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Eg myndi radleggja ykkur ad kaupa diktafon og taka oll samskipti vid logreglu og syslumann, getur verid gott ad hafa upptoku i hondunum ef mannrettindi eru brotin og embeattismenn vidhafa donaskap opg skeating.

Georg P Sveinbjörnsson, 20.3.2008 kl. 18:56

15 identicon

Fyrir mörgum árum síðan var ég á leið heim snemma á sunnudagsmorgni og orðin bensínlítil svo ég ákvað að bíða hjá bensínstöð eftir að  það yrði opnað þar, ég reiknaði með 10 mín. bið.  Svo ég lagði bílnum og ákvað að leggja mig líka meðan ég biði. Svo ég hallaði mér aftur í sætinu og lokaði augunum.....Þá skyndilega var beint að mér háu ljósunum á löggubíl, út úr honum steig laganna vörður,ábúðarmikill á svip, gekk til mín og spurði:" Á hvaða leið ert þú?"

"Ég er að bíða eftir að bensínstöðin opni" stundi ég uppúr mér,og stillti mig um að segja að ég væri ekki á neinni leið enda augljóst, bíllinn ekki í gangi og hafði verið lagt í stæði þarna á planinu.

Spaugstofan er með raunsanna lýsingu á mörgum "alvörulöggum"  

Áslaug Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 23:05

16 identicon

Sæl aftur Anna

Hafi þurft að beita handtöku í hvert skipti þá hefur hann átt rétt á aðstoð lögmanns og eða talsmanns kjósi hann svo það er alveg á hreinu.

Ég get fullyrt það eftir 42 ár í þessu starfi að svona vinnubrögð hefði ég aldrei liðið og svona aukalega þá var ég í Blönduóssliðinu í 18 ár.´Þar var reglum stranglega framfylgt og er svo enn við allar afgreiðslur mála og hafi einhver þurft að kvarta þá voru dyr æðstu yfirmanna alltaf opnar og fólki tekið ljúfmannlega en það kom studum fyrir sérstaklega eftir að menn þurftu að nota tvo jafnfljóta eftir að sírteinið fauk.

Það má bara aldrei gerast að fólk sé niðurlægt af lögreglu og ef yfirmenn slíkra embætta sýna einnig hroka ber að víkja þeim úr starfi umsvifalaust.

Þó ber að hafa í huga að hafa þarf stíft eftirlit með fíkniefnum allstaðar og hefur ykkar svæði ekki farið varhluta af þessum óþverra en þá verða löggæslumenn að fara varlega og nota heilbrigða skynsemi í störfum sínum og hafa rökin sín megin ekki tilgátur.

Ég veit bara það eitt að svona lagað hefði ekki komið fyrir á minni vakt og einhverjir hefðu mætt á teppið og kanski heim af vakt ótímabundið.

Þið skuluð krefjast aðstoðar lögmanns næst við handtöku og keyra málin síðan áfram af hörku í gegn um Dómsmálaráðuneytið og krefjast opinberrar rannsóknar á svona embættisathöfnum

með kveðju

Þór Gunnlaugsson

fyrrv.uppl.fltr

LR Reykjavík.

þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 15:16

17 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þetta sýnir sannarlega að misjafn sauður er í mörgu fé. Ég hef bara góða reynslu af lögreglunni, bæði í Rvík og á Skaganum. Man þegar strákurinn minn var nýkominn með bílpróf og átti kærustu í Kópavogi. Löggan þar lagði hann í jákvætt einelti, stoppaði hann reglulega og sektaði ef hann fór ekki eftir reglum, mér fannst það frábært og núna tíu árum seinna segir hann það sama. Í þínu tilfelli virðast þetta vera ofsóknir og langrækni á hæsta stigi.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.3.2008 kl. 16:12

18 Smámynd: Halla Rut

Svona fer það þegar menn gleyma hlutverki sínu og fyrir hverja þeir eru að vinna. Farðu að ráðum Þórs Gunnlaugssonar hér að ofan og láttu drenginn biðja um lögmann næst þegar hann er tekinn. Einnig getur þú kært ofsóknina með aðstoð lögmanns og gætir farið fram á gjafsókn.

Halla Rut , 21.3.2008 kl. 21:12

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hlýtur að vera ömurleg lífsreynsla, að lenda svona ítrekað í þessu. Tek undir orð margra hér, farðu að ráðum Þórs Gunnlaugssonar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.3.2008 kl. 02:25

20 identicon

 

Sæl öll.. áhugavert að lesa þetta.....

svo það komi framm var eg síðast TEKINN MEÐ FÍKNIEFNI Í DESEMBER 2005.......

(fyrirutan páskana 2007 þegar þeir toku af mer pappír sem fanst 0.04gr af tóbaksblönduðu kannabisefni sem er ekki einu sinni neysluhæfur skammtur, bara milsna)

Lögreglustjórinn i Borgarnesi, Sýslumaður og nokkrir úr lögreglunni eru manneskjur sem að lýður ýlla og eru að taka það út á krökkum hér í bæ, það væri hægt að skrifa fínustu bók um ótrúlegustu sögur af mér og mínum samskiptum við lögregluna og þessa sýslu bleiður..

 hérna i fyrra var mér hrint út um hurðina á lögreglustöðinni á akranesi, sturtað úr töskunum mínum þegar ég var að koma úr skólanum á bílskursgólfið á lögreglustöðinni og dótið mitt varð allt i smurolíu, handtekið mig harkalega um miðjan dag afþvi eg spurði af hverju þeir væru að taka mig, handjárnað mig utan um ljósastaur á miðjum rúnt hringnum meðan leit var gerð,það er gersamlega traðkað á okkar rétti þegar við höfum beðið um lögfræðing, beðið um að fá að hringja i foreldra eða reint að gera eithvað i okkar málum, hvernig þessir menn tala við okkur og koma framm við okkur er aumkunnarvert og virkilega leiðinlegt, þið getið rétt ýmindað ykkur hversu gott mannorð maður hefur i 2000 manna bæjarfélagi þegar maður er handjárnaður utan um ljósastaur á áðalgötunni meðan lögreglan leitar (árangurslat i bílnum)

  og fl og fl og fl...

þetta höndlar maður ekki til lengri tima og sérstaklega ekki þegar að maður er að reyna taka sig a og bæta sitt mannorð, maður er lítillækkaður hérna hægri vinstri af ásettu ráði meðann þessir pappakassar eru i eithverjum löggu leik, ekki af ástæðu lausu sem maður flutti búferlum úr Borgarnesi..

Kær páskakveðja BInni.

ég var og er enginn engill, en heldur enginn glæpamaður og það á ekki að þurfa taka

 

Sonurinn (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 21:57

21 identicon

Sæll Binni

Ert þú að lýsa meðhöndlun á sjálfum þér af ´lögreglumönnum á Akranesi því að ef svo er að þá mun Jón Óla yfirlögregluþj ekki hafa vitað um svona vinnubrögð né Ólafur sýslumaður báðir miklir sóma menn.

Ef þú ert með dagsetningar á þessum atvikum legg ég til að þú sendir þetta í tölvupósti til þeirra

Ég hef nú aldrei heyrt það fyrr að menn séu handjárnaðir við ljósastaura og hvað þá á almannafæri í miðbæ en ég vil vekja athygli á því að notkun handjárna er fyrsta stig handtöku og ber    skýlaust að upplýsa menn um lagarétt sinn og vísa í svör mín hér að ofan um leit.

Það kann aldrei góðri lukku að stýra að lögreglumenn lýti á ungmenni og aðra borgara sem eitthvert úrhrak og að það sé bara gott mál að sturta úr skólatöskum á bílskúrsgólf en ég á bágt með að trúa því að engin yfirmaður þessa embættis sé meðvitaður um þessi atvik og mun ég koma orði í eyra þeirra Jóns og Ólafs um að skoða mál ungmenna.

Fikniefni verða því miður alltaf blettur í okkar samfélagi  en neysla þessara efna í fyrstu eru tengd feimni og óframfærni til að ganga í augun á stúlkum eða öðrum kjaftforum karlmönnum sem eru að ná sér í fórnarlömb og þetta séð aðgangeyrir að einhverri alsælu.

Það er mun áhrifaríkara að vinna með ungmennum og alltaf var stöðin hjá mér opin um helgar og oft glatt á hjalla enda ungmenni velkomin til skrafs og ráðagerða um ýmis mál allt frá vandamálum í skóla og út í þeoríur.

Unglingadrykkjur í heimahúsum leið ég ekki og hafði leyfi og aðgangslykkla heils bæjarfélags í vasanum í fjarveru foreldra til að stemma stigu við slíku og aðstoða þau en ekki með einhverjum  yfirgangi og látum því að það hefði engu skilað.Annað mjög mikilvægt var að þau gátu rætt við mig í trúnaði með sín vandamál og fengið aðstoð og enn í dag eru þessi sambönd traust þegar ég hitti þessi fyrrverandi ungmenni með sín eigin börn á förnum vegi og er þá oft glatt á hjalla í verslunarmiðstöðum við endurfundi og hleypir það funa í hjartastöðina.

gangi þér allt í haginn vinur en minnstu þess að taka U beygju í burtu hafir þú grun um að einhver af vinum þínum sé að föndra með efni.

góðar stundir

þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:22

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sæll aftur Þór.

Sonur minn lýsir einu dæmi frá Akranesi.  Öll önnur dæmi sem tekin eru, þ.m.t. að vera handjárnaður við ljósastaur eru héðan úr Borgarnesi.  Enda er ég (móðirin) einungis að gagnrýna lögregluna og sýslumanninn í Borgarnesi, framkomu þeirra við hann, mig, kærustu sonarins ofl.

Sýslumaður og lögreglustjórinn í Borgarnesi eru fullmeðvitaðir um framkomu lögreglu við hann.  Það sem verra er.... sýslumaður kemur fram af þvílíkum hroka, við bæði hann og mig, að útilokað er fyrir mig að ræða við hann.  Ég hef vitni að því.   Mín tilfinning er sú að ákvarðanir um hverskonar meðferð sonurinn fær, komi frá sýslumanni og lögreglustjóra.

Það er efni í annan pistil, hvernig lögreglan tók á móti kærustu sonarins, þegar þau byrjuðu saman.  Hún var illa niðurlægð, fyrir framan fullt af fólki á páskum í fyrra.

Síðan er líklega rétt að geta þess, fyrst ég er byrjuð, að sonur lögreglustjórans var tekinn á 130 km. hraða undir Hafnarfjalli, með fullan bíl af strákum, enginn í öryggisbelti.  Honum var sleppt ... gegn því að hann segði engum frá.  Þeir sem með honum voru í bíl, sögðu hins vegar frá.  Þegar ég "reyndi" að eiga samtal við sýslumann um jólin og hann svaraði mér endalaust með hroka og dónaskap, þá endaði með því að ég sagði að "það væri ekki sama hvort sonurinn væri minn eða lögreglustjórans".... og lét sýslumann vita af þessu atviki undir Hafnarfjalli.  Mér fannst koma á hann og svo svaraði hann  "að strákurinn hefði víst fengið sekt... fyrir að vera ekki í öryggisbelti"  Mín skoðun er sýslumaður veit af þessu atviki og lætur það líðast.

Sýslumaður er heitur sjálfstæðismaður og hann notaði m.a. tækifærið þegar ég var að sækja um skilnað fyrir 6 árum, ásamt mínum fyrrverandi og rakkaði mig niður í pólitík.  Smekklegt !  Ég bað þá vinsamlega að geyma það umræðuefni, þar til skilnaðarfundi væri lokið - og þá mættu þeir halda áfram.  En þetta atvik er í mínum augum ekkert alvarlegt... sýnir bara að hann missir sig í annað en starfið sitt á köflum.

Mín skoðun er og hefur verið í nokkur ár;  sýslumaðurinn í Borgarnesi er ekki starfi sínu vaxinn og lögreglustjórinn ekki heldur.  Saman eru þeir afleitir og valda því að hópur af Borgnesingum nýtur ekki þess öryggis sem löggæslan á að veita.  Ég þori að skrifa þetta því ég og mín fjölskylda höfum engu að tapa í þessu máli - en allt að vinna.

Enn og aftur, kærar þakkir fyrir að leiðbeina okkur í þessu máli, Þór.

Anna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:53

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Smá viðbót:  Ég spurði son minn um atvikið á Akranesi og hann segir að það var lögreglumaður úr Borgarnesi sem hrinti honum út um hurðina á lögreglustöðinni á Akranesi.  Þá var sonurin tekinn við Hvalfjarðargöng og fluttur á stöðina á Akranesi, af lögreglu úr Borgarnesi.

Anna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 14:05

24 identicon

Sæl aftur Anna

Veistu það Anna að eftir lestur svars þíns þá sat ég hugsi um stund en tók síðan ákvörðun um að vekja athygli Dómsmálaráðherra Björns Bjarnasonar á þessum greinum þínum með beiðni um aðstoð þér til handa og fylgir póstur til ráðherra hér með

góðar stundir

Sæll og blessaður Björn´
Þar sem við Bloggum báðir þá langar mig að láta þig vita um skrif móður í samskiptum sínum við lögreglumenn og sýslumanninn sjálfan í Borgarnesi.
Ég hef ekki ástæðu til að rengja hana og hef bætt ráðleggingum þar inn fyrir hana meðal annars að kæra máið beint til þín í Dómsmálaráðuneytið.
Ég hef heyrt af þessu áður en þetta er svo gróft að engu tali tekur.Mér þætti vænt um að móðurinni og fjölskyldu hennar verði gert kleyft að gefa formlega skýrslur til ráðuneytisins enda ekki hægt annað.Meðf.er linkur beint inn á skrifin.
http://annaeinars.blog.is/blog/annaeinars/entry/480176/
með bestu kveðjum
þór gunnlaugsson
fyrrv.uppl.fltr.
LR Reykjavík.

þór gunnlaugsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 16:25

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott hjá þér Þór! Vonandi að málið verði tekið föstum tökum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 17:05

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Við þökkum þér kærlega fyrir aðstoðina Þór og ég var satt að segja að vona að þú leiddir mig þessa leið. 

Anna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 17:06

27 identicon

Alveg er ég barasta hissa á þessari illsku hjá ykkur mörgum hverjum hér út í Lögregluna.Að mínu mati er Lögreglan einungis að vinna vinnuna sína,það er ekki eftirsóknarvert starf að vera Lögreglumaður í dag.Lögreglustarfið það er vanmetið starf,og getur Þór Gunnlaugsson sem hér á undan tekið örugglega undir það.Hann Þór er hinn mætasti maður,og veit ég hver hann er.Sonur minn hefir oft,oft,margsinnis,verið stoppaður og aðallega bílnum hans oft snúið við,hann hefir valið sér því miður ansi ógæfusama vini,til að vera með,og er það ástæðan fyrir því hve oft hann er stoppaður,en hvort að eitthvað hefir fundist veit ég ekki,þar sem að hann býr annarsstaðar þá veit ég sem minnst. Alltaf segist hann vera saklaus,einhver ástæðan er fyrir því að hann er stoppaður hann segir mér sem minnst.Reyndar er ég þakklátur því eftirliti sem Lögreglan hefur,þó deila megi um vinnubrögð þeirra líkt og þú skrifar um Anna.Hvar sannleikurinn er í málum sona okkar vita þeir best sjálfir,óskandi að þessir ungu menn komi  til og eigi bjarta framtíð.             Anna frá Holti, gangi ykkur sem allrabest.

Númi (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:35

28 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er engin illska í gangi.  Ég er löghlýðin og hef aldrei brotið neitt af mér.  Ég ætlast líka til að börnin mín séu löghlýðin.  Þegar sonur minn braut rúðu fyrir áratug, lét ég hann fara með sína eigin peninga og greiða fyrir rúðuna og biðjast afsökunar.   Sonur minn hefur misstigið sig en er á réttri braut núna.  Það, að hann hafi gert eitthvað af sér einhvern tíma á ekki að þýða að hann missi mannréttindi sín til frambúðar.  Ég væri ekki að skrifa um þetta ef lögreglan væri bara í venjulegu eftirliti.  Það hefur margt fleira gengið á, sem ég hef enn ekki skráð hér.... atriði sem misbjóða öllu venjulegu fólki.  Og ástandið hefur verið svona í alltof langan tíma. 

Finnst þér t.d. eðlilegt Númi, að kærasta sonar míns var tekin föst á Skírdag í fyrra, sótt í vinnuna sína af lögreglu, handjárnuð og keyrð heim, þar sem hún bjó í blokk.  Þar voru þrír lögreglubílar, fullt af lögregluþjónum og leitarhundur.  Íbúðinni hennar var snúið við.  Litli bróðir hennar sá hana í handjárnum.  Prúðbúnir gestir í fermingum sáu þetta allt saman.  Ekkert fannst.  Stúlkan var með hreina sakaskrá þegar þetta gerðist EN var á föstu með syni mínum.  Og gettu hvað !  Gamli kærastinn hennar, sem hótað hafði henni lífláti, meitt hana og eyðilagt öll fötin hennar ásamt myndum og persónulegum munum, var sá sem sendi lögreglu í þessa heimsókn.

Hún hafði ítekað beðið lögreglu um aðstoð og nálgunarbann á manninn.... en lögregla hafnaði því þrátt fyrir fullan ruslapoka af niðurklipptum fötum, líflátshótanir í sms formi ofl.... og hljóp svo erinda hans eins og ekkert væri. 

Nei Númi.  Ég væri ekki að skrifa þetta ef allt væri bara eðlilegt og í lagi.
Ég man í fljótu bragði ekki eftir neinum sem hefur sýnt mér meiri lítilsvirðingu en sýslumaðurinn hérna.  Veistu hvað það er erfitt að koma barninu sínu til manns, þegar það fær alltaf sömu skilaboðin frá yfirvaldi staðarins:  "Þú verður aldrei neitt" ?  Fjölmargir unglingar hérna bera nákvæmlega enga virðingu fyrir lögreglunni - og það er afleit staða.

Síðan þætti mér vænt um ef þú segðir til þín Númi.... sem veist svo margt um mig en ég hef ekki hugmynd um hver þú ert. 

Anna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 23:05

29 identicon

Já Anna þú átt alla mína samúð,og ég veit hve erfitt er að koma barni sínu til manns.Undanfarin 12 ár er ég búin að vera í basli með þennan son minn sem ég skrifaði íum hér á undan,við foreldrarnir(skilin og misskilin í dag,langt síðan annars) erum að mínu mati hin ágætustu fyrirmyndir,ég til að mynda snerti hvorki áfengi né tóbak og hefur það ætíð verið svo,þarf ekki neitt gerfi til að sýnast hver ég er.Móðirinn er hinn mesta perla,enda ættir að rekja frá sunnanverðu Snæfellsnesi,en þaðan kemur gott fólk líkt og þú veist.En aftur að því sem að við vorum að skrifa um,að þá á ég ekki orð til að lýsa þeirri aðferð sem var beitt á tengdadóttur þína.Vonandi kemur eitthvað út úr aðstoðs Þórs Gunnlaugssonar sem hefir verið að skrifa hér á undan,vonandi bankar hamingjan einhvern daginn hjá okkur öllum.Ha á ég að segja til mín,,forvitin ha.?

Númi (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:26

30 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já, frekar forvitin. 

Annars er ég býsna hamingjusöm þrátt fyrir allt.

Anna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 23:52

31 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sonur minn biður mig að koma því á framfæri að tveir lögregluþjónar hérna séu góðir lögregluþjónar.  Það eru þau Laufey og Jón Arnar.

Það þarf líka að segja frá því sem gott er. 

Anna Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 00:16

32 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kærasta sonar míns var handtekin á annan dag Páska árið 2007. (lre. á kommenti nr. 32).  Ekki að það skipti öllu máli, en rétt skal vera rétt.

Anna Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 11:04

33 identicon

Hvernig var með húsleitina á Bifröst? Segir hún ekki eitthvað um Borgarneslögguna? Ég er ekki að gera lítið úr eiturlyfjavandanum en þessi húsleit var langt yfir strikið. Borgarneslöggan með vopnaða sérsveitarmenn og hunda ruddist inn í þrjár íbúðir þar sem meðal annars var fjölskyldufólk með lítil börn. Hver var niðurstaðan? 0,5 g af dópi.

Sjá eining:http://www.visir.is/article/20080311/FRETTIR01/80311081

Ein hissa (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:58

34 Smámynd: Landfari

Jahérna. Þetta er rosaleg lesning. Að vísu höfum við bara aðra hliðina hér en hún lofar ekki góðu.

Held nú samt að það sé gáfulegast og málsaðilum fyrir bestu að blanda ekki pólitík inn í þetta enda kemur hún þessu ekkert við. Er ég þá að vísa í bloggara hér að ofan og orðræðu sýlumanns við síðuhöfund.

Tek heilshugar undir áðurkomnar athugasemdir að þetta mál þarf að skoða ofan í kjölinn.

Landfari, 28.3.2008 kl. 23:42

35 identicon

Af hverju skrifaði yfirmaður fíkniefnalögreglunnar, Björn Halldórsson, undir byssuleyfi fyrir Franklín Steiner og hvað varð af ríflega 3 1/2 kílói af amfetamíni, kókaíni, hassi, LSD og morfíni sem vantaði í geymslu lögreglunnar? Atli Gíslason lögmaður var látinn rannsaka málið en niðurstaða hans hefur aldrei verið birt opinberlega og flokkast nú undir ríkisleyndarmál. Þrátt fyrir þessi hneykslismál var enginn látinn sæta ábyrgð og þess vegna bitnuðu þau á orðstír lögreglunnar í heild sinni sem er ósanngjarnt gagnvart þeim lögreglumönnum sem höfðu hreinan skjöld í þessum málum.

Einn af mörgum reyfurum sem skrifaðir voru á fjórða áratugnum um ógnir maríúananeyslunnar.

Mörgum þótti skjóta skökku við þegar fréttist að Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, hefði skrifað upp á byssuleyfi fyrir þekktan fíkniefnasala hér í bæ. Látið var að því liggja að umræddir aðilar væru samverkamenn til margra ára. Fíkniefnasalinn hafi í skjóli friðhelgi ástundað iðju sína óáreittur gegn því að veita fíkniefnalögreglunni upplýsingar um keppinauta sína. Aðspurður kvaðst dómsmálaráðherra ekki hafa neitt út á þessa tilhögun að setja. Verslun með upplýsingar í afbrotamálum er að vísu ólögleg samkvæmt íslenskum lögum, en í þessu tilviki, líkt og í mörgum öðrum, eru embættismenn ríkisins hafnir yfir lög. Þeir þurfa ekki að standa reikningaskil gerða sinna, í þetta sinn, frekar en oft áður.

Stolnar fjaðrir

Þrátt fyrir aflát ráðherrans vekur þessi frétt óneitanlega upp ýmsar spurningar. Er fíkniefnasalinn á mála hjá Birni eða er Björn á mála hjá fíkniefnasalanum? Skreytir fíkniefnalögreglan sig með stolnum fjöðrum? Að hvað miklu leyti er uppljóstrun fíkniefnamála rannsóknum hennar að þakka, eða má rekja flestar þeirra til upplýsinga frá lögvernduðum dópsölum? Stunda íslenskir fíkniefnalögreglumenn sölu á fíkniefnum líkt og ýmsir kollegar þeirra erlendis? Þurfa þeir að gangast undir lyfjapróf eins og tíðkast hjá sambærilegum starfstéttum út í heimi?

"Stunda íslenskir fíkniefnalögreglumenn sölu á fíkniefnum líkt og ýmsir kollegar þeirra erlendis?"

Með þessum vangaveltum er ekki verið að vega að heiðri íslenskra fíkniefnalögreglumanna né gera störf þeirra tortryggileg í augum almennings, heldur hitt að vekja máls á því hvort ekki sé nauðsynlegt að koma á innra eftirliti með störfum löggæslunnar, líkt og háttur er annars staðar, og eðlilegt þykir. Jafnframt þurfa íslensk stjórnvöld að gera upp við sig hvort tilraun lögreglunnar til að miðstýra íslenskum fíkniefnamarkaði sé vænleg til árangurs, svo ekki sé minnast á lagalegar eða siðferðislegar forsendur hennar. Erlendis hafa þesskyns afskipti aðeins aukið umfang vandans. Tilburðir íslenskra stjórnvalda til að draga úr neyslu amfetamíns er gott dæmi um hvernig íhlutun misviturra ráðamanna gerir stundum illt verra.

Í upphafi skal endinn skoða

Árið 1970 sendi samstarfshópur um ávana- og fíknilyf frá sér álit þar sem fram kom að örvandi lyf væru talsvert misnotuð, einkum amfetamín. Nefndin lagði til að fylgst yrði betur með lyfjaávísunum lækna. Með reglugerð árið 1974 varð amfetamín eftirritunarskylt. Þetta þýðir að sjúklingurinn þarf að hafa undir höndum sérstakt lyfjakort, sem landlæknir veitir, til að fá lyfið sitt. Skömmu eftir að þessari skipan mála var komið á fór að bera á ólöglega innfluttu amfetamíni á fíkniefnamarkaðinum. Neytendur amfetamíns höfðu ekki lengur aðgang að læknum og leituðu nú til fíkniefnasala til að fullnægja þörf sinni fyrir örvandi lyf. Til að auka gróðann af sölunni og fjármagna eigin neyslu er amfetamínið drýgt með mjólkursykri eða öðrum íblöndunarefnum. Gæði efnisins dvína því verulega. Að sama skapi jókst kaupverð amfetamíns gífurlega frá því sem áður var. Hvoru tveggja leiddi til þess að sumir neytendur hófu að sprauta efninu í æð. Þannig fæst hámarksnýting á hverju grammi. Þegar hér er komið sögu hefur eðli spíttneyslunnar breyst drjúgum. Fram er kominn harður kjarni sprautuneytenda sem svífst einskis til að útvega sér fjármagn og lyf. Innbrot og önnur glæpastarfsemi verða fylgifiskar fíkninnar. Tilraunir með inntöku efna eins og fortrals, morfíns og annarra sterkra verkjadeyfandi lyfja fara vaxandi.

"Spyrja má hvort að stjórnvöld hefði betur setið á strák sínum og horft framhjá misnotkun amfetamíns á meðan hún var að einhverju leyti undir eftirliti lækna."

Ekki þarf að fjölyrða um þann gífurlega vanda sem af þessari þróun hefur hlotist. Áætlað er að 300 manns á Íslandi sprauti sig daglega með efnum sem hafa örvandi verkun. Nú er svo komið að landlæknir gengur fram fyrir skjöldu og biður yfirvöld um að dreifa nálum og sprautum meðal þessa ólánssama hóps. Spyrja má hvort að stjórnvöld hefði betur setið á strák sínum og horft framhjá misnotkun amfetamíns á meðan hún var að einhverju leyti undir eftirliti lækna. Afskiptasemi opinberra aðila hratt af stað atburðarás sem leitt hefur til ófremdarástands sem ennþá er ekki séð fyrir endann á.

(Birtist sem kjallaragrein í DV í febrúar 1997)

gunnar þórisson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:42

36 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Illt er að vita af svona leiðindarmálum......En í fyrsta lagi eru í lögreglunni frábærir menn en einnig líka menn sem eru starfi sínu ekki vaxnir.

Ég þekki marga sem hafa lent í svipuðu ...það er að vera hættir í rugli en eru stöðvaðir af lögreglu og teknir í tékk...margir af þeim eru bara mjög ánægðir með það og fagna því að lögreglan sé að reyna gera eitthvað í þessum efnum.

En miðað við þessar lýsingar þá skil ég vel að ykkur sé heitt í hamsi.

Lögreglan á að sýna öllum kurteisi.

Eina sem ég get bent á er að mér hefur alltaf fundist svolítið furðulegt að í starf sem er líklega 99% mannleg samskipti skuli ekki vera lögð meiri áhersla á þá hluti í Lögregluskólanum .....Sálfræði...kennslufræði osfrv....í Stað þess er lögð ægileg áhersla á sund og hlaup.

Einnig finnst mér að Lögreglumenn þyrftu að vera eldri.....það eru alltof margir ungir lögregluþjónar til sem taka búningin full hátíðlega.

Einar Bragi Bragason., 29.3.2008 kl. 02:39

37 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Varðandi komment 38 þá get ég verið sammála um að það eigi ekki að blanda pólitík inn í málið.  Það má þó velta því fyrir sér hvort það sé farið að hafa áhrif á jafnræðisreglu á Íslandi, hversu margir sjálfstæðismenn sitja í stólum sýslumanna og dómara ?

Komment 39;  Þar kemur Gunnar inn á að innra eftirlit skorti hjá lögreglunni og ég get verið sammála um það.  Að öðru leyti vil ég að umræðan hér sé ekki um eiturlyf heldur löggæslu.  Ég vil að það komi fram að ég er mjög á móti eiturlyfjum, hef aldrei prófað slík og mun aldrei gera.  Það gleður mig því mjög að sonur minn sýndi þá skynsemi sem ég vissi að hann byggi yfir, að hætta í efnum sem eru stórhættuleg og eyðileggjandi. 

Komment 40;  Algerlega sammála þér Einar Bragi, varðandi sálfræðihlutann.  Ef sonur minn og kærasta hans hefðu alltaf bara verið stöðvuð og tekin í tékk og sýnd eðlileg framkoma, þá væri ég ekki að skrifa hérna.  Það að sonur minn skyldi vera handjárnaður við ljósastaur algerlega af tilefnislausu,  hún sótt í vinnuna og handjárnuð og framkvæmd stórleit heima hjá henni um páska, og ekkert fannst í hvorugt skiptið.... ásamt fleiri dæmum, sem veldur því að við erum ósátt.  Við erum alveg varnarlaus gagnvart þessu.  Lögreglan virðist geta gert það sem henni sýnist og sýslumaður leggur alltaf blessun sína yfir allt.

Komment 40.  

Anna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 342819

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband