Spil og leikir.

 

Í kvöld fer ég að spila bridge.  Þetta er síðasta kvöldið af þremur í sameiginlegri keppni Akurnesinga, Borgnesinga og Borgfirðinga. 

Nú spyr ég;  í hvaða sæti lendi ég ?

Athugið að samkvæmt reglum og reglugerðum, má enginn giska á sama númerið.

Nei, nú mismælti ég mig. Pinch   Það mega engir tveir giska á sama sætið.

Möguleikarnir eru 1-18. 

.

CB065495 

.

 

Nú má ég ekki spila rassinn úr buxunum.  Gasp   

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmmm þú varst handhafi bikars, sá ég einhverntíma.....

....ég spái þér fyrsta sæti

Góða skemmtun! 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

auðvitað stefnirðu á toppinn og engar refjar. ég má þó ekki giska sam gisk og forgiskari minn. ekki vil ég fara að spá þér einhverju second class sæti, svo ég segi bara pass

Brjánn Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Tiger

  ... þú hlýtur að lenda í 4 sæti. Akurnesingar hljóta að verða í 1, öðru og 3ja sæti. Jamm, segjum að þú verðir í 4 sæti ljúfan. Eigu nú góða helgi og hafðu það gott - og gangi þér náttúrulega vel.

Tiger, 18.4.2008 kl. 18:54

4 Smámynd: Brattur

... 3ja sæti... ekki spurning...

Brattur, 18.4.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: arnar valgeirsson

ah, það er búið að taka frá fyrstu fjögur. sjitt.

þannig að ég segi auðvitað

sjötta...

arnar valgeirsson, 18.4.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Ragnheiður

9

og ég hef sem betur fer aldrei rétt fyrir mér í svona giski

Ragnheiður , 18.4.2008 kl. 21:06

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ferlegt, búið að taka frá toppinn. Fúlt að þurfa að  spá þér einhverju neðar.  Læt mig hafa það að segja 5. sæti, þvert á minn hug. Good  luck

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:21

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Miðað við myndina ert þú frekar að pókerast með 'Royal Flush'.

Ég myndi nú vilja vita um að hvort þú er vínarkeddlíng, eða staðlaður ameríkani í sagnkerfum, áður en að ég innti að kunnáttu þinni á ítalska nákvæmnislaufinu.

Ég giska blint í ólsen að þú verðir breytilega áttan.

Steingrímur Helgason, 19.4.2008 kl. 00:09

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Enginn giskaði rétt.  Pressan sem ég lagði á sjálfa mig, með því að blogga um þetta, reyndist mér ofviða.    Makkerinn minn gat ekki mætt svo ég spilaði við nýjan makker.  Það er skemmst frá því að segja að ég beið afhroð. 

Óheppin í spilum, heppin í ástum.   

Anna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nýr makker í keppni kann aldrei góðri lukku að stýra. Það gengur bara betur næst - er það ekki annars? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:32

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jú.     Nú liggur leiðin bara upp á við.

Anna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:58

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahahaha sniðug færsla og en sniðugri komment! Þú ert frábær Anna mín! Hils til þíns heittelskaða!

Edda Agnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 10:17

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég skila því Edda mín.

Getur einhver lánað mér buxur ?

Anna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 10:20

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Well....þú veist þetta með kynlífið og bridge... ef þú hefur ekki góðan makker, þá er eins gott að hafa góða hönd

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 342814

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband