Mér er mál að blogga um íslenskt mál.

 

Það er ekki heiglum hent að læra íslensku.   Orð geta verið skrifuð eins en verið þó með mismunandi framburði.  Dæmi;

Vilborg = Villa  (linur framburður)
Villumelding = villa  (harður framburður)

Hvernig eiga útlendingar að sjá muninn ?  Gasp

Varstu að kalla Kalli ?  Shocking 

.

Dóttir mín, 11 ára, er að gera ritgerð um Snorra Sturluson.  Henni fannst hann eiga of margar frillur. (með linum L-um)  Snorri var náttúrulega ekki í lagi;  1 trilla og 3 frillur.  GetLost

.

OseburgShip

.

Ef útlendingar koma í búð og biðja um Só Fasett er ekki víst að þeir fái það sem um er beðið.

Þeir þurfa að segja Sófa sett.

Kannski þeim gangi betur að tala, ef þeir fá sér málband ? FootinMouth

.

Það er mjög hvimleitt þegar fólk heilsar mér mjög hratt.

Hæ´na.  Pouty

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ertu í stuði kona? Ég er að deyja hérna úr hlátri... veik

Edda Agnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Einar Indriðason

Á sama hátt, þá skulum við skoða eftirfarandi:  lítill polli er klæddur í polla-galla, en það er enginn galli á gallanum, sem er gott, því ef pollinn myndi detta ofan í poll, þá er gott að það er ekki galli í gallanum upp á leka.

Annað sem ég man eftir, varðandi orðskiptingar milli lína, var orðið:  "síma-sandi" .... Ég hugsaði mig lengi um... hvaða sandur er þetta?

Annað er ... "síma-landi".  Á sama hátt og sandurinn, hvaða land er þetta? 

Skilaboð á vegg, þarna er verið að bjóða einhverja kónga velkomna.  (Eða hvað?)  "Nosmo-king" ? 

Annars held ég, Anna (og Brattur) að það gæti verið við hæfi að fara að "fer-skeytlast á", með tilheyrandi STOPP-um inn á milli.

Góða helgi

Einar Indriðason, 19.4.2008 kl. 12:45

3 identicon

Man eftir útvarpsauglýsingu sem var lesin svona:" Útgerðarmenn athughið Flott Einarnir eru komnir, Hampiðjan " (eða eitthvað svoleiðis) Hvað ætli þetta hafi átt að þýða? Tek það fram að þulurin var rammíslensk.

Ásdís (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 13:53

5 identicon

Hæanna!  Ég man líka eftir fyrirsögn í dagblaði sem var svona:" Ístruflanir á norðurlandi"  Ég var lengi að hugsa um hvað þetta væri.  "Ístru-flanir"? ?  Sá fyrir mér allskonar líkamlega kvilla sem væru að hrjá fólk fyrir norðan.  Kviðslit,offituvandamál, já og kalla í hvítum bol sitjandi fyrir framan imbann með bjórinn í hendinni ( já kellingar líka) með ístruna komna út um víðan völl.

Áslaug Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 15:04

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skólapiltar fara á fjöll.

Faðma heimasætur.

Ungar stúlkur elska böll

einkanlega um nætur.

Þessa vísu kenndi Helgi Ágústsson frá Birtingaholti mér fyrir margt löngu. Auðvitað er verið að tala um dansleiki þarna í seinni partinum, en ekki eitthvað súper-dónalegt.

Sæmundur Bjarnason, 19.4.2008 kl. 15:36

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér er mál að blogga,

mælir Anna rjóð.

Gerist glatt í Mogga,

gefum henni hljóð.

Sæmundur Bjarnason, 19.4.2008 kl. 15:48

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Datt í hug - af því að ég sé hvað Brattur yrkir ljúflega til þín og sem smá innlegg í lin og hörð ell..... :)

....hvort hann ætti nokkurn bróðir sem senda mætti suður? Jafnvel þó hann sé bara Halli..........

Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 16:00

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:49

10 Smámynd: Hugarfluga

Nákvæmlega!! Og orðin "flugnager" og "ístruflanir" missa alla meiningu ef þú segir flug nager og ístru flanir.  Aumingja útlen dingarnir.

Hugarfluga, 19.4.2008 kl. 23:31

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bestu bloggvinir í heimi...... þið. 

Hrönn;  Brattur á ekki bróður á lausu EN !  Hann á tvífara.  Indriði er víst svo líkur honum að unun er á að horfa.  Leitaðu að Indriða. 

Anna Einarsdóttir, 20.4.2008 kl. 14:26

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ok.....

Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 17:15

13 identicon

og þetta með að vinna í happadrætti og vinna vinnuna sína

hildur (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 342812

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband