Merkilegt merki.

 

Heili okkar þarf marga viskuna að meðtaka - og vitleysuna líka ef út í það er farið.  Það getur verið þrautin þyngri að ná bílprófi þessi síðustu ár.  Endalaust mörg merki sem þarf að læra og kunna.

.

Ég er t.d. ekki alveg klár á þessu.  FootinMouth

.

merki 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Hvort er þetta bannmerki, boðmerki, eða... viðvörunarmerki?

(eða jafnvel... barmmerki?)

Einar Indriðason, 11.8.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Er þetta merki frá Íran eða Afganistan?

Edda Agnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ekki spyrja mig Einar.  Ég er að spyrja ykkur. 

Það eina sem ég veit er að merkið er ættað frá Kóreu.

Anna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:32

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er augljóslega leiðbeiningarmerki og sýnir hvernig smávaxnir karlar eiga að sýnast hærri í loftinu en konur. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 18:34

5 Smámynd: Páll Rúnar Elíson

Það er líka hægt að kíkja undir veggin.He he.

Páll Rúnar Elíson, 11.8.2008 kl. 19:16

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef ég væri spurð á prófi, hvað þýðir merkið, þá væri svar mitt;

Það er leyfilegt að kíkja á konur á klósettinu,.... ef þær eru í rauðum fötum.

Anna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:11

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... og rauðar í framan líka :)

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 20:19

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er ekki bara nóg að roðna um leið og kallinn kíkir ? 

Anna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað er kallinn að gera á kvennaklóinu??? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:26

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Hann er að kíkja á konuna. 

Anna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:35

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, en...  hvar er klósettvörðurinn sem á að reka hann út? Hún hefur örugglega farið út að reykja. Svona er að banna reykingar á klósettum! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:39

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En kannski þýðir merkið "Karlar mega ekki standa á klósettgólfinu" ? 

Anna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:00

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Já, það er nefnilega meira en mögulegt... og í leiðinni æfir hann handleggsvöðvana með því að hífa sig upp, síga niður, hífa, síga, hífa, síga...  Svo er auðvitað undir hælinn lagt (Brattur þarf að greina hvað er lagt undir hælinn og af hverju) hvort það er kona hinum megin við vegginn.

En þetta er altént fín líkamsrækt fyrir karlgreyið... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:03

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svo er hægt að taka merkið alveg bókstaflega;  Það má kíkja á konu á klósetti ef hausinn er af.    

Anna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:12

15 Smámynd: Brattur

... heyrði ég neyðarkall... þessi blái er náttúrulega ekkert annað en neyðarkall...
...undir hælinn lagt getur þýtt að það vanti upphækkun á hælinn til að geta kíkt yfir... oft eru notaðar bækur sem Davíð Oddsson hefur skrifað... en þá er líka talað um að stíga á vitleysuna... sem þýðir þá á endanum að það er bölvuð vitleysa að kíkja yfir veggi...

Brattur, 11.8.2008 kl. 21:18

16 Smámynd: Linda litla

Ég myndi segja að þetta táknaði að karlmenn gera allt til þess að geta litið niður á konur

Linda litla, 11.8.2008 kl. 23:40

17 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er þetta ekki "Bláa höndin" að kíkja niður úr Svörtu loftum, og gá hvað "Rauða hættan" er nú að gera af sér. -

Hann setur sig sjálfan skör hærra, - og lítur niður á hana. - 

Hún horfir fram á veginn,  og lítur ekki upp til hans. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.8.2008 kl. 00:51

18 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

ég segi að þetta merki segi : að ekki sé ráðlagt að standa í stiga þegar stiginn fær engann stuðning

Íris Guðmundsdóttir, 12.8.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 342811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband