Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Svarið kemur fyrir kl. 11.00 í kvöld.

 

Hérna er bíll;

.

429478_25_full 

.

Gefum okkur að tveir prakkarar gangi að þessum bíl og skrifi nöfnin sín með kámugum fingrunum á hann.....  hvað kallast það ?


Svona á bara alls ekki að gera í vinnunni.

.

 

.

.

Það er nú munur að eiga bloggvin sem varar ykkur við.  Wink


Lang erfiðasta gáta sem ég hef lagt fyrir ykkur.


Hvað er athugavert við þessa mynd ?

.

016

.


Saxbauti.

.

Árið 1975 voru til 4 áleggstegundir í nærliggjandi verslun við átthaga mína;

Hangikjöt, rúllupylsa, spægipylsa og malakoff.

Það er dálítið merkilegt hvernig maður safnar upplýsingum í gagnabankann (heilann).  Stundum man maður alls ekki eitthvað sem ætti að "munast".  Svo getur maður vitað eitthvað sem gagnast engum.

Ég veit t.d. að Saxbauti í kvartdós kostaði heilar fjögurhundruð og eitthvað árið 1975 á meðan heildós af fiskibollum kostaði hundrað og eitthvað.

Nauðsynlegar upplýsingar ?

Aftur á móti hef ég ekki hugmynd um af hverju þeir hættu að framleiða Saxbauta.  GetLost

Og hverjir voru ÞEIR ?  Ora eða Kea ?

Svo man ég að skilagjald á gosflösku var 5 krónur.  Til hvers man ég það ?

Eitthvert árið kostaði appelsínflaska 13 krónur innihaldið en 18 krónur með gleri.

Og við afgreiðslu sagði maður;  "Ætlarðu að taka hana með þér eða drekka hana hér"?

Allar ofangreindar upphæðir eru í gömlum krónum.

.

180px-Isl_Krone

.

Ef ég væri tölva, væri ég löngu úrelt.  Pouty

 

.


Katla Gustavsberg í faðmi fjölskyldunnar.

 

 

.

069 

.

Maður er sko orðin STÓR.   Fjölskyldan eyðir stórfé í mat handa mér.  LoL


Ár á Íslandi eru alltaf nefndar eftir kindum.

 

Botnsá er nefnd eftir kind með risastóran rass

Hvítá ...........eftir hvítri kind

Kiðafellsá ........ eftir afkomanda geitar og kindar.  Sú var ekki fótviss

Grímsá ..... eftir kind í eigu Gríms

Norðurá .......   eftir kind að norðan

.

klaustur_07 

.

Rangá ..... eftir kind sem tekin var í misgripum

Leirá .....eftir kind sem alltaf datt í drullu

Reykjadalsá ..... eftir afar merkilegri kind sem reykti í laumi

Langá ...... eftir einstaklega langri kind

Hrútafjarðará ....... eftir kind sem elskaði hrút í næsta firði

Selá ...... eftir kind sem búið var að ákveða að selja

Kálfá ......... eftir kind sem hélt alla tíð að hún væri kálfur

.

.

Ekkert skrítið að við séum hálfskrítin, fyrst að forfeður okkar voru svona skrítnirFootinMouth

 


Farið varlega.

 

Margir Íslendingar eiga um sárt að binda, vegna fjölmargra slysa undanfarna daga.

Með hluttekningu kveiki ég á kerti og bið ykkur jafnframt um að fara varlega í umferðinni.

.

candle 

.


Draumurinn.

 

Mig dreymdi draum.  Ég var að vinna og átti að fara með einhvern pakka inn í geymslu.  Til þess að komast þangað, þurfti ég að ganga í gegnum herbergi.  Í herberginu sátu Ingibjörg Sólrún og Jóhanna Sigurðardóttir á fundi.   Ég heilsaði og brosti til þeirra.  Þær litu upp en heilsuðu ekki og héldu bara áfram fundi, eins og ég væri ekki þarna.

Nú spyr ég;  Á ég að kjósa þær aftur, eftir svona framkomu ?  Pouty

.

isg         287-220

.


Menn bora misjafnlega í nefið.

.

Ég tilkynnti vinnuveitanda mínum í síðustu viku að það væri eitthvað að mér, ég væri bara aldrei veik.  Fékk þessi orð mín beint í hausinn, því ég er búin að vera lasin heima í dag.  Hef legið eins og tuska í rúminu og borað í nefið.

Þessi mynd er samt ekki af mér.

.

bora_nef

.


Ekki fréttir og mynd.

 

Í kommenti við síðustu færslu, fékk ég óskir um fréttir úr Borgarbyggð.  Þar sem ég er hvorki kjaftakerling né fréttaritari, bendi ég fréttaþyrstum á ..............

ÞETTA.  Whistling   Já eða hreinlega að fá sér að drekka.

 

Ásdís, gömul skólasystir, en samt ekki mjög gömul sko, Woundering  en þó frekar gömul miðað við unglinga, já og eiginlega mjög ung miðað við gamlingja,, sendi mér þessa mynd af Hafnarfjalli.  Takk Ásdís.  Glæsileg mynd.  Smile

.

Hafnarfjall 

.

Ég gekk á Hafnarfjallið árið 2006 og það reyndist lítið mál að skrönglast þangað upp.

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 342814

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband