Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eins og talað úr mínu hjarta.

 

Auðvitað eiga þeir sem gömbluðu með fé landsmanna að skila því.  Í mínum huga ber útrásarvíkingunum að skila öllu því fé sem þeir eiga.... m.ö.o. vera þeir fyrstu til að greiða upp skuldir þjóðarinnar.  Síðan, þegar því er lokið, á að ganga að okkur ábyrgðarmönnunum. 

Sem vissum samt ekki að við værum ábyrgðarmenn, enda var manni kennt að skrifa ekki uppá fyrir ókunnuga.  Blush

Ég er sammála Atla Gíslasyni varðandi það að ætli þessir menn sér að stinga af með auðinn, þá eiga þeir ekki landvistarrétt á Íslandi í framtíðinni.  Hins vegar, skili þeir því sem þeir tóku frá þjóðinni og biðjist fyrirgefningar, þá er ég til í að taka þá í sátt.  Við verðum að muna að þeir eru líka fólk og að þeir eiga líka börn.  En á sama hátt eiga þeir að muna eftir okkar börnum sem erfa munu landið.

.

crop_500x 

.


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apar.

 

Vinkona mín sendi mér nýlega skemmtilega frásögn í tölvupósti;

.

Eftir að hafa fylgst með þætti á Animal planet í nótt, þá hef ég komist að því að það geti ekki verið rétt sem sagt er, að fólk geti ekki breyst. Þátturinn var um Babun apa (ef þeir þá heita það á íslensku). Þessi ákveðni flokkur var, eins og aðrir babunaflokkar, uppfullur af sterkum alfakarlöpum sem fóru illa með kvenapana, börðu hina karlapana og gerðu í raun lífið erfitt fyrir meirihluta hópsins.  Svo komust þessir apar í matarafganga eftir einhverja túrista. Það vildi ekki betur til en svo að kjötið var sýkt af einhverri hroðalegri bakteríu og meirihluti babunahópsins dó.  Það sem var merkilegt var að allir alfakarlaparnir dóu (trúlega verið frekastir og borðað mest) en eftir voru þá kvenapar í meirihluta og þessir félagslyndu og góðu karlapar sem höfðu verið undirgefnir alfakarlöpunum áður.  Nú eru liðin tuttugu ár frá því þetta gerðist og þessi hópur hefur vaxið og dafnað.  Þar ríkir mjög sérstakur andi, mikil félagshyggja, allir eru jafnir, borða jafnt og hjálpa hver öðrum.  Þegar ungir karlapar koma, sem eru uppfullir af alfakarlapastælum þá bjuggust rannsóknarmenn við að allt gæti breyst aftur en það hefur sýnt sig að þessir ungu apar hafa bara fallið inn í þennan nýja lífsstíl þegar um hálft ár er liðið frá komu þeirra i hópinn.  Ég er ekki að segja að mannskepnan sé alveg eins og babunar.. en ég held að við séum ekki langt undan.  Ég er heldur ekki að segja að við þurfum að losa okkur við alfakarlana en þetta segir mér að ef þessi hópur getur breyst og bætt sína framkomu við hvert annað.. ja þá hljótum við að geta breyst líka og bætt okkur og okkar framkomu við náungann. 

.

babun1 

.

Gæti hugsast að sjálfstæðismenn séu í eðli sínu alfakarlapar ?  FootinMouth


mbl.is Hart deilt á stjórnarandstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur heldur mig sig.

 

Man einhver eftir ÞESSU HÉRNA ? 

Ég er eiginlega ánægð með að Geir væni Jóhönnu um ósannsögli.  Smile

Jóhanna er sú persóna sem langflestir treysta.  Jóhanna myndi aldrei fara að ljúga að þjóðinni.  Geir undirstrikar því bara eigin bresti með þessum ummælum.  Og ég sem hélt að hann myndi ganga með veggjum eftir viðtalið við BBC..... ÞETTA.    Íííííí, ég skammast mín svo.  Blush 

En sumir aðrir kunna bara ekki að skammast sín ! 

Mér líður stundum eins og ég sé að horfa á brúðuleikhús.  Davíð heldur í spottana og Geir og Hannes Hólmsteinn eru aðal-dúkkurnar.   Hræðilega þreytandi leikhús.  Frown  

.

Má ég þá heldur biðja um Prúðuleikarana.

.

muppet-show 

.


mbl.is Davíð og dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust efnahagsstjórn.

 

Það mætti halda að Íslendingar líti samskonar augum á stjórnmálaflokka eins og enskir líta á fótboltalið.  Það er haldið með liðinu - sama hvað !

Sumir eru svo miklir sjallar að þótt flokkurinn seldi ömmu kjósandans, myndi kjósandinn samt halda áfram að setja x við dé-ið.  

Af því bara.  Hef alltaf gert það.  Afi gerði það líka.  Og pabbi.

.

Sjálfstæðisflokkurinn lagði það pólitíska landslag sem leiddi til efnahagshruns þjóðarinnar.  Þeir einkavæddu og settu reglurnar og áttu að sjá til þess að eftirlit væri fullnægjandi.  Og þeir brugðust illilega.

Kjörorð þeirra fyrir síðustu kosningar var Traust efnahagsstjórn.  JoyfulSmileLoL

Hahahahahaha  LoL

Fyrirgefið.... mér finnst þetta bara svolítið fyndið.

.

Kæru Íslendingar.

Með því að kjósa sjálfstæðisflokkinn aftur eruð þið að leggja blessun ykkar yfir efnahagslegt hrun landsins.  Leggja blessun yfir ærumissi okkar á alþjóðavettvangi.  Leggja blessun yfir spillinguna. 

Ekki gera það.... plís.  Heart

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og þungu fargi af mér létt.

 

Það er eins og þungu fargi sé af mér létt að sjálfstæðisflokkurinn skuli vera kominn í frí.  Happy

Mér líst afar vel á málefnasamning nýju ríkisstjórnarinnar,  svo vel að það mætti halda að ég hefði smíðað hann sjálf !   Án gríns þá hjó ég ekki eftir einu einasta atriði sem ég var ósátt við varðandi málefnin.  Nú er að sjá hvort ríkisstjórin fái starfsfrið fyrir sjöllunum.  Það væri nú alveg eftir þeim að reyna að skemma fyrir góðum verkum.  GetLost

Ef ég hefði ráðið öllu, (það skal tekið fram að ég réð engu) sæjum við dálítið öðruvísi samansetta ríkisstjórn.  Ég er mjög sátt við helminginn af ráðherrunum en hæfilega efins varðandi hinn helminginn.  Hefði viljað sjá önnur andlit í sumum stólunum án þess að ég ætli að tilgreina sérstaklega hverjum.

Það gladdi mitt hjarta þegar Jóhanna sagði í sjónvarpinu áðan að hún ætli ekki að bruðla.... hún ætli bara að forgangsraða rétt.  Það er nákvæmlega málið þegar auraráð eru lítil og ég treysti henni fullkomlega til að standa með þeim sem minnst mega sín.

Áfram Jóhanna og til hamingju !  Wizard

medium_johanna_sigurdardottir_vef_2003488892


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amen á eftir efninu.

 

Myndir þú einhvern tíma stofna fyrirtæki, ráða 63 starfsmenn, skipta þeim í nokkra hópa og segja sem svo..... "sá hópur sem stendur sig best fær að vinna áfram eftir 4 ár" ?

Er það ekki beinlínis ávísun á að hver hópurinn vinni gegn öðrum ?

Og að fái einn hópur góða hugmynd, verði hún rifin niður af hinum hópunum vegna þess að velgengi einhvers hóps ógnar tilveru þess næsta ?

Af hverju erum við með svona furðulegt kerfi á Alþingi ?

Ég segi fyrir mig að stofnaði ég fyrirtæki, vildi ég að starfsmenn ynnu að hag fyrirtækisins sem ein heild.   Og þannig er það í öllum fyrirtækjum.

.

RegionalNetworkingGroups 

.

Því er það staðföst skoðun mín að flokkakerfið sé úrelt... hafi það einhvern tíma verið gott.

Endurvekjum lýðræði á Íslandi og kjósum fólk.

Leggjum niður gömlu flokkana í næstu kosningum.

Amen.

.


Ung, vitlaus og klaufaleg... ég segi ykkur það í trúnaði.

 

Á undanförnum árum hefur mér blöskrað hvernig það hefur komist í tísku að ráða algerlega óreynda "stuttbuxnadrengi" í ábyrgðarmikil störf jafnframt því að eldra fólk hefur oft á tíðum verið "afskrifað" mjög ótímabært.

Þrátt fyrir bráðungan aldur minn hef ég öðlast þann þroska að gera mér grein fyrir að mér eldra fólk er með meiri reynslu en ég.  FootinMouth   

Reynsla lífsins er stórlega vanmetin.  Sumt er bara ekki hægt að læra af bóklestri. 

En það er líka hægt að reyna að læra af þeim sem eldri eru ef maður vill verða skynsamur sem fyrst.  Sem ég er að reyna.  Ég sagði REYNA.  Blush

Nú kem ég að vandasömum kafla.  Ætlunin var að vísa í blogg sem mér finnast góð hjá tveimur bloggvinum mínum sem ég HELD að séu eldri en ég.  En nú er ég búin að hljóma eins og þeir séu eldgamlir !  Gasp

Þeir fyrirgefa mér vonandi hvað ég er ung og vitlaus og kem klaufalega fyrir mig orði.... á þessu lyklaborðiWink

.

Má ég kynna;

Stefán J Hreiðarsson 

og

Helgi Jóhann Hauksson

.


Undrast viðbrögð nokkurra bloggara.

 

Ég fagna þeirri ákvörðun Björgvins að segja af sér og að taka fjármálaeftirlitið með sér.

Auðvitað átti hann að segja af sér strax í kjölfar bankahrunsins sem og forsætisráðherra, fjármálaráðherra og bara allur þingheimur eins og hann leggur sig, ásamt fjármálaeftirliti og seðlabanka - skrifað með litlum staf.

Ef hrun efnahagsmála á Íslandi dugir ekki sem ástæða afsagnar, hvað er þá nægilega slæmt til að réttlæta afsögn ? 

Ég undrast viðbrögð nokkurra bloggara við þessum tíðindum.

Á bloggsíðum hef ég lesið orð eins og "lágkúruleg afsögn", "aumingjaleg" "lágt lagst" og fleira í þeim dúr.

Því spyr ég;  Vilduð þið að einhver axlaði ábyrgð - eða vilduð þið það ekki ?

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Játning Halldórs.

 

Á netinu er að finna afskaplega merkilega ræðu Halldórs Ásgrímssonar á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í febrúar 2005.

Hér má líta valda kafla úr ræðunni; 

.

"Þeir eru örugglega til sem vildu fá aftur ríkisrekna banka og fjárfestingarsjóði, svarthvítt sjónvarp og frí frá því á fimmtudagskvöldum, en gætum við hin ekki fengið að spegla okkur í sólargeislum framtíðarinnar og þeim feykilegu tækifærum sem felast í henni?

Er íslenskt viðskiptalíf nógu duglegt við að koma þessum boðskap á framfæri? Að hér hafi verið sköpuð tækifæri til vaxtar og útrásar? Nei, það held ég ekki. Gleymum því ekki að til er önnur hugmyndafræði sem gengur út á að hið opinbera eigi að auka afskipti sín af atvinnulífinu og vill setja á boð og bönn um alla skapaða hluti. Vilja Íslendingar hverfa aftur til þess tíma þegar gengisfellingar, verkföll, verðbólga og atvinnuleysi tóku lungann úr fréttatímum sjónvarpsstöðvanna? Nei, það held ég alls ekki".

framsokn2 

.

og síðar í ræðunni kemur þetta;

 

 

"Ég leyfi mér að fullyrða að einkavæðingarferlið, ef svo má að orði komast, hafi gengið vel undanfarin ár og til þess fallið að auka samkeppni og skilvirkni í þjóðfélaginu, neytendum til hagsbóta. Íslensku viðskiptabankarnir eru gott dæmi um slíkt. Heldur einhver að afl þeirra, sem sýnir sig ekki bara í lækkandi vöxtum og þjónustugjöldum heldur einnig í magnaðri útrás og starfsemi á erlendri grundu, hefði stóraukist eins og raun ber vitni undir væng ríkisvaldsins? Ég held ekki og hef ég þó prýðilega trú á sjálfum mér og öðrum stjórnmálamönnum! Það hefur sannast á undanförnum misserum að þessum rekstri er einfaldlega betur fyrir komið í höndum einkaaðila". 

.

og loks;

"Mig langar til að enda tölu mína á því að vísa í upphaf og endi þess sem hér hefur verið umfjöllunar, nefnilega þann glæsilega árangur sem náðst hefur fyrir tilstuðlan dugmikillar þjóðar sem lætur smæð sína ekki slá sig út af laginu heldur siglir ótrauð áfram, jafnvel þótt stundum blási hraustlega á móti. Á sama hátt og ég leyfi mér að telja okkur stjórnmálamennina að nokkru leyti ábyrga fyrir þeim góða árangri sem náðst hefur, fyrst og fremst með því að skapa ákjósanleg og hvetjandi skilyrði, þá er það og okkar hlutverk að móta framtíð sem býður upp á enn frekari tækifæri.

Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Að hér á þessari litlu og hjartfólgnu eyju starfi kraftmikil alþjóðleg fyrirtæki, sem hafa kosið að eiga hér höfuðstöðvar vegna ákjósanlegra skilyrða af hálfu stjórnvalda, vegna þess mannauðs sem í landinu býr og vegna mikils og góðs stöðugleika, hvort sem er í efnahaglegu eða stjórnmálalegu tilliti".

.

37c

.

Undirstrikunin er gerð af bloggsíðuhöfundi. 

Loksins er hér einn maður sem lýsir sig ábyrgan !! 


Ort af tilefni.

 

Þetta fann ég á netinu en veit ekki hver höfundur er;

.

Ort af tilefni.

.

Var það þess virði
þú víkingur útrásarinnar
að láta land þitt að veði
svo legið þú gætir á allsnægtabeði
og kjamsað á ávöxtum ágirndar þinnar?
Var það þess virði
að veðsetja allt sem er dýrast
hneppa þjóð þína í helsi
hrifsa burt stolt hennar, manndóm og frelsi
svo aleinn þú fengir í höllum að hírast?
Var það þess virði
að veita þér allt sem þú þráðir
ánetjast gleði og glaumi
gjálífið þreyja í óminnisdraumi
– uppskeru njóta, þó engu þú sáðir?
Var það þess virði
að verða svo sjúklega ríkur
– að eignast allt þetta glingur?
Er ekkí hjarta þér dulítill stingur?
Því sá á jú ekkert, sem yndið sitt svíkur.

.

alfheidur-akranesi-fani-einn-480 

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 342795

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband