Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Óvissuferð.

 

Jæja góðir hálsar.

.

 

Þá er komið að árlegri óvissuferð Sparisjóðs grínista og nágrennis....

 

..... ferð sem allir eru velkomnir í og sérstaklega þeir sem ekki fengu boðsmiða til Rómar.  Grin

.

 

Við erum að fara til útlanda.

 

Við munum sjá ótrúlega fallegt landslag.... en líka inn í myrkan heim.

 

Við munum undrast, að það sem við sjáum sé mögulegt.

 

Við munum hitta persónu sem ég dáist að.   

 

Og við eigum að muna að þakka fyrir okkur, áður en við förum heim afturWink

(t.d. með því að segja eigandanum hvaða landskiki okkur finnst fallegastur)

 

.

Tilbúin ?

. 

Til að njóta sem best, þarft þú að fara nákvæmlega eftir fyrirmælum;

Staðsettu músina á orðinu *Hoppa*  hérna neðst á síðunni.

Lokaðu augunum og hafðu þau lokuð í næstum eina mínútu, áður en þú smellir á takkann.  

Eftir að þú smellir.... opnaðu augun hægt og rólega.... og njóttu ! 

.

Ertu ekki örugglega með augun lokuð ?

.

.

HOPPA !


Gáta.

 

Ef ég væri skjöldótt kú.......

.

og þú værir zebrahestur.........

.

Hvað væri þá Lýður Oddsson ?


Fallvalt ríkidæmi.

 

Ef ég væri ríkur

darírarírarírarírarí raríraríramm

þá myndi ég bara eyð´í vitleysu

darírarírarí ramm, bamm

.

Ef ég væri ríkur

darírarírarírarírarí raríraríramm

þá væri ég á iðjagrænni grein

og lofthræddur ég yrði, uppi þar.

.

.

Ég er bara að undrast texta, sem hafa verið gerðir og öðlast vinsældir.

Þessi er pínulítið breyttur .... en þið þekkið lagið. 

Það geta ALLIR búið til lagatexta !  Shocking

.

 

 


Hver er boðskapurinn í þessum háfleyga texta ?

 

 

Der var en skikkelig bondemand,                      Það var einn skikkanlegur bóndakall
han skulle ud efter øl.                                        sem ætlaði út eftir bjór
Der var en skikkelig bondemand,                      það var einn skikkanlegur bóndakall
han skulle ud efter øl.                                        Hann ætlaði út eftir bjór
Han skulle ud efter øl,                                       hann ætlaði út eftir bjór
han skulle ud efter øl, efter øl,                            hann ætlaði út eftir bjór, eftir bjór
efter hopsasa, tralalala,                                      og svo.... hoppaði og trallaði
han skulle ud efter øl.                                        hann ætlaði út eftir bjór
.

.
Til konen kom der en ung student,                     Þá kom til konunnar ungur stúdent
mens manden var ud' efter øl.                            er bóndinn fór út eftir bjór
Til konen kom der en ung student,                     þá kom til konunnar ungur stúdent
mens manden var ud' efter øl.                            er bóndinn fór út eftir bjór
Mens manden var ud' efter øl,                           er bóndinn fór út eftir bjór
mens manden var ud' efter øl, efter øl,               er bóndinn fór út eftir bjór, eftir bjór
efter hopsasa, tralalala,                                      aftur.... hoppaði og trallaði
mens manden var ud' efter øl.                            er bóndinn fór út eftir bjór
.

.

Han klapped' hende på rosenkind                     Hann klappaði henni á rósrauða kinn
og kyssed' hende på mund.                               og kyssti svo hana á munn
Han klapped' hende på rosenkind                     hann klappaði henni á rósrauða kinn
og kyssed' hende på mund.                               og kyssti svo hana á munn
Mens manden var ud' efter øl,                           meðan bóndi var úti eftir bjór
mens manden var ud' efter øl, efter øl,               meðan bóndi var út´eftir bjór, eftir bjór
efter hopsasa, tralalala,                                     aftur.... hoppuðu og trölluðu
mens manden var ud' efter øl.                           meðan bóndi var úti eftir bjór
.

.
Men manden stod bag ved døren og så,            En bóndinn í dyragætt stóð og allt sá
hvordan det hele gik til.                                     hvað gerðist þar inni hjá þeim
Men manden stod bag ved døren og så,            en bóndinn í dyragætt stóð og allt sá
hvordan det hele gik til.                                     hvað gerðist þar inni hjá þeim
For de trod' han var ud' efter øl,                        en þau héld´ann væri úti eftir bjór
for de trod' han var ud' efter øl, efter øl,            en þau héld’ann væri úti eftir bjór,eftir bjór **
efter hopsasa, tralalala,                                     aftur.... hoppuðu og trölluðu
for de trod' han var ud' efter øl.                         því þau héld´ann væri úti eftir bjór

.

.

Så skød han studenten og kællingen med,          Svo skaut hann stúdent og kjelluna með
og så gik han ud efter øl.                                    og svo fór hann út eftir bjór
Så skød han studenten og kællingen med,          svo skaut hann stúdent og kjelluna með
og så gik han ud efter øl.                                    og svo fór hann út eftir bjór 
Og så gik han ud efter øl,                                   Já svo fór hann út eftir bjór
og så gik han ud efter øl, efter øl,                        svo fór hann út eftir bjór, eftir bjór
efter hopsasa, tralalala,                                       aftur.... hoppaði og trallaði 
og så gik han ud efter øl.                                     svo fór hann út eftir bjór
.

.
** Ég gerði átta tilraunir til að hafa jafnt línubil.... só sorrý að þetta rennur saman.  Grin 







Hvað þætti þér sanngjarn og réttlátur dómur ef BARNIÐ ÞITT eða KONAN ÞÍN yrði fórnarlamb kynferðisglæpamanns ?

 

Hinn svarti dagur Dómaranna.

 

Látum nöfnin þeirra standa í svörtu  í allan dag á bloggsíðum okkar. Þau tala fyrir sig sjálf verkin þeirra. Og við erum með þögla yfirlýsingu um hvað okkur finnst um þau.

Það voru hæstaréttardómararnir; Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 ár sem var dómur héraðsdóms í 3 1/2 ár.

Hvar stendur þjóð sem skynjar ekki réttlæti sitt og traust á þeim sem eiga að fylgja því eftir???

Ég ætla að láta þessi nöfn og spurningu mína standa hér í dag með stórum svörtum stöfum. Vona að fleiri geri slíkt hið sama á sinni bloggsíðu.


Lífið og hamingjan....

 

HAFIÐ FYRIR REGLU AÐ HLUSTA

Á HVERJUM DEGI Á FALLEGT LAG,

LESA GOTT KVÆÐI, HORFA Á FAGRA

MYND OG, HELST AF ÖLLU,

SEGJA EITTHVAÐ VITURLEGT.

                                            - W. Goethe.

 

.

ap86905241408111217_big


Jón Steinar Ragnarsson.

 

Einn bloggvinur minn segir undursamlega góðar sögur.

Hann heitir Jón Steinar Ragnarsson

Gefið ykkur smástund til að lesa söguna Sáðmaðurinn blindi .....

.

c_documents_and_settings_jon_steinar_desktop_verkamenn

.

.... og hlusta á Hina hljóðu byltingu Eckhart Tolle sem finna má á síðunni hans Jóns Steinars.

.

Ég lofa ykkur að tímanum er vel varið á meðan.  Wink 

......................................

Fyndið..... Smile...... ég var búin að skrifa þetta blogg... en ekki búin að birta það... þegar Jón Steinar birtist í kommentakerfinu mínu og segir:  "Þú gætir verið skyld inn í mína ætt".

Svo núna skrifa ég bara..... skoðið hann frænda minn !

.


Týnda tóbakið.

 

Bjarni æskufélagi minn er orðinn bloggvinur....  þetta er sko skemmtilegt líf.  Smile

.........

Æskuminning........

Einu sinni sem oftar, sendi pabbi mig í verslunarleiðangur fyrir sig út að Vegamótum.  Hann vantaði Half and Half píputóbak.  Þetta hefur líklega verið árið 1975. 

.

486398142_96b56109f6

.

Ég bið um Half and Half-ið og borga fyrir það.  Sæmundur afgreiddi mig.  Við spjölluðum heillengi saman.   Síðan býst ég til brottfarar en finn þá ekki píputóbakið.  Spyr Sæmund hvort hann sjái það og í kjölfarið hefst mikil leit.  Við leituðum og leituðum... líklega í upp undir hálftíma.

Allt í einu segir Sæmundur:  "Ég er búinn að finna það" ! 

"Hvar" spyr ég.

"Það er undir hendinni á þér".

.


Ég sprakk.

 

Þegar maður vinnur við þjónustustörf, geta komið upp augnablik, þar sem manni er ómögulegt annað en að hlægja eins og vitleysingur.  Blush

.

Eitt sinn kom maður inn á veitingahúsið, sem ég vann á.  Þetta var um vetur.  Ég stend í afgreiðslunni.  Fyrir framan afgreiðsluborðið var langur dregill.  Maðurinn gengur að dreglinum en þegar þangað er komið, byrjar hann að taka skref afturábak...... reynir áfram og síðan afturábak... en er fastur.  Ég kíki og sé að hann er á mannbroddum.  Pikkfastur í dreglinum.  Hann juggar sér fram og aftur, án árangurs.... fram og aftur...  Ég reyni og reyni að fara ekki að brosa....... en skyndilega finn ég að mér var ómögulegt að halda andlitinu....er gjörsamlega að springa.  Átti engra kosta völ, hleyp úr afgreiðslunni og inn á kæli, sem er með mjög þykkri hurð og öskra úr hlátri. LoL  Slapp fyrir horn, eins og sagt er.

.

Í annað skipti kemur maður inn í banka sem ég starfa í á þeim tíma.  Hann talar við mig... mjög dimmum rómi.  Ég byrja að afgreiða hann.  Maðurinn talar mikið.  Allt í einu skiptir hann um gír og röddin fer algerlega upp á háa C-ið... með viðkomu á nokkrum nótum.  Vá.. þvílíkt raddsvið !!  Ég finn að ég var orðin rauð í framan.... alveg að missa mig.  Þá fer maðurinn aftur í bassaröddina og svo upp í skræk...... og ég spring !!  LoL  Hroðalega neyðarlegt. Blush

.

Dííííí....... maður hlær sko mest þegar maður reynir að hlægja minnst !


Helga systir.

 

Systir mín sagði á síðustu helgi að ég ætti að blogga um hana...... eitthvað verulega gott. 

Hahh... Smile... hún sagði þetta í gríni en......

..hér kemur það.... Wink

................

Hún Helga, litla systir mín, er ein af þessum persónum sem vill allt fyrir alla gera.

Þegar hún kemur í heimsókn, á hún það til að leggjast ofan í baðið hjá mér... ekki í bað... heldur til að skrúbba það,  þar til hægt er að spegla sig í því.  Hún er reyndar snillingur í hreinsivörum og á alltaf réttu efnin til að ná öllum mögulegum og ómögulegum blettum af.   Hún er dugleg.

Ef eitthvað gengur illa hjá mér, þá er Helga alltaf tilbúin að hlusta á mig.  Hún er vinur í raun. InLove

Ef mig hefur vantað pössun eða útréttingar, þá er það Helga sem reddar.

Hún hefur gaman af að gleðja aðra.... leggur t.d. mikla natni í jólagjafir og gefur gjarnan persónulegar gjafir.   

Hennar stærsti kostur er húmorinn.  Ég hef bloggað um hana einhvern tíma áður.... þegar hún var rétt búin að drepa mig úr hlátri.  LoL   Já... mér finnst hún vera of fyndin ef ég er nálægt því að kafna úr hlátri.  

Það var líka aðeins of mikið af því góða þegar hún tók David Bowie ... háu tónana... LoL

(Helga ætti ekki að syngja einsöng) 

--------------------

Helga gaf mér bók í afmælisgjöf......  "Alveg einstök systir"  heitir hún.

Ég ætla að taka upp úr bókinni nokkur orð...... og þau eru til systur minnar frá mér.

.

--------------------

.

Enginn þakkar systrum eða hrósar þeim eða

semur lög um þær.  Systur eru bara til staðar -

eins og hægri handleggurinn á manni.  Þær lifa sjálfstætt

- en eru samt á einhvern hátt hluti af þínu eigin lífi.

Þær flakka inn og út úr tilveru þinni.  Og vita of mikið

um fortíð þína.  Þær hafa minni á við fíla.

Þær þekkja veiku blettina á þér.  Oft andvarpa þær og segja:

"Já, þetta áttirðu til, er það ekki?"

En ef þú ert strandaglópur lengst úti í sveit

eða upp til fjalla, þegar áin hefur breytt um farveg

og rennur gegnum dagstofuna, þegar þú hefur

beyglað bílinn í árekstri eða þegar þið eruð öll lögst

í flensu ......

þá koma systur á vettvang.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband