Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Orðaleikir.

 

Í gærkvöldi, þegar ég var að heiman, fóru strákarnir á kostum í kommentakerfinu mínu.  LoL

.

Hvar er Anna

Hawanna

Finndanna

Úps, misstanna

Hey, greipanna

Hefanna og geymanna

Búinn að svæfanna.

.....

Mér finnst þetta snilld !!  Grin

.....

Mig langar að bæta við einu......

Hafið þið prófað að segja Hæ Anna hratt ?

Hæ Anna

Hæana

HÆNA !!

.......

Dýralæknirinn kallar mig stundum hænu.  Wink


Neytendahornið - Síminn tekinn í nefið.

.

Þið munið lætin þegar Dominos sendi sms á aðfangadag… til að óska gleðilegra jóla ?

Mér fannst það ekki næstum því eins slæmt eins og sms-in tvö sem ég fékk klukkan 9.20 á Jóladagsmorgun frá Símanum.

Ég vaknaði upp við að síminn pípaði.... tvisvar…… ég rauk upp, viss um að eitthvað hefði komið fyrir.  Veit að fólkið mitt hefur ekki samband á Jóladagsmorgun nema eitthvað sérstakt sé.

Opna sms-in í flýti og les;  “Þú hefur notað 3.425 krónur af Betri leið”  Frown

Arg garg,, handónýtir hálfvitar og kiðfættar köngulær !!!!  Angry

Viðskiptayfirlit á Jóladagsmorgun…… 

Ég varð hoppandi reið svo ég segi nú alveg satt.  Svona... AngryAngry... eins og það er nú óviðeigandi að vera mikið reiður á jólunum.

.

Milli jóla og nýárs átti ég leið í Kringluna og kem við í Símabúðinni til að biðja starfsfólkið þar að móttaka kvörtun og koma til yfirmanna sinna.

Einhver alger sauður varð fyrir svörum…..

Hann sagði:  “Já, ég fékk líka svona sms og mér fannst það bara fínt”

Ég:  “Mér fannst það EKKI fínt….. vinir mínir hringja ekki einu sinni í mig á JÓLADAGSMORGUN… hvað þá að fyrirtæki eigi að tilkynna mér hvað ég skuldi þeim.

Hann:  “Þú færð mig ekkert ofan af þeirri skoðun minni að mér finnst þetta í góðu lagi”…..og það skein í aulasvipinn á drengstaulanum. 

.

Á þessum tímapunkti breyttist ég í Kolbeinn Kaftein……. í huganum….. ruddi út úr mér fúkyrðum…. í huganum…. Og strunsaði út…. í alvörunni.

.

Daginn eftir hringdi ég í Símann og bað um kvörtunardeild.

Þar svaraði mér ljóska:  "Þetta er bara svona sjálfvirkt kerfi og ekkert við því að gera"...

Ég:  Jájá,, ég er nú ekkert mjög vitlaus og veit að ef það er hægt að setja inn sjálfvirkar skipanir... þá er líka hægt að taka út sjálfvirkar skipanir".

Hún:  "Ég veit ekki hvort það er hægt... þetta er alltaf sent á mánudögum". 

Ég:  "Einmitt..... ég verð þá líka vakin klukkan 9.40 á nýársdagsmorgun".... Crying

.

Hætti að tala við hana og bað um yfirmann........ bara Síma sjálfan !!

.

Út úr honum gat ég togað afsökunarbeiðni og hann lofaði að sjá til þess að ég fengi EKKI sms á nýársdagsmorgun.

..........................

Skiljið þið núna af hverju ég hef ekki húmor fyrir auglýsingu Símans ?  Ekkert heilagt hjá þessu fyrirtæki.

.

Ég segi annars allt fínt bara........  Wink


Nú fór illa.....

 

 

Ég var bara að syngja Hamraborgin mín há og fögur, alein úti í garði..... FootinMouth 

ehmmm.... kannski orðin aðeins of há þessi planta ?

.

Jæja..... allt sem fer upp, kemur niður aftur..... þyngdarlögmálið sko..  Wink 

.

.

Albúm 2138

 


Gjafirnar.

 

Þrír synir, afar guðhræddrar móður, fóru að heiman til að spreyta sig á lífinu.

Allir áttu þeir miklu láni að fagna og græddu peninga í stórum fúlgum.

.

Að mörgum árum liðnum hittust þeir og ræddu meðal annars um gjafirnar sem þeir höfðu sent aldraðri móður sinni.

.

"Ég reisti henni mömmu myndarlegt hús," sagði sá fyrsti.

.

"Ég sendi henni eitt stykki Mercedes Benz með bílstjóra," sagði annar.

.

"Ég gerði enn betur," sagði sá þriðji. "Þið munið hvað mamma hafði mikla unun af að lesa Biblíuna og að hún er farin að missa sjón.

Þess vegna sendi ég henni stóran, brúnan og hvítan páfagauk sem kann hana alla utan að.

Það tók tuttugu presta tólf ár að kenna páfagauknum þetta.

Verkefnið kostaði milljón dollara á ári, en það var þess virði.

Mamma þarf ekki annað en að nefna rit, kafla og vers og þá fer páfagaukurinn með textann."

.

wpe1BA

.

Skömmu síðar sendi móðirin sonum sínum þakkarbréf.

.

Til fyrsta sonarins skrifaði hún:

"Kæri sonur! Húsið sem þú byggðir er risastórt.

Ég bý aðeins í einu herbergjanna en þarf að þrífa allt húsið."

.

Sonur númer tvö fékk eftirfarandi bréf:

"Elskaði sonur! Ég er orðin alltof gömul til að ferðast.

Ég er alltaf heima og nota Bensinn aldrei.  Bílstjórinn er óttalegur dóni."

.

Þriðja syninum sendi móðirin þessi skilaboð:

"Yndislega afkvæmi!  Þú varst eini sonurinn sem gerðir þér grein fyrir hvernig ætti að gleðja hana móður þína.

Kjúklingurinn var hreinasta lostæti!"


Bætt þjónusta - betra blogg.

 

Það er mér mikil ánægja að tilkynna ykkur stagbætta þjónustu......

.

Ef þið opnið bloggið mitt í vinnunni ykkar... sem mig grunar að þið stelist til... LoL ... þá hefur hingað til staðið "Bull dagsins" á flipanum... sem þið skjótið niður þegar vinnuveitandinn gengur framhjá... og þar með kemst upp um ykkur óþekktarormarnir ykkar !

Nú er þetta smáatriði komið í lag og framvegis stendur "Windows Live Coolmail" á flipanum....

  Wink


Allt í blóma... segir sú fróma.

 

Blómin eru þvílíkt flott þessa dagana !  InLove

.

Lengi vel hélt ég að grænir fingur væru bara á öðru fólki.... en þrátt fyrir að ég sé að drepast úr hógværð,  þá er ekki annað hægt en að deila með ykkur þessum undrum veraldar... sem koma bara beint upp úr moldinni heima hjá mér.  Leyndarmálið á bakvið þessi dásamlegu plöntur,  er að ég tala við blómin.  Wink

.

Látum blómin tala...er fræg setning úr auglýsingu... ég held að mér sé alveg að takast það. 

.

.

Albúm 2135  

.

 

 


Auglýsing.

 

Um helgina naut ég afar góðra veitinga frá veitingastaðnum  Red Chili  .....sem staðsett er að Laugavegi 176, við hliðina á Heklu.

.

Á boðstólum var m.a;

.

Burritos með kjúkling
Quesadillas (Kesadías)
Kjúklingavængir í BBQ Hotsósu
Kjúklingspjót
Nautaspjót
Djúpsteiktar rækur í orly
.

smjatt smjatt slurp.  Tounge

.

Arnfinnur, vinur minn,  fær nokkrar stjörnur fyrir þennan gómsæta mat.

.

Tilvalið að panta í partýin og saumaklúbbana.... já eða bara ef þú nennir ekki að elda.  Wink

 


Tárin hrynja sem foss.

 

Á skákmótinu, gaf Brattur, vinur minn, mér geisladisk með lagi, sem nú er komið í spilarann.

Þetta er sko uppáhaldslagið mitt !  Wink    Takk takk Brattur.  Kissing

.

Lag:  Brattur

Texti:  Anna Einarsdóttir

Útsetning:  Johnny King

.

Tárin hrynja sem foss. 

.

 

Senn dimmir hér skerinu á

og svanirnir fljúga á brott

Króknuð og köld verður þá

kinn mín, það er ekki gott

.

Ég engan get yljað mér við

er alein með ískaldar tær

Í hjarta mér hef engan frið

hjálpið mér, komið þið nær

.

Ég sakna, það nær engri átt

ég man enn þinn síðasta koss

Ég titra og tala svo fátt

og tárin hrynja sem foss


Spurning sunnudagsins.

.

.

Ætli ábótar fái sér alltaf ábót ?   FootinMouth

.

.


Skýrsla stjórnar.

 

Skákmótið fór fram í gær....

Það er ekki orðum aukið, að ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel á ævinni.  Grin

.

Það tilkynnist hér með að Ægir er skákmeistarinn 2007.

Hann sigraði allar sínar skákir, enda á heimavelli strákurinn.  Til hamingju Ægir.  Smile

.

Af því að þetta er mín síða, ætla ég að gera hér grein fyrir óvæntum ósigrum mínum.

Ægir sigraði mig eins og áður sagði.  Það var svo sem allt í lagi, þar sem ég tefldi á útivelli... og hann vann alla hina líka.

.

Það var sýnu verra að Arnfinnur vann mig.  Frown  Skelfileg mistök !

Arnfinnur er sveitastrákur.  Haustið hefur greinilega mikil áhrif á hann, því hann tefldi eins og hann væri í miðri sláturtíð.   Hann óð um skákborðið og slátraði öllu sem fyrir varð.  Ég, í sjálfsvörn, reyndi að drepa hans menn...... og tókst, nema hann, með sjónhverfingum, gat laumað þremur peðum sínum inn á borðið í endastöðunni.  Svo beið hann bara þangað til eitt peðið óx og varð að fullvaxta drottningu. 

Arnfinnur ruddi !

.

Í fimm skákum virkuðu "klukkutöfrabrögðin" og ég knúði fram sigur.  Wink

.

Svo votta ég hér með að Kristjana, Ingibjörg, Ægir, Arnfinnur, Brattur, Edda, Björg og Halldór eru allt öðlingsfólk og húmoristar af lífi og sál....... sem hrekur þá kenningu, að fólk sem maður kynnist í gegnum tölvu sé allt PERRAR.  LoL

.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 342818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband