Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ekki fyrir hneykslispúka.

 

Enn fór ég að hugsa.  FootinMouth

Það er samt svo asnalegt að vita þetta ekki.... það sem ég er að fara að spyrja um... svo ég ætla að nota smáa letrið.  Þeim sem er gjarnt á að hneykslast yfir heimskulegum spurningum, hætti að lesa hérna.  Eða HÉRNA. Joyful   Mér er alveg sama.

.

.

.

Nú verð ég að gera nokkrar línur svo það sjái ekki allir asnalegu spurninguna.

.

.

.

.

.

Þetta er alveg að koma.  Smile

.

.

.

.

.

.

.

Hver beygir eiginlega bananana og til hvers ?  Ég meina, er það gert í höndunum eða í beygjuvél ?

.

bananar


Gullkorn barna. Seinni hluti.

 

Hvað myndirðu gera ef þú færir á stefnumót sem endaði illa?
Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég svo hringja í öll blöðin og láta þau skrifa um mig í andlátsfréttum.
Georg 9 ára

.

Hvenær er óhætt að kyssa einhvern?
Þegar hann er nógu ríkur.
Thelma 7 ára

Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn 18 ára og það er ekkert sniðugt að lenda í veseni út af því.
Karl Grétar 7 ára

Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum og eignast með honum börn. Þannig á maður að gera.
Hermann 8 ára

.

Hvort er betra að vera einhleyp(ur) eða í hjónabandi?
Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrir strákana. Því það þarf einhver að taka til eftir þá.
Aníta 8 ára

.

Hvernig væri heimurinn ef enginn giftist?
Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka.
Krummi 8 ára.


Nokkur gullkorn barna um hjónabandið.

 

Hvernig á að viðhalda ástinni í hjónabandinu?
Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg , jafnvel þótt hún líti út eins og vörubíll.
Jónas 10 ára

.

Hvernig veit maður hverjum maður á að giftast?
Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maður sjálfur. Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og ídýfuna.
Jóhann 10 ára

Það ákveður enginn áður en hann er fullorðin hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint.
Kristín 10 ára

.

Hvernig sér maður hvort ókunnugt fólk sé gift?
Maður verður bara að giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á sömu krakkana.
Daníel 8 ára

.

get_married_no_thanks_post[1]

.

Hvað gerir fólk á stefnumótum?
Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru. Meira segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi.
Linda 8 ára

Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara að hvort öðru og það er yfirleitt nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur.
Marteinn 10 ára

. 

Á hvaða aldri er best að ganga í hjónaband?
Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila eilífð.
Kamilla 10 ára

Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri maður þarf bara að vera bjáni.
Friðrik 6 ára


Garðálfarnir.

 

Jæja.  Helgin alveg dúndurgóð !  Happy   Gærdagurinn fór í þökulagningu eins og til stóð.  Sú gamla ...(þetta er sko pottþétt sagt í gríni.... sú gamla, dojojong LoL) ... gleymdi öllum bakverkjum þegar störf hófust og má því segja að andinn hafi verið holdinu yfirsterkari.

.

Til aðstoðar komu litla systir mín og hennar maður, auk þess sem minn maður vann eins og berserkur.  (Hann er sko búinn að sjá stóru hestatamningasvipuna mínaWink ) 

Verkið gekk vonum framar og að því loknu grilluðum við lambakjöt og hvítlauksmarineraðan lax, drukkum bjór og rauðvín og spiluðum fram á nótt.

Yndislegt líf og ekkert minna.  Cool

Set til gamans myndir af bakgarðinum FYRIR og EFTIR.  Þetta er eins og Extreame makeover.  Joyful 

.

bakgarðurinn . garður2  

 


Ég vaaaaar töffari.

 

Bakgarðurinn hefur undanfarin ár verið gróskumikill með afbrigðum.  Sem er ekki endilega jákvætt því þar átti að vera möl.  Hérna uxu njólar í tugatali, gras kom upp úr sandkassanum og rabbarbarinn spýtti sér í allar áttir.

.

bakgarðurinn 

.

Þar sem ekki var neinn sérstakur markaður fyrir njóla og þessháttar eðalplöntur - þrátt fyrir tilraun mína til að markaðssetja njólapils í anda Hawai-pilsanna -  var ráðist í að "laga" bakgarðinn.  Gamli heiti potturinn, sem einungis var notaður sem geymsla fyrir sláttuvélina, var fjarlægður.  Sandkassinn sömuleiðis og allar sjálfsprottnu plönturnar.

Ákvörðun var tekin um að þökuleggja allt dótið.  Við mannfólkið viljum "stjórna" því hvar og hvernig plönturnar vaxa.  Það er ferlega furðulegt að við gróðursetjum tré út og suður.... og svo erum við endalaust að klippa þessi sömu tré af því að okkur finnst þau of stór eða of gisin eða OF eitthvað annað.  Pouty 

.

Í gær tók ég svo á móti þökunum í bakgarðinn og þurfti síðan að bregða mér í Kaupfélagið og kaupa nokkra poka af þörungamjöli því það ku vera ansi gott undirlag fyrir þökurnar.

.

Er ég hafði greitt fyrir þörungamjölið, kom að því að skella því á bílinn.  Eins og þið vitið er ég töffari.  Cool  Ég vippaði einum poka upp og arkaði með hann út í bíl.  Starfsmaðurinn tók líka poka.  Í næstu ferð var pokinn eitthvað fastur á brettinu.... undir öðrum poka.  Starfsmaðurinn var alveg að koma svo mér fannst ég þurfa að hafa hraðar hendur.  Ég tók því á öllu mínu og náði pokanum undan.  Þá tók ég ægilega flotta sveiflu þegar ég skutlaði pokanum á öxlina.  (æææ óóó Crying svakalega var þetta vont hugsaði ég)  en með montsvip á andlitinu brosti ég til starfsmannsins og gekk hnarreist með pokann út í bíl.  Síðan þakkaði ég fyrir mig, settist inn í bíl og stundi ææææææi.  Frown    Töffarastælar mínir kostuðu mig tognað bak. 

.

Í dag er ég eins og gömul kerling.  W00t


Samkvæmt þessu eru íslensk stjórnvöld ábyrg.

 

Mér, eins og flestum öðrum, blöskrar framkoma íslenskra stjórnvalda í Ramses málinu svokallaða.  Ég fór í smá skoðun á reglum um meðferð mála pólitískra flóttamanna. 

Eftirfarandi fann ég á vef Rauða kross Íslands; 

.

"Íslensk stjórnvöld verða hins vegar að ganga úr skugga um að viðkomandi fái umsókn sína til meðferðar og að hann eigi ekki á hættu að verða sendur til heimaríkis séu líkur á því að hann verði fyrir ofsóknum í heimalandi sínu. Íslensk stjórnvöld eru bundin af Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem banna endursendingu (non-refoulement) til heimalands eða annars ríkis þar sem viðkomandi á á hættu að verða fyrir ofsóknum, t.d. pyntingum. Væri t.d. ljóst að íslensk stjórnvöld gætu sent hælisleitanda til annars aðildarríkis Dyflinnarsamkomulagsins og hefði rökstuddan grun um að það ríki myndi síðan strax senda viðkomandi til síns heimalands þar sem hann ætti á hættu að verða fyrir ofsóknum þá væru íslensk yfirvöld mjög líklega að brjóta gegn skuldbindingum sínum". 

.

Með öðrum orðum, ef Paul Ramses verður sendur frá Ítalíu til Kenýa eru íslensk stjórnvöld að brjóta alþjóðlega mannréttindasáttmála.  Sættum við okkur við það ?

.

Ég segi NEI !! 

 


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókmenntir.

 

Rommi var hinn vænsti maður.  Hann var vinmargur en þeir vinirnir höfðu aldrei eldað grátt silfur saman.  Þeir kunnu einfaldlega ekki að elda grátt silfur.  Medium, rare eða well done ?  Það var stóra spurningin.  FootinMouth

Rommi gekk niður hellulagða götuna og leitaði að svölum.  Hann hafði nýlega lesið bók og fengið þrusugóða hugmynd úr henni. 

Að nokkrum tíma liðnum fann Rommi svalirnar sem hann leitaði að.  Hann tók upp gítarinn sinn og söng ljúfa ballöðu.  Whistling  Lallalala la la lala.

Eftir smástund sá hann hreyfingu á svölunum.  Hann hrökk svo við að hann fór út af laginu og yfir í næsta lag.  Loksins, loksins er þetta að koma fyrir mig, hugsaði hann.  InLove

Júlla !!!!  kallaði hann.  JÚLLA !!!  W00t

Hún leit niður og sagði hjáróma;  Varstu að kalla á mig ?

.

Bianca 

.  

Hver stóð á svölunum ?

Úr hvaða bókum koma söguhetjurnar ?

Eftir hverja eru bækurnar ?

Hvað er að mér að skrifa svona bull ?

 

 


Til hamingju með daginn :-)

.

Sonur minn, Brynjar, kom í heiminn fyrir 21 ári síðan.   Wizard

Hér koma nokkrar myndir úr lífshlaupi hans.   Mamma gamla er auðvitað drullustolt.  Cool

.

Image0004 

bb lítill  .

 jólaball

 

 Image0002

.

Image0003 

.ferming

.

IMG_1602       3

.

 

 

 

 

.


Þetta heitir að hafa húmor fyrir sjálfum sér.

 

Í dag hitti ég son minn.  Hann sagði mér að í síðustu viku hefði hann verið að vinna að ákveðnu verkefni og gerði það í samvinnu við dverg.

Þegar eitthvað var liðið á daginn, spurði sonur minn dverginn hvort þeir ættu ekki að fara í kaffi.

Dvergurinn sagði þvert nei.

Hann sagði;  "þegar ég var lítill...... og þá meina ég LÍTILL, sagði mamma mér að ef ég drykki kaffi myndi ég hætta að stækka".

EN... sagði hann við son minn sem er tæplega 1,90 m. á hæð.... "þú ættir að fara og fá þér kaffi" !

.

LoL

.

tiny_tall_10oct07_pa_300 

 

 

Þessi mynd er tekin af netinu og er ekki af viðkomandi aðilum.

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 342814

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband