11.7.2007 | 20:31
Slagsmálaspillirinn.
Seint myndi ég teljast góður efniviður í öryggisvörð eða laganna þjón, enda ekki nema fimmtíuogeitthvað kíló.
Þegar ég var um tvítugt, var ég að vinna í heildsölu í Reykjavík ásamt tveimur eigendum fyrirtækisins.
Annar þeirra var vel þybbinn.
Eitt sinn, er ég hafði verið að skemmta mér á pöbbnum á Hverfisgötunni og hafði innbyrt eitthvað af bjórlíki, brá svo við þegar ég gekk út á götu að tveir menn voru í slagsmálum þar.
Annar sat ofan á hinum og ég sá framan í hvorugan. Sá samt spik á þeim sem var undir.
Stundum hugsa ég hratt. Og stundum OF hratt.
Ég ákvað á svipstundu að maðurinn sem lá í götunni, þessi með spikið, væri yfirmaður minn.
Fáránlegt því ég hafði aldrei séð hans keppi.
Einhver varð að bjarga manninum, fannst mér.
Ég stökk af stað og greip hinn manninn hálstaki og svipti honum af "yfirmanni mínum".
Þegar því var lokið sá ég mistökin sem ég hafði gert. Ég þekkti hvorugan manninn.
Þeir urðu svo undrandi á þessari óvæntu árás stelpunnar, að þeir hættu að slást !
Ekki reyna að leika þetta eftir samt.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.7.2007 | 15:04
Gauksi.
Lára fór inn í gæludýrabúð og rak strax augun í glæsilegan páfagauk sem
kostaði 5.000 krónur.
"Af hverju er hann svona ódýr?" spurði Lára.
Búðareigandinn leit á hana og sagði:,,Sko, málið er að þessi páfagaukur
hefur verið í mörg ár í vændishúsi og getur verið ansi orðljótur. Hreint
hroðalega. Þess vegna er hann á útsöluprís."
Lára ákvað samt sem áður að kaupa gauksa, fór með hann heim og hengdi
búrið upp í borðstofunni. Fuglinn leit í kringum sig, síðan á Láru og
sagði: "Nýtt hús, ný húsfrú." Konunni varð brugðið en fannst þetta
síður en svo ljótt orðbragð.
Nokkru síðar komu dætur Láru heim úr háskólanum og fuglinn sagði um leið: "Nýtt hús, ný húsfrú og nýjar hórur". Stelpurnar urðu dálítið móðgaðar en byrjuðu svo að hlægja að þessum fyndna fugli.
Augnabliki síðar kemur eiginmaður Láru heim úr vinnunni. Páfagaukurinn leit á hann og sagði: "Hæ Helgi" !
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.7.2007 | 19:23
Leyndarmálið mitt.
Nú ætla ég að segja frá leyndarmáli sem ég komst að nýlega.
Hver maður á ekki nema 22 ráð !
Rökstuðningur; málshátturinn "að hafa ráð undir rifi hverju".
Og teljið þið svo.
9.7.2007 | 22:22
Af hverju............
........ er stundum sagt að fólk hagi sér eins og asnar þegar um kjánaskap er að ræða ? Asnar eru svo langt frá því að vera með fíflagang.
Ég bara skil´ðett´ekki.
9.7.2007 | 18:26
Tekin.
Það fer ekki hjá því að tollskoðun á erlendum flugvöllum, minni mann á hryðjuverkaárásir undanfarinna ára. Því setur maður gjarnan upp alvörusvip um leið og gengið er í gegnum skoðunina.
Það gerði ég einmitt á Barcelonaflugvelli nýlega.
Samviskusamlega tók ég af mér beltið og fór úr skónum og gekk í gegn, fullviss um að ég væri "hrein".
Hinu megin beið mín tollvörður á miðjum aldri. Hann beindi skannanum að naflanum á mér og þá fór í gang píp. Ég meina píp píp píp píp sem virtist engan endi ætla að taka.
Ég setti upp óttasvip........ hugsaði á ljóshraða........ reif upp bolinn minn og kíkti...... sá bara naflann og buxnastrenginn........ leit þá aftur á tollvörðinn með undrunarsvip............
........ og þá sprakk hann úr hlátri !
Manngarmurinn var bara að stríða mér.
Gott á mig.
8.7.2007 | 21:43
Nú eru góð ráð dýr.
Nú er Spánarferðin búin og svo þarf að borga umframeyðslu, því ekki ferðast maður alla leið til Spánar til að vera með nirfilshátt og nísku. Neineinei.
Það eru ýmsar leiðir í stöðunni fyrir mig;
Ég get selt mig,,,,,,,,,,, má´ða ! Það strandar á því að viðskipti og ánægja eiga ekki samleið. Svo vil ég líka ekki vera "ódýr" sem ég myndi óvart alltaf vera miðað við eitthvað annað.
Svo ég sleppi því.
Þessi í stað hef ég hugsað mér að selja GÓÐ RÁÐ. Og þau verða sko ekki gefins !
Svo nú eru góð ráð fokdýr.
Spil og leikir | Breytt 9.7.2007 kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
7.7.2007 | 13:12
Tek áhættuna.
Sko, ég bara verð að segja ykkur frá þessum dóna. Ef ég verð nöppuð, þrátt fyrir ítrustu varúðarráðstafanir og minnstu stafi í heimi, þá er það versta sem gerist að mér verður lokað. Skiptirekkiöllumáli.
Þannig var að ég gekk niður Römbluna í Barcelona. Þar er þvílíkt fjölskrúðugt mannlíf. Það varð þó skrautlegra en ég bjóst við. Við einn sölubásinn, neðarlega á Römblunni, sá ég afturenda á manni. Hann virtist vera í sundskýlu einni fata en þó fannst mér skýlan eitthvað voðalega föst í rassaskorunni á manninum. Ég tók "second look" og sá þá að hann var ekki í neinni skýlu. Maðurinn var með málaðan rass. Við erum að tala um ellilífeyrisþega hérna..... gamall karl með málaðan rass ! Ef þetta gerir mann ekki forvitin. Ég læddist til hliðar við karl og kíkti. Vúúúúhúúúúúú ojojojojojjjj. Ég sá draslið. Segi og skrifa, DRASL. Hann náði næstum niður að hné og neðan í honum hékk allskonar dinglumdangl. Sjötugur berrassaður karl með typpalokka í massavís.
Allt teygt og togað hálfa leið niður á götu. Ehhhh, þetta var pottþétt bannað innan 35. Hef bara aldrei séð annað eins. Á þessum tímapunkti sneri gamli sér við og fólk byrjaði að taka myndir af honum. Þá brást karl hinn versti við og greip með báðum höndum fyrir draslið og stóð þarna eins og hann væri að pissa í buxurnar, sem hann gat auðvitað ekki. Það þarf að vera í buxum til að geta pissað í þær. (svakalega var þetta mikil speki).
Það leikur enginn vafi á því hjá mér að þetta er það skrýtnasta sem ég hef á ævinni séð.
Sjötugur berrassaður karl á almannafæri með typpalokka.
Og mig langar ekki að sjá svona aftur.
7.7.2007 | 12:05
Ég sá dóna.
Jahá ! Þá veit ég það.
Ég skrepp í burtu í viku og vinsældir mínar eru ENGAR núna.
Átta manns búnir að lesa mig í dag og það minnir mig óneitanlega á "Jólasveinar, einn og átta"
Þessum átta finnst ég skemmtilegri þegar ég er í burtu, heldur en þegar ég er heima.
Greyin........ ég er komin aftur.
En ég er ótrúlega þakklát og hæstánægð með óvinsældir mínar.
Það hefði verið heldur klént að vera á topp 10 lista bloggara, fyrir það að blogga ekki. Það hefði væntanlega þýtt viðtal í sjónvarpinu; "Leiðinlegasti bloggarinn slær öll vinsældarmet við það eitt að láta ekki staf frá sér fara" Ehmmm, pínu vandræðalegt ef það hefði gerst.
Ég sá dóna í Barcelona. Í ALVÖRU ! En það má víst ekki segja frá því hér.
Hvenær skyldi ritstjórn Mbl sofa ?
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði