Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Ég festist næstum því í skafli.

 

Í gær var enginn snjór !

Það er óhætt að segja að veturinn hafi skollið á fyrirvaralaust.

Ég er búin að fara út í tvígang í morgun.

Í síðara skiptið óð ég skafl sem náði mér upp fyrir nafla.  Var næstum því föst.  Pouty

Og jeppinn í næstu götu komst hvorki áfram né afturábak.  Hann var alveg fastur.

Það má því með sanni segja að ég sé betri en jeppi.  Wink

Og það hvíla auk þess engin okurlán á mér.

.

snjór

.

snjór2 

Best að kúra í dag.  Joyful

.

kisur

.

kisur2 

.

 


mbl.is Börn send fyrr heim úr skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk hlær miklu meira ef bannað er að hlægja.

 

Þegar ég var krakki, fyrir ekki svo alllöngu, ólst ég upp í sveit.  Mér verður oft hugsað til þess nú þegar dóttir mín sem hefur allt til alls og vini allt um kring, segir reglulega:  "Ég hef ekkert að gera".

Ég hafði nánast alltaf eitthvað að gera þegar ég var krakki.  Nema kannski á Föstudaginn langa en þá var verslunin við hliðina á æskuheimili mínu lokuð og sjónvarpsefnið á þá lund að hver meðalmaður gat hæglega drepist úr leiðindum, Guði til samlætis.

Og hvað gat krakki dundað í sveit, upp úr miðri síðustu öld ?  

Á sumrin var farið í alls konar leiki.  Við spiluðum reglulega fótbolta og það var fátt skemmtilegra en að sóla "gamla" menn.  Borðtennis var líka eitt af mínu uppáhalds..

Á veturna spiluðum við blak einu sinni í viku - krakkar og fullorðnir.  Skákmót voru fastur liður og svo söng ég í kór.  Kórinn söng að vísu bara fyrir jól og páska því eins undarlegt og það nú er, þá var fólk bara ekkert að deyja á þessum árum og því man ég ekki eftir einni einustu jarðarför fyrr en afi dó þegar ég var komin hátt á þrítugsaldurinn.

.

students%20singing%20cartoon%20on%20poems%20page 

.

Mér fannst býsna gaman í kórnum.  Skemmtilegasta atvikið átti sér stað í miðri messu.  Afar stór og pattaraleg maðkafluga sveimaði um kirkjuna og það fór ekki fram hjá kórfélögum því kórinn var staðsettur uppi á svölum eða svokölluðu kirkjulofti.

Í kirkjunni var allmargt fólk.  Flugan gat auðvitað ekki flogið viðstöðulaust alla messuna svo hún hefur tekið ákvörðun um að lenda.  Til þess valdi hún - og mér fannst það vel valið - eina skallann í kirkjunni.  Maðurinn sem átti skallann fékk við þetta einhvern kláða í höfuðið og klóraði sér.  Flugan lyfti sér á meðan en settist niður um leið og hönd mannsins hvarf.   Þannig gekk í langan tíma;  Flugan settist og manninn klæjaði, maður klóraði og fluga flaug á meðan en settist svo aftur - alltaf á sama stað.

Kannski er þetta ekki svo fyndið að lesa..... en að horfa...... maður minn !  LoL

Ég hló svo ofboðslega að tárin láku niður kinnarnar - en maður hlær alltaf miklu meira þar sem alls ekki má hlægja.

Þáttastjórnandinn í myndbandinu hérna átti til dæmis ekki að hlægja:

.

 


Lögreglan á Selfossi varar ökumenn við því að vera á ferð með kerrur og vagna

 

 

"Lögreglan segir að það geti valdi mikilli hættu fyrir ökutæki sem er að draga kerrur, auk þeirrar getur þetta valdið mikilli hætti fyrir ökutæki sem flytja slíkar kerrur auk þeirrar hættu sem það geti skapað öðrum vegfarendum".  

.

Eruð þið búin að lesa þessa frétt tvisvar ?

Þegar maður les svona þvælu, er ekkert annað að gera en að skella höndinni á læri eins og amma heitin gerði og segja "Ég er svo aldeilis hissa" !

.

JPEG_Happy_Writer

.

Er þetta boðlegt ?

 


mbl.is Hættulegt að aka með kerrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lestir en ekki kostir.

 

Í æsku voru mér kennd ákveðin gildi, eins og heiðarleiki, sannsögli, ábyrgð og gæska.  Mér var sagt að þeir sem lifðu lífi sínu samkvæmt þessum gildum, teldust vera mannkostamenn miklir.

Það virðist eins og gildin hafi snúist við á síðustu árum og nú er þjóðfélagið sem við byggjum að reyna að segja okkur að það sé allt í lagi að ljúga, stela og vera vondur. 

Þetta gerir mig alveg ruglaða.  Pinch

Eru allir búnir að gleyma boðorðunum tíu ?

.

Árið 2007 sat ég stundum og velti því fyrir mér af hverju sumir urðu svo ofsaríkir, að því er virtist upp úr þurru.  FootinMouth   Ég hugsaði "hvað er það sem þeir hafa í kollinum sem ég hef ekki"?   Engin varð niðurstaðan af þessum pælingum.  Nema ef vera skyldi að ég væri orðin gamaldags.  Pouty   Ég bara skildi þetta ekki.  Fyrr en seinna.  Þá uppgötvaði ég að það voru græðgi og óheiðarleiki sem helst einkenna þá ofurefnuðu.  Lestir en ekki kostir.

Mikið er nú gott að vera gamaldags.

.

gamaldags

.

Ég held ég sé orðin tilbúin til að verða AMMA.  W00t 

 


Muna að safna orku.

 

Þar sem helgin er að renna í garð, finnst mér tilvalið að við tökum okkur einhverjar stundir í burtu frá argaþrasinu og hlöðum batteríin á ný. 

Hvernig hljómar til dæmis:

- Gönguferð í blíðunni

- Góður matur við kertaljós

- Ein góð bíómynd

- Spila á spil

.

Og ef fólk vill lesa blogg um eitthvað annað en pólitík, þá mæli ég í dag með:

- Bjarna Harðar

- Agli, syni hans

- Gulla litla

- Hrönn

.

Góða helgi.   Wizard

.


Jólakveðjur.

 

 

Það eru ekki alltaf jólin....... hélt ég......... þar til ég sá ÞETTA.

Jóla hvað !  W00t 

Mögulega fæ ég óvæntar óskir um gleðileg jól 2009 alveg fram á vor 2010.  Happy

Það verður nú að segjast eins og er, að mannabreytingarnar á Mogganum virðast ekki ætla að skila bættari vinnubrögðum.   En hver bjóst svosem við því ?  

Kötturinn sagði "ekki ég".

.

BrákV

.

 


Ég er að spá í að stela.

 

Þar sem ég er bara heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og vantar örlitla fjölbreytni í líf mitt, hef ég verið að velta fyrir mér ýmsum möguleikum.

Ein hugmynd mín er sú að gerast þjófur.

Það er að vísu ekki ný hugmynd því margir hafa áður fengið slíka hugdettu.

En í dag felast einmitt miklir möguleikar í því að vera þjófur.

Fyrst fer ég í búðina og stel einu lambalæri.  Lærið er stórt og ég er lítil,  þannig að yfirgnæfandi líkur eru á að upp um mig komist.  En það gerir ekkert til.  Ég segi bara við lögregluna:  "Strákar mínir, við skulum ekkert vera að dvelja við fortíðina".  Cool  (ég stal sko lærinu daginn áður)  "Það er framtíðin sem skiptir máli".

Og ef það dugir ekki segi ég:  "Ó !  Ég vissi ekki að það væri ólöglegt að stela.  Smá mistök, þið afsakið.  Ég skila bara lærinu og málið er dautt".  Smile 

Já, því meira sem ég hugsa málið, því betri finnst mér hugmyndin.  Þetta er spennandi en á sama tíma tek ég enga áhættu.  Ég gæti jafnvel endað sem þingmaður !  W00t

.

thief-caught-cctv

 

.

Það er þó alveg bannað að stela kökum úr krúsum í gær því nær öruggt er að jafnvel börn muni spyrja hver hafi gert það.

Anna litla þjófur.  Cool

.


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband