Færsluflokkur: Samgöngur

Allt hefur sínar skýringar.

 

Britain:  WTF Iceland?!?  Why did you send us volcanic ash?  Our airspace has shut down. 

Iceland:  What?  It´s what you asked for, isn´t it ?

Britian:  NO!  Cash!  Cash you dyslexic fuck.  CASH ! 

Iceland:  woooops.  Blush

.

gold-letter-c-

.

To the British and Dutch Governments: There is no C in the Icelandic alphabet, so when you ask for Cash, all you get is Ash...

 

.............

 


Ég festist næstum því í skafli.

 

Í gær var enginn snjór !

Það er óhætt að segja að veturinn hafi skollið á fyrirvaralaust.

Ég er búin að fara út í tvígang í morgun.

Í síðara skiptið óð ég skafl sem náði mér upp fyrir nafla.  Var næstum því föst.  Pouty

Og jeppinn í næstu götu komst hvorki áfram né afturábak.  Hann var alveg fastur.

Það má því með sanni segja að ég sé betri en jeppi.  Wink

Og það hvíla auk þess engin okurlán á mér.

.

snjór

.

snjór2 

Best að kúra í dag.  Joyful

.

kisur

.

kisur2 

.

 


mbl.is Börn send fyrr heim úr skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

 

Í gærkvöldi eldaði ég saltkjöt og baunir.  Lágmarksskammtur af saltkjöti var keyptur, ein lítil sneið á mann og kostaði kjötið rúmlega þúsund krónur.  Baunirnar voru hinsvegar í lítratali, eða eins og hver gat í sig látið.  Og ég lét mikið í mig.  Svo mikið, að ég var afvelta rétt á meðan hinn nýbakaði eiginmaður vaskaði upp.  Blush   Eftir uppvaskið var ég orðin passlega södd.  Joyful

.

api

.

Veðurmælirinn undir Hafnarfjalli er drasl.  Oftast þegar kemur vont veður, bilar hann eða fýkur.  Ég vaknaði í nótt, klukkan 6.30 við mjög vont veður.  Rölti fram og lokaði einum glugga. 
Þá voru vindhviður undir Hafnarfjalli næstum 44 metrar/sek.  Mest hef ég séð 83 m/s. á útprentun af vefnum vegagerd.is, fyrir nokkrum árum.  Samkvæmt Vísindavefnum munu þó aldrei hafa verið mældar svo miklar hviður á Íslandi.  Líklega hefur mælirinn bilað í umrætt skipti, sem styður aftur þá kenningu mína að veðurmælirinn undir Hafnarfjalli er drasl. 

.

vedur 

.

Af hverju segir fólk svo oft:  við spjölluðum um daginn og veginn ?   

Ef ég "gúggla" daginn og veginn fæ ég 159.000 niðurstöður. 
Það eru ALLIR að tala um daginn og veginn !  Pouty

Ég keyrði að vísu á veginum um daginn en sé ekki beint ástæðu til að ræða það sérstaklega.

.

 


Eru tölurnar komnar frá tryggingafélögunum ?

 

"Tjón á bílum vegna umferðaróhappa að meðaltali 41% færri fyrstu fimm mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra".  segir í meðfylgjandi frétt.

.

Það skyldi þó ekki vera svo að fleiri séu að lenda í því sama og mín fjölskylda og að tjónum hafi í raun ekki fækkað svona mikið heldur séu tryggingafélögin að koma sér undan þeim ?

Tryggingasvik tryggingafélagsins  !

.

Eftir að hafa greitt stórar fjárhæðir til tryggingafélaga og verið nánast tjónlaus í gegnum tíðina, gerist þetta;

Tengdadóttir mín lendir í því að bifreið hemlar snöggt fyrir framan hana og hún ekur aftan á.  Hún er á stórum jeppa með breyttum stuðara, sérstyrktum.  Stuðarinn gengur inn í bílinn sem þýðir að höggið er töluvert.

Á staðinn mæta tjónaskoðunarmenn, taka myndir og spyrja hana hvort bíllinn sé í lagi, þ.e. ökufær ?

"Það held ég" segir hún og bætir síðan við "en ég hef annars ekkert vit á bílum".  Þeir athuga ekkert sjálfir.

Hún ekur heim, örstutta vegalengd en þá fer bíllinn að hita sig.  Sonur minn ekur bílnum daginn eftir til Toyota.  Hann stöðvar bílinn þrisvar á leiðinni til að kæla hann.  Viðgerðarmaður sem tekur á móti bílnum segir að líklega hefði vatnið spýst inn á vélina við höggið, enda vantaði 5 lítra af vatni á bílinn.   Nú er bíllinn óökufær. 

Tryggingamiðstöðin neitar að bæta skaðann nema það sem er sjáanlegt utaná bílnum !

Bíllinn er í kaskó og í reglum tryggingafélagana stendur að lendi bíll í tjóni skuli eigandi hans fá bílinn til baka í sama ástandi og hann var fyrir tjónið.

Tryggingafélagið segir að það sé okkar að sanna að bíllinn hafi bilað við áreksturinn.  Þeir vita ekki einu sinni nákvæmlega hvað er að bílnum..... hvort það er gat á vatnskassa, heddpakkning, heddið, eða eitthvað annað.

Nú er málið í lögfræðingi.

Mundu að;

Ef þú tryggir hjá TM þá færðu það EKKI bætt.

Og að samband við TM verður verra með tímanum...... uns þú slítur því.


mbl.is Tjón á bílum um 40% færri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI NEI NEI !!!

 

Önnur fréttin sem ég rekst á, á stuttum tíma um ný Hvalfjarðargöng.

Ég segi NEI TAKK !

Þar sem ég bý á Vesturlandi og ferðast stundum til Reykjavíkur, á ég hagsmuna að gæta.  Hef borgað hundruðir þúsunda í Hvalfjarðargöngin okkar og allt í lagi með það.

En það er engin þörf á nýjum göngum og fólkið vill bara alls ekki fara að borga þúsundkall eða þaðan af meira aftur til að komast í höfuðstaðinn.  Ekki fólkið sem ég þekki.  Og ekki ég, sem ég þekki líka.  Woundering

Það gerist kannski þrisvar á ári að maður þarf að bíða í mínútu eða tvær við gangnaendann.  Ekkert sem skiptir nokkru einasta máli. 

Ef lífeyrissjóðirnir vilja ávaxta aurana sína - en ég var einmitt að lesa í Vikunni að yfirmaður lífeyrissjóðs hefði fengið stór lán úr sjóðnum, hirt vextina og skilað síðan höfuðstólnum sem kemur kannski ekki málinu við en þarf að rannsaka sem sakamál og það strax - geta þeir gert það á einhvern annan hátt en á kostnað almennings.

EKKI ÖNNUR HVALFJARÐARGÖNG !!!  Við eigum göng nú þegar.

OG HANANÚ. 

.

Mynd_0002255 

.


mbl.is Stór verk í einkaframkvæmd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki skjaldbaka.

 

Nýlega var sett skilti á planið fyrir utan vinnustaðinn minn;  15 km. hámarkshraði.

 

Ég verð að játa á mig lögbrot.  Blush

Dag eftir dag hef ég keyrt yfir planið á 30 km. hraða.

Ætli ég missi prófið ef lögreglan sér mig ?   Tvöfaldur leyfilegur hraði, ef mér reiknast rétt til.  Woundering

Það er einfaldlega fyrir skjaldbökur að keyra á 15 km. hraða.  Og þá meina ég auðvitað skjaldbökur með bílpróf.  Og ófullar.

.

 

.

gmin88l 

Kannski ég fari bara svona að á morgun.


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband