17.9.2007 | 10:55
Hvað þætti þér sanngjarn og réttlátur dómur ef BARNIÐ ÞITT eða KONAN ÞÍN yrði fórnarlamb kynferðisglæpamanns ?
Hinn svarti dagur Dómaranna.
Látum nöfnin þeirra standa í svörtu í allan dag á bloggsíðum okkar. Þau tala fyrir sig sjálf verkin þeirra. Og við erum með þögla yfirlýsingu um hvað okkur finnst um þau.
Það voru hæstaréttardómararnir; Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 ár sem var dómur héraðsdóms í 3 1/2 ár.
Hvar stendur þjóð sem skynjar ekki réttlæti sitt og traust á þeim sem eiga að fylgja því eftir???
Ég ætla að láta þessi nöfn og spurningu mína standa hér í dag með stórum svörtum stöfum. Vona að fleiri geri slíkt hið sama á sinni bloggsíðu.
16.9.2007 | 15:35
Lífið og hamingjan....
HAFIÐ FYRIR REGLU AÐ HLUSTA
Á HVERJUM DEGI Á FALLEGT LAG,
LESA GOTT KVÆÐI, HORFA Á FAGRA
MYND OG, HELST AF ÖLLU,
SEGJA EITTHVAÐ VITURLEGT.
- W. Goethe.
.
15.9.2007 | 12:33
Jón Steinar Ragnarsson.
.
Einn bloggvinur minn segir undursamlega góðar sögur.
Hann heitir Jón Steinar Ragnarsson.
Gefið ykkur smástund til að lesa söguna Sáðmaðurinn blindi .....
.
.
.... og hlusta á Hina hljóðu byltingu Eckhart Tolle sem finna má á síðunni hans Jóns Steinars.
.
Ég lofa ykkur að tímanum er vel varið á meðan.
......................................
Fyndið..... ...... ég var búin að skrifa þetta blogg... en ekki búin að birta það... þegar Jón Steinar birtist í kommentakerfinu mínu og segir: "Þú gætir verið skyld inn í mína ætt".
Svo núna skrifa ég bara..... skoðið hann frænda minn !
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2007 | 09:14
Týnda tóbakið.
Bjarni æskufélagi minn er orðinn bloggvinur.... þetta er sko skemmtilegt líf.
.........
Æskuminning........
Einu sinni sem oftar, sendi pabbi mig í verslunarleiðangur fyrir sig út að Vegamótum. Hann vantaði Half and Half píputóbak. Þetta hefur líklega verið árið 1975.
.
.
Ég bið um Half and Half-ið og borga fyrir það. Sæmundur afgreiddi mig. Við spjölluðum heillengi saman. Síðan býst ég til brottfarar en finn þá ekki píputóbakið. Spyr Sæmund hvort hann sjái það og í kjölfarið hefst mikil leit. Við leituðum og leituðum... líklega í upp undir hálftíma.
Allt í einu segir Sæmundur: "Ég er búinn að finna það" !
"Hvar" spyr ég.
"Það er undir hendinni á þér".
.
14.9.2007 | 22:51
Ég sprakk.
Þegar maður vinnur við þjónustustörf, geta komið upp augnablik, þar sem manni er ómögulegt annað en að hlægja eins og vitleysingur.
.
Eitt sinn kom maður inn á veitingahúsið, sem ég vann á. Þetta var um vetur. Ég stend í afgreiðslunni. Fyrir framan afgreiðsluborðið var langur dregill. Maðurinn gengur að dreglinum en þegar þangað er komið, byrjar hann að taka skref afturábak...... reynir áfram og síðan afturábak... en er fastur. Ég kíki og sé að hann er á mannbroddum. Pikkfastur í dreglinum. Hann juggar sér fram og aftur, án árangurs.... fram og aftur... Ég reyni og reyni að fara ekki að brosa....... en skyndilega finn ég að mér var ómögulegt að halda andlitinu....er gjörsamlega að springa. Átti engra kosta völ, hleyp úr afgreiðslunni og inn á kæli, sem er með mjög þykkri hurð og öskra úr hlátri. Slapp fyrir horn, eins og sagt er.
.
Í annað skipti kemur maður inn í banka sem ég starfa í á þeim tíma. Hann talar við mig... mjög dimmum rómi. Ég byrja að afgreiða hann. Maðurinn talar mikið. Allt í einu skiptir hann um gír og röddin fer algerlega upp á háa C-ið... með viðkomu á nokkrum nótum. Vá.. þvílíkt raddsvið !! Ég finn að ég var orðin rauð í framan.... alveg að missa mig. Þá fer maðurinn aftur í bassaröddina og svo upp í skræk...... og ég spring !! Hroðalega neyðarlegt.
.
Dííííí....... maður hlær sko mest þegar maður reynir að hlægja minnst !
14.9.2007 | 20:20
Helga systir.
Systir mín sagði á síðustu helgi að ég ætti að blogga um hana...... eitthvað verulega gott.
Hahh... ... hún sagði þetta í gríni en......
..hér kemur það....
................
Hún Helga, litla systir mín, er ein af þessum persónum sem vill allt fyrir alla gera.
Þegar hún kemur í heimsókn, á hún það til að leggjast ofan í baðið hjá mér... ekki í bað... heldur til að skrúbba það, þar til hægt er að spegla sig í því. Hún er reyndar snillingur í hreinsivörum og á alltaf réttu efnin til að ná öllum mögulegum og ómögulegum blettum af. Hún er dugleg.
Ef eitthvað gengur illa hjá mér, þá er Helga alltaf tilbúin að hlusta á mig. Hún er vinur í raun.
Ef mig hefur vantað pössun eða útréttingar, þá er það Helga sem reddar.
Hún hefur gaman af að gleðja aðra.... leggur t.d. mikla natni í jólagjafir og gefur gjarnan persónulegar gjafir.
Hennar stærsti kostur er húmorinn. Ég hef bloggað um hana einhvern tíma áður.... þegar hún var rétt búin að drepa mig úr hlátri. Já... mér finnst hún vera of fyndin ef ég er nálægt því að kafna úr hlátri.
Það var líka aðeins of mikið af því góða þegar hún tók David Bowie ... háu tónana...
(Helga ætti ekki að syngja einsöng)
--------------------
Helga gaf mér bók í afmælisgjöf...... "Alveg einstök systir" heitir hún.
Ég ætla að taka upp úr bókinni nokkur orð...... og þau eru til systur minnar frá mér.
.
--------------------
.
Enginn þakkar systrum eða hrósar þeim eða
semur lög um þær. Systur eru bara til staðar -
eins og hægri handleggurinn á manni. Þær lifa sjálfstætt
- en eru samt á einhvern hátt hluti af þínu eigin lífi.
Þær flakka inn og út úr tilveru þinni. Og vita of mikið
um fortíð þína. Þær hafa minni á við fíla.
Þær þekkja veiku blettina á þér. Oft andvarpa þær og segja:
"Já, þetta áttirðu til, er það ekki?"
En ef þú ert strandaglópur lengst úti í sveit
eða upp til fjalla, þegar áin hefur breytt um farveg
og rennur gegnum dagstofuna, þegar þú hefur
beyglað bílinn í árekstri eða þegar þið eruð öll lögst
í flensu ......
þá koma systur á vettvang.
14.9.2007 | 13:17
Orðaleikir.
Í gærkvöldi, þegar ég var að heiman, fóru strákarnir á kostum í kommentakerfinu mínu.
.
Hvar er Anna
Hawanna
Finndanna
Úps, misstanna
Hey, greipanna
Hefanna og geymanna
Búinn að svæfanna.
.....
Mér finnst þetta snilld !!
.....
Mig langar að bæta við einu......
Hafið þið prófað að segja Hæ Anna hratt ?
Hæ Anna
Hæana
HÆNA !!
.......
Dýralæknirinn kallar mig stundum hænu.
13.9.2007 | 12:50
Neytendahornið - Síminn tekinn í nefið.
.
Þið munið lætin þegar Dominos sendi sms á aðfangadag til að óska gleðilegra jóla ?
Mér fannst það ekki næstum því eins slæmt eins og sms-in tvö sem ég fékk klukkan 9.20 á Jóladagsmorgun frá Símanum.
Ég vaknaði upp við að síminn pípaði.... tvisvar ég rauk upp, viss um að eitthvað hefði komið fyrir. Veit að fólkið mitt hefur ekki samband á Jóladagsmorgun nema eitthvað sérstakt sé.
Opna sms-in í flýti og les; Þú hefur notað 3.425 krónur af Betri leið
Arg garg,, handónýtir hálfvitar og kiðfættar köngulær !!!!
Viðskiptayfirlit á Jóladagsmorgun
Ég varð hoppandi reið svo ég segi nú alveg satt. Svona... ... eins og það er nú óviðeigandi að vera mikið reiður á jólunum.
.
Milli jóla og nýárs átti ég leið í Kringluna og kem við í Símabúðinni til að biðja starfsfólkið þar að móttaka kvörtun og koma til yfirmanna sinna.
Einhver alger sauður varð fyrir svörum ..
Hann sagði: Já, ég fékk líka svona sms og mér fannst það bara fínt
Ég: Mér fannst það EKKI fínt .. vinir mínir hringja ekki einu sinni í mig á JÓLADAGSMORGUN hvað þá að fyrirtæki eigi að tilkynna mér hvað ég skuldi þeim.
Hann: Þú færð mig ekkert ofan af þeirri skoðun minni að mér finnst þetta í góðu lagi ..og það skein í aulasvipinn á drengstaulanum.
.
Á þessum tímapunkti breyttist ég í Kolbeinn Kaftein . í huganum .. ruddi út úr mér fúkyrðum . í huganum . Og strunsaði út . í alvörunni.
.
Daginn eftir hringdi ég í Símann og bað um kvörtunardeild.
Þar svaraði mér ljóska: "Þetta er bara svona sjálfvirkt kerfi og ekkert við því að gera"...
Ég: Jájá,, ég er nú ekkert mjög vitlaus og veit að ef það er hægt að setja inn sjálfvirkar skipanir... þá er líka hægt að taka út sjálfvirkar skipanir".
Hún: "Ég veit ekki hvort það er hægt... þetta er alltaf sent á mánudögum".
Ég: "Einmitt..... ég verð þá líka vakin klukkan 9.40 á nýársdagsmorgun"....
.
Hætti að tala við hana og bað um yfirmann........ bara Síma sjálfan !!
.
Út úr honum gat ég togað afsökunarbeiðni og hann lofaði að sjá til þess að ég fengi EKKI sms á nýársdagsmorgun.
..........................
Skiljið þið núna af hverju ég hef ekki húmor fyrir auglýsingu Símans ? Ekkert heilagt hjá þessu fyrirtæki.
.
Ég segi annars allt fínt bara........
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
12.9.2007 | 20:46
Nú fór illa.....
Ég var bara að syngja Hamraborgin mín há og fögur, alein úti í garði.....
ehmmm.... kannski orðin aðeins of há þessi planta ?
.
Jæja..... allt sem fer upp, kemur niður aftur..... þyngdarlögmálið sko..
.
.
11.9.2007 | 16:28
Gjafirnar.
Þrír synir, afar guðhræddrar móður, fóru að heiman til að spreyta sig á lífinu.
Allir áttu þeir miklu láni að fagna og græddu peninga í stórum fúlgum.
.
Að mörgum árum liðnum hittust þeir og ræddu meðal annars um gjafirnar sem þeir höfðu sent aldraðri móður sinni.
.
"Ég reisti henni mömmu myndarlegt hús," sagði sá fyrsti.
.
"Ég sendi henni eitt stykki Mercedes Benz með bílstjóra," sagði annar.
.
"Ég gerði enn betur," sagði sá þriðji. "Þið munið hvað mamma hafði mikla unun af að lesa Biblíuna og að hún er farin að missa sjón.
Þess vegna sendi ég henni stóran, brúnan og hvítan páfagauk sem kann hana alla utan að.
Það tók tuttugu presta tólf ár að kenna páfagauknum þetta.
Verkefnið kostaði milljón dollara á ári, en það var þess virði.
Mamma þarf ekki annað en að nefna rit, kafla og vers og þá fer páfagaukurinn með textann."
.
.
Skömmu síðar sendi móðirin sonum sínum þakkarbréf.
.
Til fyrsta sonarins skrifaði hún:
"Kæri sonur! Húsið sem þú byggðir er risastórt.
Ég bý aðeins í einu herbergjanna en þarf að þrífa allt húsið."
.
Sonur númer tvö fékk eftirfarandi bréf:
"Elskaði sonur! Ég er orðin alltof gömul til að ferðast.
Ég er alltaf heima og nota Bensinn aldrei. Bílstjórinn er óttalegur dóni."
.
Þriðja syninum sendi móðirin þessi skilaboð:
"Yndislega afkvæmi! Þú varst eini sonurinn sem gerðir þér grein fyrir hvernig ætti að gleðja hana móður þína.
Kjúklingurinn var hreinasta lostæti!"
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði