10.9.2007 | 23:20
Bætt þjónusta - betra blogg.
Það er mér mikil ánægja að tilkynna ykkur stagbætta þjónustu......
.
Ef þið opnið bloggið mitt í vinnunni ykkar... sem mig grunar að þið stelist til... ... þá hefur hingað til staðið "Bull dagsins" á flipanum... sem þið skjótið niður þegar vinnuveitandinn gengur framhjá... og þar með kemst upp um ykkur óþekktarormarnir ykkar !
.
Nú er þetta smáatriði komið í lag og framvegis stendur "Windows Live Coolmail" á flipanum....
.
10.9.2007 | 17:13
Allt í blóma... segir sú fróma.
Blómin eru þvílíkt flott þessa dagana !
.
Lengi vel hélt ég að grænir fingur væru bara á öðru fólki.... en þrátt fyrir að ég sé að drepast úr hógværð, þá er ekki annað hægt en að deila með ykkur þessum undrum veraldar... sem koma bara beint upp úr moldinni heima hjá mér. Leyndarmálið á bakvið þessi dásamlegu plöntur, er að ég tala við blómin.
.
Látum blómin tala...er fræg setning úr auglýsingu... ég held að mér sé alveg að takast það.
.
.
.
9.9.2007 | 22:57
Auglýsing.
Um helgina naut ég afar góðra veitinga frá veitingastaðnum Red Chili .....sem staðsett er að Laugavegi 176, við hliðina á Heklu.
.
Á boðstólum var m.a;
.
Burritos með kjúkling
Quesadillas (Kesadías)
Kjúklingavængir í BBQ Hotsósu
Kjúklingspjót
Nautaspjót
Djúpsteiktar rækur í orly
.
smjatt smjatt slurp.
.
Arnfinnur, vinur minn, fær nokkrar stjörnur fyrir þennan gómsæta mat.
.
Tilvalið að panta í partýin og saumaklúbbana.... já eða bara ef þú nennir ekki að elda.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
9.9.2007 | 14:57
Tárin hrynja sem foss.
Á skákmótinu, gaf Brattur, vinur minn, mér geisladisk með lagi, sem nú er komið í spilarann.
Þetta er sko uppáhaldslagið mitt ! Takk takk Brattur.
.
Lag: Brattur
Texti: Anna Einarsdóttir
Útsetning: Johnny King
.
Tárin hrynja sem foss.
.
Senn dimmir hér skerinu á
og svanirnir fljúga á brott
Króknuð og köld verður þá
kinn mín, það er ekki gott
.
Ég engan get yljað mér við
er alein með ískaldar tær
Í hjarta mér hef engan frið
hjálpið mér, komið þið nær
.
Ég sakna, það nær engri átt
ég man enn þinn síðasta koss
Ég titra og tala svo fátt
og tárin hrynja sem foss
Spil og leikir | Breytt 10.9.2007 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.9.2007 | 10:24
Spurning sunnudagsins.
.
.
Ætli ábótar fái sér alltaf ábót ?
.
.
8.9.2007 | 17:15
Skýrsla stjórnar.
Skákmótið fór fram í gær....
Það er ekki orðum aukið, að ég hef sjaldan skemmt mér jafnvel á ævinni.
.
Það tilkynnist hér með að Ægir er skákmeistarinn 2007.
Hann sigraði allar sínar skákir, enda á heimavelli strákurinn. Til hamingju Ægir.
.
Af því að þetta er mín síða, ætla ég að gera hér grein fyrir óvæntum ósigrum mínum.
Ægir sigraði mig eins og áður sagði. Það var svo sem allt í lagi, þar sem ég tefldi á útivelli... og hann vann alla hina líka.
.
Það var sýnu verra að Arnfinnur vann mig. Skelfileg mistök !
Arnfinnur er sveitastrákur. Haustið hefur greinilega mikil áhrif á hann, því hann tefldi eins og hann væri í miðri sláturtíð. Hann óð um skákborðið og slátraði öllu sem fyrir varð. Ég, í sjálfsvörn, reyndi að drepa hans menn...... og tókst, nema hann, með sjónhverfingum, gat laumað þremur peðum sínum inn á borðið í endastöðunni. Svo beið hann bara þangað til eitt peðið óx og varð að fullvaxta drottningu.
Arnfinnur ruddi !
.
Í fimm skákum virkuðu "klukkutöfrabrögðin" og ég knúði fram sigur.
.
Svo votta ég hér með að Kristjana, Ingibjörg, Ægir, Arnfinnur, Brattur, Edda, Björg og Halldór eru allt öðlingsfólk og húmoristar af lífi og sál....... sem hrekur þá kenningu, að fólk sem maður kynnist í gegnum tölvu sé allt PERRAR.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
8.9.2007 | 15:56
Anna litla létt á fæti.
Bjarni, æskuvinur minn var að senda mér myndir sem gleðja verulega mitt litla hjarta.
Takk fyrir kærlega, Bjarni.
Á fyrri myndinni erum við í fótbolta, Bjarni, Benni bróðir hans og ég. Þarf ég að útskýra það ?
.
Eins og glögglega sést, er ég að fara að skora þarna, þrátt fyrir að Bjarni sé að reyna að sparka í rassinn á mér. Benni er um það bil að flækja sig í sjálfum sér á þessu augnabliki. 1-0 fyrir mig.
.
.
Á næstu mynd eru Bjarni Þór (með köttinn) og Benni að róla sér. Við Bjarni sitjum þarna með fótboltann á milli okkar. Ég greinilega nýbúin að sigra... sést á svipnum. Við hliðina á Bjarna er Pési hundur, þar næst Helga systir og svo Júlíana. Takið eftir skyrtunni, bleiku sem ég er í..... það voru örugglega 36 tölur á henni,, tók mig fram undir hádegi að klæða mig í. Þarna erum við hjá rólunum sem ég vitnaði í, í síðustu færslu....... og þessi mynd er tekin eftir vegasaltstilraunina.
.
7.9.2007 | 13:07
Allir út að leika.
Á árunum 1975-1978 var blómlegt félagslíf í sveitinni heima. Sæmundur útibússtjóri sá um að halda skákmót reglulega. Hann var líka duglegur að fara í leiki og fótbolta við okkur krakkana. Pabbi og Sæmundur settu upp rólur og vegasölt fyrir okkur. Við vorum orðin býsna sleip í rólustökki, bæði afturábak og áfram og vegasaltið var reynt til hins ýtrasta. Það loddi við okkur krakkana að við vorum alltaf tilbúin í tilraunastarfsemi ýmiskonar. Ein tilraunin okkar fólst í athugun á því hversu margir gætu vegað salt í einu. Niðurstaðan var 7 í einu. Vegasaltið brotnaði nefnilega þegar við vorum orðin 8.
.
Þorgeir bróðir gerði líka hávísindalega tilraun með leikföng. Þannig var að við fengum dýr í jólagjöf eitt árið.... hann fékk hund og ég fékk kött, hvorutveggja úr hörðu gúmmíefni. Þorgeir vildi ólmur athuga hvort þetta væri eldfimt efni. Hann setti því köttinn minn á ruslabrennu föður okkar og þar brann kötturinn MINN til ösku. Þorgeir passaði vel að hundurinn HANS kæmi ekki nálægt eldi eftir þetta.
Annars höfum við ekki rifist, bróðir minn og ég, í 32 ár. Toppiði það !
.
Á Breiðabliki var spilað blak einu sinni í viku. Þar voru bæði rígfullorðnir menn og krakkar allt niður í 10 ára
. allir saman... og það var svo gaman. Milli jóla og nýárs var spiluð félagsvist og þar mættu nær allir úr sveitinni. Þar voru vinningslíkur Halldórs frænda og mín um 75%, sem er umtalsvert betra en í happadrættum nútímans. Okkur fannst verst þegar við unnum sængurverasett í stíl...... að við skyldum ekki geta notað þau saman. Erum of skyld sko.
.
Heima voru um tíma stundaðar söngæfingar. Þar spilaði pabbi á nikkuna og þrenn hjón úr hreppnum komu og sungu. Þetta var hin besta skemmtun fyrir okkur krakkana sem lágum í dyragættinni, því Kjartan söng af svo mikilli innlifun
með öllu andlitinu.. að okkur fannst hrein unun á að horfa. Ég er ekkert að segja frá því hér, að við hlupum svo reglulega inn á klósett og hlógum okkur máttlaus. Guð, hvað þetta gat verið fyndið. (nú braut ég regluna um að særa ekki nokkurn mann með bullinu ... en hver er svosem fullkominn ?).
.
Síðan verð ég bara að minnast á Stundina okkar á sunnudögum, fyrst ég er að rifja upp. Mínar uppáhaldspersónur þar voru Rannveig og Krummi. Ohhh
. Þau voru svooo skemmtileg !
.
Mínar bestu æskuminningar tengjast semsagt leik við fólk á öllum aldri. Í nútímanum eru vissulega nokkrar fjölskyldur sem fara í leiki með börnunum sínum . en ansi er ég hrædd um að það sé fátítt, og þá bara úti í garði eða á ættarmótum.
.
Mottó dagsins..... LEIKUM OKKUR MEIRA.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
6.9.2007 | 22:16
Snæfellsnesið.
Árið er 1981. Unglingarnir í sveitinni fara á öll sveitaböll. Það er sniðugt kerfi í gangi.... ball á Lýsuhóli þessa helgi, í Ólafsvík þá næstu, því næst á Breiðabliki og svo koll af kolli. Alltaf dansleikur einhvers staðar. Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi vinsælust.
Ég klæði mig upp og fer á ball á Breiðabliki. Er ekki byrjuð að mála mig á þessum tíma. Það gerist löngu síðar. Á Breiðabliki er fatahengið staðsett beint á móti innganginum. Þegar ég geng inn á ballið hitti ég stráka í anddyrinu. Þeir ákveða að hrekkja mig. Þeir lyfta mér upp, troða herðatré innanundir jakkann minn og hengja mig upp í fatahenginu. Ég blasi við öllum sem koma inn.
Þarna hangi ég og get ekki annað... í hálftíma....með hendurnar út í loftið....eins og ASNI.
Prófið að hengja ykkur svona upp. Maður verður gjörsneiddur öllum virðuleika.
.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.9.2007 | 19:36
Myndasyrpa.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði