Af hverju............

 

........ er stundum sagt að fólk hagi sér eins og asnar þegar um kjánaskap er að ræða ?  Asnar eru svo langt frá því að vera með fíflagang. 

Ég bara skil´ðett´ekki. 

 

pack_animals2


Tekin.

 

Það fer ekki hjá því að tollskoðun á erlendum flugvöllum, minni mann á hryðjuverkaárásir undanfarinna ára.  Því setur maður gjarnan upp alvörusvip um leið og gengið er í gegnum skoðunina.

Það gerði ég einmitt á Barcelonaflugvelli nýlega.

Samviskusamlega tók ég af mér beltið og fór úr skónum og gekk í gegn, fullviss um að ég væri "hrein".

Hinu megin beið mín tollvörður á miðjum aldri.  Hann beindi skannanum að naflanum á mér og þá fór í gang píp.  Ég meina píp píp píp píp sem virtist engan endi ætla að taka.

Ég setti upp óttasvip........ hugsaði á ljóshraða........ reif upp bolinn minn og kíkti...... sá bara naflann og buxnastrenginn........ leit þá aftur á tollvörðinn með undrunarsvip............

........ og þá sprakk hann úr hlátri !

Manngarmurinn var bara að stríða mér.  Smile

Gott á mig.


Nú eru góð ráð dýr.

 

Nú er Spánarferðin búin og svo þarf að borga umframeyðslu, því ekki ferðast maður alla leið til Spánar til að vera með nirfilshátt og nísku.  Neineinei.

Það eru ýmsar leiðir í stöðunni fyrir mig;

Ég get selt mig,,,,,,,,,,, má´ða !   Það strandar á því að viðskipti og ánægja eiga ekki samleið. Woundering  Svo vil ég líka ekki vera "ódýr" sem ég myndi óvart alltaf vera miðað við eitthvað annað. 

Svo ég sleppi því.

Þessi í stað hef ég hugsað mér að selja GÓÐ RÁÐ. Cool  Og þau verða sko ekki gefins !

Svo nú eru góð ráð fokdýr.

 

1054323610_pbarbamama


Tek áhættuna.

 

Sko, ég bara verð að segja ykkur frá þessum dóna.  Ef ég verð nöppuð, þrátt fyrir ítrustu varúðarráðstafanir og minnstu stafi í heimi, þá er það versta sem gerist að mér verður lokað.  Skiptirekkiöllumáli.

 

Þannig var að ég gekk niður Römbluna í Barcelona.  Þar er þvílíkt fjölskrúðugt mannlíf.  Það varð þó skrautlegra en ég bjóst við.  Við einn sölubásinn, neðarlega á Römblunni, sá ég afturenda á manni.  Hann virtist vera í sundskýlu einni fata en þó fannst mér skýlan eitthvað voðalega föst í rassaskorunni á manninum.  Ég tók "second look" og sá þá að hann var ekki í neinni skýlu.  Maðurinn var með málaðan rass.  Við erum að tala um ellilífeyrisþega hérna..... gamall karl með málaðan rass !  Ef þetta gerir mann ekki forvitin.  Ég læddist til hliðar við karl og kíkti.  Vúúúúhúúúúúú  Blush  ojojojojojjjj.  Ég sá draslið.  Segi og skrifa, DRASL.  Hann náði næstum niður að hné og neðan í honum hékk allskonar dinglumdangl.  Sjötugur berrassaður karl með typpalokka í massavís. Blush  Allt teygt og togað hálfa leið niður á götu.  Ehhhh, þetta var pottþétt bannað innan 35.  Hef bara aldrei séð annað eins.   Á þessum tímapunkti sneri gamli sér við og fólk byrjaði að taka myndir af honum.  Þá brást karl hinn versti við og greip með báðum höndum fyrir draslið og stóð þarna eins og hann væri að pissa í buxurnar, sem hann gat auðvitað ekki.  Það þarf að vera í buxum til að geta pissað í þær. (svakalega var þetta mikil speki). 

Það leikur enginn vafi á því hjá mér að þetta er það skrýtnasta sem ég hef á ævinni séð.

Sjötugur berrassaður karl á almannafæri með typpalokka.

Og mig langar ekki að sjá svona aftur. 

 


Ég sá dóna.

 

Jahá !  Þá veit ég það.

Ég skrepp í burtu í viku og vinsældir mínar eru ENGAR núna.  

Átta manns búnir að lesa mig í dag og það minnir mig óneitanlega á "Jólasveinar, einn og átta"

Þessum átta finnst ég skemmtilegri þegar ég er í burtu, heldur en þegar ég er heima.

Greyin........ ég er komin aftur.  LoL

En ég er ótrúlega þakklát og hæstánægð með óvinsældir mínar.

Það hefði verið heldur klént að vera á topp 10 lista bloggara, fyrir það að blogga ekki.  Það hefði væntanlega þýtt viðtal í sjónvarpinu;  "Leiðinlegasti bloggarinn slær öll vinsældarmet við það eitt að láta ekki staf frá sér fara"  Blush  Ehmmm, pínu vandræðalegt ef það hefði gerst.

 

 

Ég sá dóna í Barcelona.  Í ALVÖRU !  En það má víst ekki segja frá því hér. Grin 

Hvenær skyldi ritstjórn Mbl sofa ?


Hei !

25%20Ways%20To%20Say%20Goodbye[1]

 

 

Ætlaði bara að kasta á ykkur kveðju.  Kissing

 

Hitti ég ?

 

 

 

 

 


Auðveldasta gáta í heimi.........

 

Nú er ég að fara svolítið.  Hvert er ég að fara ?

 

Vísbending:  Nafnið á staðnum sem ég fer á,  rímar við mann sem rekur við í þolfalli.

 

Hversu auðvelt er það nú ekki. LoL

 

 

 

 

 


Tregur læknir maður.

 

istockphoto_2291915_doctor 

 

Þegar ég fór til læknisins á föstudagskvöldið, átti eftirfarandi samtal sér stað:

 

Læknirinn   Jæja góða mín, hvað get ég gert fyrir þig ?

 

Ég   Gat nú skeð.

 

Læknirinn  Ha, hvað ?

 

Ég   Gat nú skeð.

 

Læknirinn horfði á mig opinmynntur og skildi greinilega ekki neitt.

 

Ég    GAAAAAT nú skeð. Gasp

 

Furðulegt að læknar skuli ekki leggja sig fram við að skilja venjulegt fólk !

 


Rétt taktík.

 

drunkers

 

Það voru tveir vinir að spjalla saman og annar segir við hinn... Ég skil þetta ekki.. alltaf þegar ég er að koma heim af barnum læðist ég upp að útihurðinni, opna ofur varlega, fer úr skónum og læðist upp á baðherbergi. Þar passa ég mig á að gera engan hávaða og svo læðist ég eins varlega og ég get upp í rúm og alltaf skal samt konan vakna og skammast í mér.

 

Þá sagði hinn... ég ríf upp dyrnar með látum, skrölti inn á bað og pissa þannig að bunan fer beint í miðjuna á skálinni svo að það koma hellings læti.. fer svo inn í hjónaherbergi og tæti af mér fötin, rek við og segi svo hátt... "núna væri sko gott að fá að ríða".      Það bregst ekki að konan steinsefur.

 


Djúpar pælingar.

 

Hafiði pælt í því að þegar maður er farinn að græða á áhugamálinu sínu, þá er það hætt að vera hobbý.

Dæmi:

  Þú borgar fullt fyrir hest og reiðtygi og hagabeit  =        áhugamál

  Þú temur hross fyrir fólk gegn greiðslu                =        atvinna

 

Mér datt bara í hug...........  aumingja kvensjúkdómalæknarnir.

Þeir missa af helv.... góðu áhugamáli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband