11.5.2007 | 18:08
Ömmupistill.
Pssssst, hafið ekki hátt meðan þið lesið þetta því ég er í felum.
Eins og áður hefur komið fram, er lýst eftir mér. Það sögðu allir VÁ í versluninni þegar í ljós kom að stelpan var með vákort. Annan pannan er samt saklausari en sítróna í þessu máli. Til öryggissss er betra að sitja heima og sleppa öllum kosningaáróðri. Því stendur það sem ég sagði...... not jor bissness hvað ég kýs.
Bless.
10.5.2007 | 22:50
Eftirlýst.
Nú mátt þú lesandi góður - og einlægur aðdáandi minn - búast við að ég hætti að skrifa innan skamms.
Í dag fór ég í búðina. Við kassann dró ég upp mitt huggulega gull-debetkort og hugðist greiða mínar skuldir. Kassadaman renndi kortinu í gegn og leit svo á mig grundsemdaraugum. Þarna stóð ég, sakleysið uppmálað þegar hún skellir miða á borðið.....vákort !
Þetta hefði ég getað sagt mér sjálf. Eftirlýst af Interpol. Skrifa eins og bjálfi að ég selji ekki neitt, fyrir fullt af peningum - eða kannski er þetta út af mínum pólitísku skoðunum ? Aha,, það eru helv.....norsararnir ! Samsæri og ekkert annað. Þeir voru ekkert að grínast í Spaugstofunni með þetta. Sjáið þið ekki samhengið ? Geir og Siv ! Hverjir ætli vinni annars hjá Interpol ? Alþjóðlegir pólverjar kannski ?
En allavega, nú þarf ég að skrifa eintóma ömmupistla fram að kosningum. Á laugardaginn set ég svo upp kolluna og svartan skýluklút og laumast á kjörstað. Hvað ég kýs, er mitt einkamál
Bestu kveðjur úr sveitinni.
Anna S. Einarsdóttir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.5.2007 | 08:48
Betlari eða sníkjari ?
Í gær fór ég um víðan völl og seldi ekki neitt. Og seldi bara töluvert af´ðí.
Þetta er nefnilega spurning um framboð og eftirspurn.
Ég gekk inn í fyrirtæki, hitti forstjóra, brosti og sagði: Má ekki bjóða þér ekkert ? Og þeir keyptu það flestir. Enda lítið af engu í boði. Einn spurði reyndar hvort ég væri að selja styrktarlínu en fékk það svar að hann fengi enga línu... bara styrkur í boði.
Ehmmm.... ég vona að mér verði ekki vísað úr landi, eins og harmonikkuleikurunum, þótt ég opinberi þetta. Reyndar skil ég alls ekki af hverju ég má selja MIG - abbababb, er samt ekki til sölu - en þessir menn mega ekki selja hæfileika sína. Ég sem var hæstánægð með að fá betlara í heimabyggð, sbr. verslum í heimabyggð.
En talandi um að ganga í fyrirtæki og selja ekki neitt..... ég er æviráðin í hinar ýmsu fjáröflunarnefndir fyrir vikið því ég þyki víst sérlega efnilegt sníkjudýr.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2007 | 12:28
Dómsmálaráðuneytið brýtur lög.
Dómsmálaráðuneytið auglýsti ólöglega eftir umsóknum um embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Auglýsingin birtist aðeins í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins. Blaðið kom úr á pappírsformi sama dag og umsóknarfresturinn rann út. Páll Winkel, nýskipaður yfirmaður stjórnsýslusviðs hjá ríkislögreglustjóra, var sá eini sem sótti um starfið. Páll er sonur Guðnýjar Jónsdóttur, ritara Björns Bjarnasonar í dómsmálaráðuneytinu.
http://www.visir.is/article/20070509/FRETTIR01/105090127
Tilviljun ?
9.5.2007 | 07:40
Margir kennarar
Sjálfstæðismenn stóla núna á þrennt:
- að kjósendur muni ekki neitt
- að kjósendur viti ekki neitt
- að kjósendur skilji ekki neitt
Kæri Geir. Það er ekki nóg að spyrja Jón Sigurðsson. Hann myndi nefnilega staðfesta við þig að þannig sé þetta einmitt ...... skjátan fékk bara 4,5 í sögu hjá honum í den. Þaðvarsamtekkiaðmarka ! Stelpan var bara 17 ára þá svo hvernig í veröldinni átti hún að muna hvað gerðist 50 árum áður en hún fæddist? Geir, spurðu heldur Ingu Jónu og þá færðu að vita að ég fékk 10 í bókfærslu og rekstrarhagfræði hjá henni ... mont mont.
Ehhhh.... niður á jörðina aftur. Nú vil ég skila því til þín Geir:
- að kjósendur muna eftir eftirlaunafrumvarpinu
- að kjósendur vita að þið hafið gert hagstjórnarmistök
- að kjósendur skilja að "minn tími er kominn" *
* Jóhönnu tími sko...... ...... ég er ekkert að fara á þing.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2007 | 11:25
Gleymdi dálitlu.
Halldór Ásgrímsson sækir eista heim !
Hmmmm..... ætli hann hafi fattað það þegar hann fór að pissa ?
8.5.2007 | 09:41
Sjalli eða Samúel ?
Karlamálin hjá mér eru enn í hnút. Þið munið eftir Sjalla Jóns, kærastanum mínum sem vísaði ömmu og afa frá veislunni ? Hann er undanfarna daga búinn að fara hamförum, búinn að lofa öllu fögru og dæla út gjöfum. Siggi frændi hans fékk stóra lóð og bróður sínum reddaði hann flottu starfi bara ef þeir myndu hjálpa honum að tala mig til. Svo fékk Jónas, æskufélagi hans nýjar nærbuxur og sandala. Og nú keppast þeir allir við að reyna að fá mig til að halda áfram að vera með Sjalla. Ég hallast nú að þeirri skoðun að fyrst hann gat vísað ömmu og afa frá, þá sé hann til alls líklegur og ég bara treysti honum ekki lengur. Menn breytast ekki þótt þeir lofi bót og betrun. Hann var líka búinn að mismuna fólki svo mikið. Það finnst mér ekki fallegt.
Núna er kominn annar gaur. Samúel Fylkir. Hann er að reyna við mig, rosalega sætur strákur. Hann er með mikil framtíðarplön strákurinn og virðist geta leyst hvers kyns vandamál. Já, mér líst vel á Samúel Fylki.
Er ekki ráð að hætta með Sjalla og athuga hvort ég verði ekki hamingjusamari með Samúel Fylki ?
Þið getið hjálpað mér að velja á laugardaginn. Merkið bara við:
Sjalli X-S eða
Samúel X-S
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2007 | 20:01
Viðskiptahættir fortíðarinnar.
Ég var ekki nema krakkaskítur þegar fór að bera á óvenjulega mikilli sjálfsbjargarviðleitni hjá mér. Oft átti ég leið í verslun eina sem staðsett var steinsnar frá mínu æskuheimili. Þar gat ég staðið og horft á sælgætishillurnar og látið mig dreyma. Í einni slíkri ferð, þegar ég var 7-8 ára gömul, spurði ég afgreiðslumanninn hvað eitt girnilegt nammistykki kostaði. Hann svaraði "skít á priki" og glotti til mín. Hugur minn fór á flug, ég skondraðist út, fann mér kindasparð og setti það ofan á prik og hélt svo inn í verslunina aftur. Ég ætla að fá eitt svona sagði ég og brosti og lagði herlegheitin ofan á afgreiðsluborðið. Þá sagði afgreiðslumaðurinn setningu sem líður mér aldrei úr minni:
Þetta er ekki skítur á priki, þetta er kúkur á spýtu !
6.5.2007 | 16:05
Ég var bara aðeins að hugsa....
Hver fann upp orðatiltækið:
"að færa sig upp á skaftið" ?
5.5.2007 | 12:25
Dömpa honum eða ekki ?
Hæ stelpur.
Ég var ekki búin að segja ykkur að ég á kærasta. Hann hefur ýmsa kosti en hann hefur líka dáldið slæma galla og ég veit satt að segja ekki hvort ég á að henda honum út núna eða bara vera með honum áfram ?
Við héldum matarboð um daginn, skötuhjúin, og þar var sko ekkert til sparað, ótrúlega flott. Fjölskyldan hans kom öll og vinir hans með konurnar sínar, - og þið hefðuð átt að sjá átfittið á okkur stelpunum.
(HEI ! Engin mynd af stelpu í ótrúlega flottum kjól í tilfinningatáknunum, drusluvefur)
Við vorum búin að auglýsa veisluna vel, grand áðí, ég og kærastinn, því hann á jú sand af seðlum. Rosalega leit þetta allt vel út. Þegar fólkið er að setjast við veisluborðið, hringir bjallan. Og .... fyrir utan stóðu amma of afi ! Þessu höfðum við satt að segja ekki gert ráð fyrir - en við auglýstum jú "allir velkomnir". Ég kyssti þau bæði og knúsaði og ætlaði að vísa þeim inn - þegar kærastinn minn kemur og segir að það sé ekki til nægur matur fyrir þau líka........ ómægod....... þetta var svo neyðarlegt.
Hann sagði að þau gætu bara komið seinna. Þau gengu niðurlút í burtu. Hvernig gat hann verið svona harðbrjósta ! Kærastinn lofar bót og betrun en ég veit ekki hvort ég á að trúa honum.
Á ég að vera með honum áfram eða ekki ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði