Maurar.

Díííí...... ég sit úti í sólinni og er að lesa Vikuna í mesta sakleysi og kemst þá að því að ég er ömurlegri en MAUR. Crying

Í Vikunni stendur:

Ef þú gerir strik með krít við hliðina á maur, fer hann ekki yfir það

(ég fer oft yfir strikið og það þykir ekki gott)

Maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni og dregið 30 falda þyngd sína

(kræst..... ég er aumingi)

Maurar falla alltaf á hægri hliðina þegar þeir verða drukknir.

(svakalega eru þeir flinkir)

Nú ætla ég að hella einn maur fullan og kríta svo allan hringinn utan um hann.  Sjáum hvað hann gerir þá. Wink

 

 

 


Af hverju kýstu X - ?

 

Há-vísindaleg úttekt á kjósendum.

Þú kýst:

 

Sjálfstæðisflokkinn líklega af því að

  • þú hefur enga skoðun og stekkur því á stærsta flokkinn
  • pabbi, afi, langafi og langalangafi gerðu það
  • aþþíbara, þeir gáfu þér bjór um daginn.
  • þú ert ríkur og stefna D er ríkravæn

 

Framsóknarflokkinn líklega af því að

 

  • þú ert úr sveit
  • þú ert jafnaðarmaður en þú villtist
  • þú heitir Arnfinnur

 

Samfylkinguna líklega af því að

 

  • þú elskar náungann eins og sjálfan þig
  • þú ert veikur, gamall eða fatlaður
  • þú vilt ekki verðbólgu og óstöðugleika og okurvexti
  • þú ert búinn að fá yfir þig nóg af spillingu
  • ég er búin að kyssa þig
  • þú ert skynsamur
  • þú átt ömmu

 

Vinstri græna líklega af því að

 

  • þú ert umhverfissinni og náttúruvæn
  • þú hugsar vel um fólkið í kringum þig - ef það er íslenskt
  • þú vilt fella ríkisstjórnina

 

                  Það er svo gaman að stríða  Grin 

 

 


Endurreisn velferðar.

Endurreisn velferðarríkisins.Á tólf ára stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafa myndast alvarlegir brestir í íslenska velferðarkerfinu og ójöfnuður hefur farið jafnt og þétt vaxandi. Ísland er eina landið innan OECD, þar sem  skattakerfið hefur þau áhrif að auka á ójöfnuð  í tekjuskiptingunni. Meginástæðurnar eru tvær: Skattfrelsismörk hafa ekki fylgt launaþróun, með þeim afleiðingum að skattbyrði lág- og miðlungstekjuhópa hefur þyngst, en lést að sama skapi hjá þeim tekjuhæstu. Hin ástæðan er sú, að þrátt fyrir góðærið hafa stjórnarflokkarnir vanrækt að endurskoða samspil almannatrygginga, lífeyrisgreiðslna og skattakerfis. Afleiðingarnar eru þær að  ríkissjóður tekur til baka, í formi skerðinga og skatta, bróðurpartinn af þeim greiðslum, sem eiga að standa undir afkomuöryggi þeirra, sem verst eru settir meðal aldraðra og öryrkja.  Ríkissjóður er í  reynd stærsti lífeyrisþeginn. Kerfið er farið að refsa þeim, sem það á að þjóna. Það letur bæði til sparnaðar og vinnu. Þetta kallar á heildarendurskoðun á grundvallarþáttum velferðarþjónustunnar. Þeim sem bera ábyrgð á  þessum vanrækslusyndum í góðærinu er ekki treystandi til að vinna það verk.

                  “Gjör rétt – þol ei órétt.”

----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nú heldur fólk að ég sé orðin ógurlega mælsk. LoL  

Ég hef stofnað útibú og þessi grein hér fyrir ofan er Jóns Baldvins. 

Ótrúlega snjall maður, Jón Baldvin.     

33328


Ekki hringja.

 

Splunkunýji síminn minn fraus í gærkvöldi.  Hann hafði áður orðið heilabilaður í fyrradag sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið, eins mikið og ég bulla í hann.  Bilunin lýsti sér m.a. í því að ef einhver hringdi í mig þá gerðist allt rétt nema að það heyrðist ekkert hljóð í símanum - minnti mig á gamla köttinn minn sem hætti að mjálma þegar dýralæknirinn tók hana úr sambandi.  Held að sumir dýralæknar viti ekki mun á raddböndum og eggjaleiðara. LoL  Æji, illa sagt.  Auðvitað var það bara mér að kenna því ég gaf dýralækninum Bailys glas meðan hann var að aftengja kisa.  (hvísl.....bara að vara ykkur við, ekki fylla dýralækninn ykkar áður en hann á að svæfa fyrir ykkur gömul dýr...... hann gæti ruglast).  Hvar var ég ?  Já, ég er víst að tala um síma og nema hvað - þegar ég var að fara að sofa þá uppgötvaði ég - engin vekjaraklukka -. Gasp  Ok, hringdi í 118 og spurði um númerið hjá klukkunni.  Hringdi svo í númerið og þá kom mjóróma rödd sem sagði "ellefu-fimmtíuogfimm-tuttugu DÍNG".  Asninn ég !!  Hringdi aftur í 118 og bað um númerið hjá VEKJARAKLUKKUNNI og hitti á sömu konuna og í fyrra sinnið - og hún flissaði. Blush  Hún sá líka sjálf um að virkja vakninguna og þessvegna var þetta ennþá hlægilegra fyrir hana.  En hún stóð sig kjellan því ég er jú vöknuð, right ? Grin  Já síminn minn..... ekki láta ykkur detta í hug að hringibjallan í honum hafi ekki virkað því hann skilaði samviskusamlega pípi í eina skiptið sem ég fékk sms í gær.  

 En vildi bara láta vita að það þýðir ekkert að hringja í mig í dag Wink


Tapa kapphlaupinu - en vinn kosningarnar.

Ó sjitt...... Jónína Ben komin uppfyrir mig aftur í kapphlaupinu á vinsældarlistanum. Gasp  Verð ég þá ekki að blogga bara til að blogga svo ég eigi sjens ?  Keppnisskapið er að fara með mig núna - get ekki látið hana stinga mig af - og ég miklu yngri og vonandi sprækari. LoL

Grin Æi, hættið´i nú alveg, ég er bara að grínast.

------------------------------------------------------------------------

En að öðru:

Undanfarið hef ég verið dugleg að skanna pólitíkina hérna á blogginu.  Eitt finnst mér áberandi í þeirri yfirferð:  sjálfstæðismenn eru iðnir að nota miður fallegan orðaforða.  Æ vonder væ. FootinMouth    Er ekki grundvallaratriði í  mannlegum samskiptum að virða það að við erum ekki öll alveg eins og höfum því ekki öll sömu skoðanir ?  Þótt við séum reyndar öll jafnaðarmenn þessa dagana. Kissing    


Æjæjæ.

Umræðuefni dagsins er EKKI Ásta Möller því ég velti mér ekki upp úr óförum annarra.  Ætla meira að segja að taka upp hanskann fyrir hana og segja að ÞAÐ ER KVENLEGT AÐ GERA MISTÖK..... þótt þetta hafi nú líklega verið með því allra kvenlegasta sem ég hef séð.  Tounge

En hún er altså ekki umræðuefnið mitt.  

Umræðuefnið er sannsöguleg frásögn af óförum hestamanns. Wink  Þannig var að nokkrir kallar fóru saman í reiðtúr og höfðu pela með í för.  Þetta var fyrir mörgum árum.  Þegar þeir týndust svo heim um nóttina, voru þeir í afar mismunandi ástandi.  Það væri ekki fært í stílinn þótt ég leyfði mér að segja að einhverjir voru á skallanum.  Einn af þeim sem svo var ástatt um, var með tvo hesta.  Sá þurfti að pissa - eins og gengur - og gekk afsíðis með hestana sína.  Svo þurfti kall auðvitað að halda í litla manninn svo hann krækti taumunum upp sitthvora hendina og notaði svo báðar hendur til að stýra.  Sumir eru óheppnir og það var hann í þetta skiptið.  Eitthvað fældi hestana svo þeir stukku í burtu, kipptu um leið kalli á bakið og þá varð til þessi líka myndarlegi gosbrunnur - þegar kall pissaði beint upp í loft og Grin þið vitið væntanlega að allt sem fer upp kemur niður aftur...................tja nema blaðran hans Palla litla.

Ég kann ekki við að láta mynd fylgja þessari frásögn.

 


Til sölu hreinræktuð hundahár.

Hundurinn minn er verksmiðja.  Hann framleiðir hár og losar sig við þau -inni hjá mér - svo dugir í heilu púðana.  Fuglaáhugamönnum er bent á að nú er tækifærið til að gefa fuglunum hundadúnsæng í hreiðrið sitt.  Þótt kílóið af súpukjöti hafi hækkað í dag er verðið á hundahárunum hið hagstæðasta.  Getið jafnvel fengið dúsk gegn loforði um að kjósa S.  Já og fengjuð koss í kaupbæti.  Kyssi orðið jafnt konur og karla þessa dagana og er farin að hafa áhyggjur af þessari þróun.  Neeei, djók Grin  Smjúts á línuna.

Hugsanlega verður sköllóttur hundur til sölu síðar Tounge


Númer 115

 

 

Eigi mér líst á þróun þessa       GetLost

 

 

Það er komin á mig pressa       Errm   

Í vinsældum rís á moggabloggi  Gasp

Er hærr’en Toggi                     Cool

Ei með pornó að ég trekki       Whistling 

Ég einfaldlega skil´ðett ekki      Shocking

Hærr´en Jónína Ben                 LoL

býð aðeins upp´á alþýðugen      Pouty

og endalausa hrekki.                 Tounge

 


Pælingar

Ég er bara aðeins að hugsa Woundering og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er stundum fyrsti hver, já eða annar hver og nokkrum sinnum þriðji hver en aldrei fjórði hver. LoL 

 - þessi sem vinnur í happadrætti.

Hver er fjórði hver ?  Maður spyr sig Shocking


Ör í hjartað.

Mig dreymdi afar undarlegan draum í nótt.

Ég var í öðrum kvenmannslíkama og yngri.  Ég var nýbúin að hitta stóru ástina mína.  Við kærustuparið vorum saman í húsi og þá kemur kona inn og skýtur okkur bæði í hjartað með örvum.  Ég fann sáran sviða.  Síðan fannst mér að við hefðum verið mjög heppin og lifðum þetta af en vorum í gíslingu í húsi þessarar illu konu.  Mér fannst ég hafa verið þar í langan tíma þegar dyrabjallan hringir.  Ég fer til dyra og þar stendur mamma.  Hún var í líki fallegrar rauðhærðrar konu, þ.e. ekki sama móðir og ég á í alvörunni.  Mamma bjargaði okkur, mér og kærastanum og það voru æsispennandi augnablik þegar við vorum að komast undan.  Svo finnst mér líða dálítill tími, ekki mjög langur, en þá fær kærastinn minn hjartaáfall.  Ég hélt honum í fanginu og hann sagði "þetta hefur verið yndislegt yndislegt líf með þér". 

Þarna gelti hundurinn minn og vakti mig.  Hann geltir nánast aldrei á nóttunni en ég var mjög fegin að vakna..... þvílík átök á einni nóttu.  púfferípúff.

psssssst.  ég réð drauminn sjálf - sjá athugasemd númer 7.

Tek að mér að ráða drauma fyrir aðeins tvöþúsundkall stykkið.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband