Boðflenna.

Stundum undra ég mig á því, í lýðræðisþjóðfélagi, hvað fólk fær misjafna meðhöndlun.  Tek sem dæmi að fyrir mörgum árum fletti ég sjálfri mér upp í símaskrá á netinu.  Hef sennilega verið að kanna hvaða titil ég bar. Wink  Upp á skjáinn komu þáverandi eiginmaður minn, einhver kona og ég.  HA !  Vorum við orðin þrjú og ég hafði ekki tekið eftir því ?  Aha, viðhaldið orðið dáldið kræft fannst mér. W00t  Einhverra hluta vegna hafði ég ekki húmor fyrir þessu svo ég hringdi í Símann og tilkynnti þeim að þessi kona byggi ekki með mér.  Maðurinn í símanum sagðist ekkert geta gert að því.  Fólk mætti bara skrá sig þar sem það vildi. 

Ég var sem betur fer fljót að hugsa á þessum árum og sagði við hann.  "Já er það ?  Þá ætla ég að biðja þig að skrá mig til heimilis að Bessastöðum." Grin 

Maðurinn breytti reglum símafyrirtækisins á nóinu og flutti aukakonuna af heimilinu. 

 

 


Smá klúður í viðbót.

Þegar ég var fyrst á gelgjuskeiðinu (er það ennþá) komst ég í málningardót móður minnar.  Þar var margt forvitnilegra hluta.  Þarna ákvað ég að mála mig og prófa að verða "kona". Wink   Gaf mér langan tíma og vandaði mig rosalega.  Nú, svo leit ég í spegil og úps !  Það var ekki allt í andlitinu á mér sem þar átti að vera. Pinch   Ég gekk til mömmu en þegar hún leit á mig fékk hún krampakast.  Held ég hafi ekki séð hana hlægja svona mikið nokkurn tíma nema helst í eina skiptið sem hún var drukkin að mér ásjáandi en þá flissaði hún viðstöðulaust allt kvöldið.  Málið var að ég var varalaus Blush .  Notaði bóluhyljara sem varalit og útkoman var stelpa með augu og nef en ekkert þar fyrir neðan.  Eftir þetta gerðist ég strákastelpa.  Málaði mig næst þegar ég var 24 ára en hef ekki fengist til að nota varalit síðan. 

Bloggfærslur 12. apríl 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband