Pabbi minn.

Faðir minn heitinn var mjög sérstakur maður.  Hann var bifvélavirki á landsbyggðinni.  Hann var líka hljómsveitargæi, alkahólisti, húmoristi og um tíma geðsjúkur, hann var uppfinningamaður og hann var duglegur. Heart  Ekki var hann gráðugur á fé og það sýndi hann í verki.  Pabbi minn rukkaði menn aldrei óhóflega og ef hann vissi af fátækt, þá gaf hann vinnuna sína.  Ég gleymi ekki þegar hann einu sinni fyllti poka af karamellum til að gefa barnmargri fjölskyldu á næsta bæ en ég, dóttir hans, fékk ekki eina. Frown  Bara þetta litla atvik kenndi mér samt að stundum á maður að fórna einhverju til að gleðja aðra.  Það uppeldi sem ég fékk er svo fjarri íslenskum raunveruleika í dag - þar sem alltof margir keppast við að maka krókinn, græða sem mest....... og skipta sér ekkert af gamla manninum í næsta húsi sem á í basli með að láta enda ná saman.  Og gamli maðurinn er líka bráðum að fara að búa með öðrum manni sem hann þekkir ekki neitt.... þ.e. þegar röðin kemur að honum.  Hann er númer 352 á biðlista.  Þessi gamli maður á mikinn þátt í hagsæld okkar í dag en hvaaa....... eins og okkur sé ekki sama. GetLost  

 

Okkur á ekki að vera sama. Gasp   Nú eru þeir ríku orðnir ríkir á Íslandi og það er bara fínt.  Núna skulum við búa til Ísland sem er gott fyrir alla.  Líka þennan gamla vin minn. Wink   

 

 

 


Prísinn ??

Ég er dáldið að spekúlera í einu máli sem Sjálfstæðisflokkurinn þrusaði í gegn á dögunum;  lögleiðingu vændis.

Er maður ekki dáldið cheap að gera´ða frítt núna ?  Og ef maður vill nú vera grand áðí, hvað skyldi þá vera gangverð á fjörutíuogþriggja ára pæju ?  Ég hef ekki fyrir mitt litla líf þorað að spyrja því þá yrði ég ákærð fyrir ólöglegt samráð.  Er eðlilegt að miða verðlag við bíla..... og þá er ég gjörsamlega verðlaus og mætti teljast heppin að fá fimmtánþúsundkallinn fyrir úreldingu eða ætti maður að verðleggja sig eins og 43 ára gamalt whisky en þá hafa satt að segja ekki margir efni á mér.  Ég fæ hausverk af því að hugsa um þetta.  Og þar sem ég er með hausverk, er ég með bestu afsökun í heimi til að fara bara að sofa Sleeping

 

 


Bloggfærslur 21. apríl 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband