Hvað þýðir þá Andrés ?

********************************************************** 

 

Dúa bloggvinkona vakti mig til umhugsunar.  Reyndar ekki í fyrsta skipti því stelpan hefur meira hugmyndaflug en ég hef áður séð.  Mæli með því að þið lesið bloggið hennar ef þið hafið snefil af húmor - annars ekki.Whistling 

Hún sagði: 

"Andvaka er bjánalegt orð. And-vaka = ætti þá að vera sofandi" Errm

Mér finnst þetta mjög rökrétt.  Og í framhaldi af því þá lýsi ég því yfir að ég er núna.......

Andskotinn = ekki skotin í neinum altso

               og  

Andfúl = hress bara  Grin 

 

 


Gillí

Hvernig myndi þér líða ef þú fengir dauðadóm ?

Gillí frænka mín er mikil hetja.  Hún fékk dómsuppkvaðningu hjá læknum í janúar s.l.  Ólæknandi krabbamein var henni tjáð.  Gillí er 46 ára, eldklár, skemmtileg, hörkudugleg kona með hjartað á réttum stað.  Hún er ekki týpan sem gefst upp.   Gillí ákvað að fara þá leið að njóta lífsins áfram;  brosa, ferðast, gifta sig, hjóla, fara í saumaklúbbinn, íhuga, njóta.  Hún er á sama tíma að berjast - af miklum krafti.

Br_kaup_071_sized

Gillí með öllum strákunum sínum.  (sjáiði kjólinn) vúúú.

 

Allir íslendingar með "hjarta", myndu telja að þessar aðstæður væru meira en nóg álag fyrir unga konu.  En stjórnkerfið okkar er stórgallað og snýr í raun baki við þeim sem mest þurfa á að halda.  Ég vitna í hennar eigið blogg, skrifað í gær:

"Það er auðvitað álag að hafa stöðugt á bak við heilann að kannski lifi ég ekki lengi þótt ég velti mér ekki upp úr því dags daglega. Svo bætti ekki úr skák að í dag fékk ég örorkumatið, ég fæ kort og 16.999 á mánuði út árið fyrir utan skatt. Þetta þýðir að í haust verð ég launalaus, verð að selja bílinn, hætta að vera til og stinga hausnum undir koddann.  Auðvitað veit ég ekki hvort ég verð á lífi þá eða orðin frísk og get farið að vinna en ég er líka svo reið að ég gæti sprungið......ef einhverjum dettur í hug að kjósa yfir okkur sama ríkisstjórnarmynstur þá er sá hinn sami að ganga af veiku fólki og öldruðu endanlega dauðu þar á meðal mér."

Hún er skapmikil stelpan. Grin  Ég ætla líka rétt að vona að krabbadruslan þori ekki að staldra lengi við og forði sér hið snarasta. 

Það stríðir gegn allri skynsemi, þú þarft að vera einn í heiminum til að aðhyllast sömu stefnu og verið hefur á Íslandi undanfarin ár.   Eiga a.m.k. enga aldraða foreldra, enga veika ættingja eða þekkja fólk sem vinnur á kassa í Hagkaup og hvað ætli það séu nú margar fjölskyldur sem flokkast undir þetta ?  Og svo mátt ÞÚ auðvitað ekki veikjast eða lenda í slysi - eða verða gamall. 

Hér til hliðar er tenging á Gillí - hún bloggar flott, enda mikill karakter. Wink 

 

 

 


Bloggfærslur 25. apríl 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband