Tapa kapphlaupinu - en vinn kosningarnar.

Ó sjitt...... Jónína Ben komin uppfyrir mig aftur í kapphlaupinu á vinsældarlistanum. Gasp  Verð ég þá ekki að blogga bara til að blogga svo ég eigi sjens ?  Keppnisskapið er að fara með mig núna - get ekki látið hana stinga mig af - og ég miklu yngri og vonandi sprækari. LoL

Grin Æi, hættið´i nú alveg, ég er bara að grínast.

------------------------------------------------------------------------

En að öðru:

Undanfarið hef ég verið dugleg að skanna pólitíkina hérna á blogginu.  Eitt finnst mér áberandi í þeirri yfirferð:  sjálfstæðismenn eru iðnir að nota miður fallegan orðaforða.  Æ vonder væ. FootinMouth    Er ekki grundvallaratriði í  mannlegum samskiptum að virða það að við erum ekki öll alveg eins og höfum því ekki öll sömu skoðanir ?  Þótt við séum reyndar öll jafnaðarmenn þessa dagana. Kissing    


Æjæjæ.

Umræðuefni dagsins er EKKI Ásta Möller því ég velti mér ekki upp úr óförum annarra.  Ætla meira að segja að taka upp hanskann fyrir hana og segja að ÞAÐ ER KVENLEGT AÐ GERA MISTÖK..... þótt þetta hafi nú líklega verið með því allra kvenlegasta sem ég hef séð.  Tounge

En hún er altså ekki umræðuefnið mitt.  

Umræðuefnið er sannsöguleg frásögn af óförum hestamanns. Wink  Þannig var að nokkrir kallar fóru saman í reiðtúr og höfðu pela með í för.  Þetta var fyrir mörgum árum.  Þegar þeir týndust svo heim um nóttina, voru þeir í afar mismunandi ástandi.  Það væri ekki fært í stílinn þótt ég leyfði mér að segja að einhverjir voru á skallanum.  Einn af þeim sem svo var ástatt um, var með tvo hesta.  Sá þurfti að pissa - eins og gengur - og gekk afsíðis með hestana sína.  Svo þurfti kall auðvitað að halda í litla manninn svo hann krækti taumunum upp sitthvora hendina og notaði svo báðar hendur til að stýra.  Sumir eru óheppnir og það var hann í þetta skiptið.  Eitthvað fældi hestana svo þeir stukku í burtu, kipptu um leið kalli á bakið og þá varð til þessi líka myndarlegi gosbrunnur - þegar kall pissaði beint upp í loft og Grin þið vitið væntanlega að allt sem fer upp kemur niður aftur...................tja nema blaðran hans Palla litla.

Ég kann ekki við að láta mynd fylgja þessari frásögn.

 


Bloggfærslur 2. maí 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband