Gengin út.

 

Hestarnir mínir eru langflottustu hestar á Íslandi.  Annar jarpkoníaks skjóttur á lit, stór og myndarlegur en hinn móálóttur litföróttur, faxprúđur.  Ţeir eru báđir dálítiđ kenjóttir.  Ekki hrekkjóttir heldur óţekkir.  Ég hef áđur deilt ţví međ ykkur ţegar ţeir fóru í skítakeppni á fóđurganginum.  Laumuđust út í skjóli nćtur og rústuđu hesthúsinu bara sisona. 

Hestarnir eiga ađ vera í haganum núna en ţađ er ekki eins auđvelt og ţađ hljómar - ekki ţegar um mína hesta er ađ rćđa.  Annar hefur víst ítrekađ komist í kast viđ lögin undanfarna daga međ ţjóđvegarápi.  Ţađ var ţó búiđ ađ hemja hann og undi hann hag sínum ágćtlega í haganum í dag.  Hinn slapp undan réttvísinni en hefur sennilega fengiđ slćma samvisku einhvers stađar á flóttanum ţví hann var á leiđ í kirkju ţegar til hans spurđist.  Góđur mađur stoppađi hann af viđ kirkjusóknina, stakk honum í girđingu og hringdi í mig.  Ég fór eftir vinnu, mýldi klárinn og gekk af stađ.  Ţurfti ađ teyma hann tćplega 5 kílómetra.  Svo sleppti ég honum í hagann, skipađi honum ađ haga sér almennilega og lagđi af stađ heim á leiđ.

Ekki hvarflađi ađ mér annađ en ađ fyrsti bíll myndi stoppa og bjóđa mér far, svona sćtri stelpu eins og mér. Grin  Fyrst ţurfti ég ađ vísu ađ koma mér niđur á ţjóđveg, drjúgan spöl.  Ţađ hafđist og svo kom bíll.....og fór framhjá.  Og annar..... sem ekki stoppađi. Errm  HALLÓ !  Hvađ varđ um ungmennafélagsandann ?  Ég gekk ALLA leiđina til baka.  Er ţá búin ađ ganga 9-10 kílómetra í dag.... í hestaskóm á malbiki.   Súpervúman. 

 


Gömul sannindi og ný.....

 

Ţiđ hafiđ öll heyrt máltćkiđ......

Af bullinu braggast bjálfinn best.

 

 

Ég skil bara ekki fólk sem bullar út í eitt. Halo

 


Bloggfćrslur 31. maí 2007

Um bloggiđ

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfiđ

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband