Maurar.

Díííí...... ég sit úti í sólinni og er að lesa Vikuna í mesta sakleysi og kemst þá að því að ég er ömurlegri en MAUR. Crying

Í Vikunni stendur:

Ef þú gerir strik með krít við hliðina á maur, fer hann ekki yfir það

(ég fer oft yfir strikið og það þykir ekki gott)

Maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni og dregið 30 falda þyngd sína

(kræst..... ég er aumingi)

Maurar falla alltaf á hægri hliðina þegar þeir verða drukknir.

(svakalega eru þeir flinkir)

Nú ætla ég að hella einn maur fullan og kríta svo allan hringinn utan um hann.  Sjáum hvað hann gerir þá. Wink

 

 

 


Af hverju kýstu X - ?

 

Há-vísindaleg úttekt á kjósendum.

Þú kýst:

 

Sjálfstæðisflokkinn líklega af því að

  • þú hefur enga skoðun og stekkur því á stærsta flokkinn
  • pabbi, afi, langafi og langalangafi gerðu það
  • aþþíbara, þeir gáfu þér bjór um daginn.
  • þú ert ríkur og stefna D er ríkravæn

 

Framsóknarflokkinn líklega af því að

 

  • þú ert úr sveit
  • þú ert jafnaðarmaður en þú villtist
  • þú heitir Arnfinnur

 

Samfylkinguna líklega af því að

 

  • þú elskar náungann eins og sjálfan þig
  • þú ert veikur, gamall eða fatlaður
  • þú vilt ekki verðbólgu og óstöðugleika og okurvexti
  • þú ert búinn að fá yfir þig nóg af spillingu
  • ég er búin að kyssa þig
  • þú ert skynsamur
  • þú átt ömmu

 

Vinstri græna líklega af því að

 

  • þú ert umhverfissinni og náttúruvæn
  • þú hugsar vel um fólkið í kringum þig - ef það er íslenskt
  • þú vilt fella ríkisstjórnina

 

                  Það er svo gaman að stríða  Grin 

 

 


Bloggfærslur 4. maí 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband