Vinkona mín.

 

 

Besta vinkona mín fór í heilaskanna um daginn og þeir fundu ekkert.  Já, trúið mér bara, þeir fundu AKKÚRAT EKKERT !   Ekki eina baun.

Við erum ekkert smá mikið búnar að hlægja að þessu, vinkonurnar.  LoL    Við erum þá ekki að hlægja að henni.  Nei nei,  það er bara mesta furða hvað stelpan er, miðað við tómahljóðið í höfði hennar. 

Fyrir mig er málið öllu verr vaxið.  Að ég skuli hafa átt bestu vinkonu í 30 ár og aldrei tekið eftir því að hún er með EKKERT í kollinum, er vissulega áfellisdómur yfir dómgreind minni. 

 

 

Ég er örugglega ljóska inn við beinið.   22

 

 


Ábót á róbótasögu.

 

Þegar ég átti afmæli síðast, gaf mamma mér sóp-róbót í afmælisgjöf.  Það gerði hún líklega af vorkunsemi við mig.  Ómögulegt að dóttirin þurfi alein að sjá um öll húsverkin.  Enda kom það á daginn að ég var hæstánægð.  Mér fannst svo heimilislegt að hlusta á "kallinn" minn sinna húsverkunum meðan ég lá í baði og svoleiðis. Grin 

Já, ég var ánægð í einhvern tíma.  Síðan lá leið mín til Reykjavíkurhrepps.  Í Kringlunni sá ég aðra tegund af sóp-róbót.  Sá var þeim eiginleikum gæddur að hann ekki bara sópaði rusli og ló saman, hann ryksugaði beinlínis allt upp.   Ó ó !  Ekki get ég nú sagt að mamma hafi haft mikinn metnað fyrir dótturinnar hönd. Blush   

Hún gaf mér VERKAMANNA-SÓP-RÓBÓT !  En þarna sá ég VERKFRÆÐINGS-SÓP-RÓBÓT.  Frown

 

MAMMA !!! Gasp  Hvað ertu að pæla ! 


Bloggfærslur 19. júní 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband