Klukkuð af Halldóri og hrossinu í haganum.

 

Nú hef ég verið klukkuð tvisvar svo ég get ekki skorast undan og verð að segja átta atriði um mig.  Ætla að upplýsa ykkur um ýmislegt sem þið ekki vissuð um mig. Wink

  1. Ég er Snæfellingur
  2. Ég kann að tefla
  3. Ég fékk mér tattoo í fyrra
  4. Ég er 43 ára
  5. Ég er Bifrestingur
  6. Ég er 1,67 á hæð
  7. Ég er með brúnt hár
  8. Ég er að drepast úr hógværð.   NOT ! LoL  ok, þetta var ekki að marka.

    8....Ég er fjármálastjóri

 

Og svo hleyp ég af stað og klukka 8 aðila og held svo áfram að bulla.

 


Hvernig ætli það sé ?

 

Jæja krakkar.

Erum við annars ekki öll krakkar ?

Einn minn besti vinur í þessu lífi, var briddsfélagi minn til 11 ára.  Hann var tæpum fjörutíu árum eldri en ég og mér fannst hann alltaf vera strákur.  Smile  Við spiluðum saman einu sinni í viku og spjölluðum svo um spilin, lífið og tilveruna, oftast tveimur dögum síðar.  Á milli okkar féll aldrei styggðaryrði.  Oft þegar við vorum að kynna okkur fyrir ókunnugum bridgespilurum, þá sögðum við "við systkinin" því við bárum sama föðurnafn.  Það var stundum óborganlegt að sjá svipinn sem kom á mótspilarana. LoL

Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort ég vakni einhvern daginn, orðin kjéddling ?  Það þætti mér að sumu leiti fyndið - en bara að sumu leyti.  Mér finnst ég alltaf vera stelpa.  Kannski tvisvar á ári kona og af og til eins og strákur.  

Hvað ætli fólki finnist þegar það er orðið aldrað, í árum talið ?

 

old-couple-parc.vga

 


Galdraþulan mín.

 

Brattur bloggvinur minn er í miklu uppáhaldi hjá mér. Smile

002_2A

(ææ, pínulítil mynd..... jæja)

Við Brattur höfum sama aulahúmorinn sko. LoL   Hann er ógurlega góð sál þessi maður og sér gjarnan annan vinkil á hlutunum - sem mér finnst skemmtilegt og þroskandi.... og ekki veitir mér af örlítið auknum þroska.   

Brattur samdi eftirfarandi galdraþulu fyrir mig.  HeartSmile

 

Galdraþulan hennar Önnu.

úr auðninni
kemur sálin
sem þú átt að sættast við

með vindinum
kemur málið
sem þú átt að læra

með regninu
kemur vatnið
sem andlit þitt þvær

úr sjónum
kemur marbendill
sem þig frelsar

og þá
og loksins þá
ertu tilbúin
að takast á
við lífið

en aldrei gleyma
nei, aldrei, aldrei gleyma

að þú átt þig sjálf


Bloggfærslur 12. júlí 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband