Buddl-keppni.

 

Þetta hófst einhvern veginn svona......eftir lestur minn á grein nýs bloggkunningja þar sem fram kom textinn "rúsínan í pysluendanum"............ kommentaði ég af minni alkunnu snilld:

.

Anna.....en ég er rúsínan í pylsuendanum........  allavega þegar ég er að borða pylsu.

Brynjar.... en hvað ertu þá þegar þú borðar heiminn ? .... rúsínan í heimsendinum

(þarna hlær hann örugglega í átta mínútur)

Anna..... Heldurðu að ég sé átvagl ?

Brynjar..... já, ég held að þú sért það mikið átvagl...... að ef þú værir skógur...... þá værir þú átvaglaskógur ! 

. 

VÁ !  Þvílíkt bull.  LoL

Svo ég skoraði á hann í bull-keppni og hann tók áskoruninni.

.

Nú er undirbúningur hafinn.  ALLIR BLOGGVINIR !  (nema Brynjar br. )  Þið haldið með mér, þaggi ? Wink 

Það þarf að búa til stuðningsmannanet á netinu.

Keppni !  Þá þarf að stúdera manninn.  Maður verður að þekkja andstæðinginn og finna veikleikana...... og nýta þá í bullandi botn.  Joyful

.

Hérna kemur brot af því sem hann hefur skrifað - birt í óleyfi:

.------------------------------------------------------------------------------------

"Ég er ótrúlegur..

Já ég er ótrúlegur maður og frásagnir af mér eru lyginni líkastar. Til að mynda fór ég út í búð um daginn og keypti mér ávaxtasafa og ekki nóg með það, þá fór ég með hann í plastpoka heim til mín. Þegar ég hafði lokað hurðinni heima hjá mér, opnaði ég ávaxtasafann og drakk hann með BRAUÐI og áleggi. þessi saga mín er talandi dæmi um svaðilfarir sem ég tekst á við í hversdagsleikanum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Á sama tíma og ég drakk ávaxtasafann... þá opnaði ég Hitaveitu reikning og las yfirlit yfir það sem ég skuldaði og þegar ég var búin að lesa reikninginn þá setti ég hann aftur á borðið. Ég fór að hugsa til allra flippuðu hlutanna sem ég hef framkæmt og komst ég að þeirri niðurstaðan að sagan sem ég ætla nú að segja ykkur hlýtur að teljast sú klikkaðsta sem ég hef verið hluti af hingað til..
Einu sinni þá hringdi heimasíminn minn og þá framkæmdi ég eitthvað flippaðasta atferli sem nokkurn tímann hefur verið framkvæmt í Íslandssögunni.. Ég tók mig nefnilega til og SVARAÐI Í SÍMANN ! HAHAHAHAHAHAHHA .. já ótrúlegt en satt.. "

.-------------------------------------------------------------------------------------

Eins og þið sjáið, er manninum ekki tjaslað saman.

Enn hefur keppnisdagur ekki verið ákveðinn og eins og öllum góðum keppendum sæmir, mun ég taka mér góðan tíma í undirbúning...... já, það minnir mig á, að ég þarf að kaupa búning.  Wink

.

PS...... hérna kemur aðeins meira frá stráknum...  fyndið.  LoL

.

-------------------------------------------------------------------------

".............................þetta er með eindæmum hvað nafn mitt er orðið stórt í tónlistarbransanum.. Meira segja mamma mín veit núna að ég er tónlistarmaður og pabba minn grunar það.  Ég er svo frægur að fólk heilsar mér niðri í bæ.. Reyndar bara félagar mínir og kunningjar en það er annað mál".

-------------------------------------------------------------------------

 

.

Brynjar bréfberi......... 

 

 


Bloggfærslur 28. júlí 2007

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband